Sóknarnefndarfundur 11.01.2012
Sóknarnefndarfundur 6.12.2011
Mættir: Runólfur, Gylfi, Jón, Páll, Ólína, Herdís, Vallý, Svanhildur, Guðmundur Rafn, Kjartan, Skírnir, Ragnheiður og Hreiðar
Fundur settur af formanni sóknarnefndar kl. 17:13. Bauð hann sérstaklega Guðmund Rafn og Kjartan velkomna til fundarins.
Ritningarlestur og bæn. Ragnheiður las úr ritningunni og síðan leiddi hún fundarmenn í bæn.
Fundargerð síðasta fundar frá 01.11.2011. Fundagerð síðasta fundar var samþykkt.
Heimsókn:- Guðmundur Rafn Sigurðsson frá kirkjugarðaráði og Kjartan Mogesen komu og kynntu okkur úttekt á kirkjugörðunum að Lágafelli og Mosfelli. Sjá meðf skjöl.Ákveðið að biðja Kjartan um að vinna með vinnuhóp um málefni garðanna. Hópurinn myndi síðan teikna upp áætlun til næstu ára. Ákveðið var að ásamt Kjartani yrði framkvæmdanefndin í þessum vinnuhópi.
Safnaðarstarfið. Ragnheiður fór yfir safnaðarstarfið. Þar er allt gott að frétta. Starfi haustannar er að ljúka og hefst aftur á nýju ári. Nú er verið að undirbúa jólin, starfsfólkið er víða með hugleiðingar hjá félögum hér í bæ. Aðventukvöldið er nýlokið og allir mjög sáttir með kvöldið. Um jólin er eins og við vitum mikið annríki hjá starfsfólkinu og því sóknarnefndarfólk hvatt til aðstoðar í athöfnum jólanna. Dreift var skipulagi jólaathafna og sóknarnefndarmenn hvattir til að skrá sig á athöfn.
Kynningarmál – safnaðarbréf
Gylfi fór yfir fundi kynningarnefndar og kynnti tillögur að kynningar -/ birtingaráætlun nefndarinnar fyrir næsta starfsár. Þar er horft á 5 skyndiblöð, eina opnu í Mosfelling að hausti og kirkjurenning í Mosfellingi reglulega (15 skipti).Opið verður líka fyrir að auka blaðsiður á skyndiblaði úr 4 síðum í 8 síður ef þörf er á. Nokkrar umræður voru um birtingaráætlunina og áætlunin var samþykkt. Kostnaður vegna hennar er áætlaður kr. 965.000. á næsta starfsári. Sjá meðfylgjandi áætlun með kostnaðaráætlun. Einnig var rædd tillaga um segul sem sendur væri inn á heimilin í bænum. Skoða þarf nánari útfærslur á henni
Fjárhagsáætlun er í […]
Sóknarnefndarfundur 01.11.2011
Mætt: Karl, Helga, Svanhildur, Skírnir, Páll, Ragnheiður, Jón Þórður, Runólfur og Hreiðar Örn. Boðuð forföll: Elín Rósa, Gylfi, Hólmfríður og Vallý
Fundur settur
Formaður setti fundinn kl. 17:13
Ritningarlestur – bæn
Ragnheiður las úr 8 kafla Jóhannesarguðspjalli vers 31-32.
31Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir 32og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“
Leiddi hún síðan fundarmenn í bæn.
Fundargerð síðasta fundar frá 4. 10.2011
Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar var samþ.
Safnaðarstarfið
Sr. Ragnheiður fór yfir safnaðarstarfið. Mikið annríki hefur verið í október og ber þar hæst ferðalög tilvonandi fermingarbarna í fermingarnámskeið í Vatnaskóg. Safnaðarstarfið gegnur vel og er mikil aukning í því. Messusókn er einnig mjög góð. Næstkomandi mánudag verður samverustund með foreldrum fermingarbarna og fermingarbörnum. Þar munu þau Krístín Þórunn og Árni Svanur vera með fræðslu um netnotkun unglinga. Í guðsþjónustunni næstkomandi sunnudag verður Rit Magnúsdóttir verða sett inn í tengsl við söfnuðinn. Þetta er gert í framhaldi af vígslu hennar sem djákna nú í haust. Rut mun starfa sem djákni í vinaleiðinni í Lágafellsskóla. Á Kristniboðsdaginn 13. nóvember mun Gunnlaugur Gunnarsson kristniboði predika í guðsþjónustu þess dags. Árleg söfnun fermingarbarna verður mánudaginn 14. nóvember næstkomandi. Landsmót æskulýðsfélaga var haldið um síðustu helgi á Selfossi og tók góður hópur frá Lágafellskirkju .þátt í því. Nú þegar er hafinn undirbúningur að næsta landsmóti en það verður haldið á austurlandi að ári. TTT starf hefur verið blómlegt í vetur og í gær fór hátt í 30 manna hópur í bíósýninguna um ævintýri Tinna.
Helga Hinriksdóttir sagði frá vinnufélaga sínum sem fór í guðsþjónustu síðasta sunnudag að Mosfelli. Þema dagsins var Hallgrímur Pétursson. Var hann afar glaður með guðsþjónustuna og nálgun sr. Skírnis og kórsins á viðfangsefninu.
Kynningarmál –
Gylfi […]
Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar 4.10.2011
Fundur settur
Formaður sóknarnefndar Runólfur Smári setti fundinn kl. 17:12
Ritningarlestur – bæn
Sr. Ragnheiður las úr fyrra Pétursbréfi 4 kafla.
Að loknum lestri leiddi hún fundamenn í bæn.
En endir allra hluta er í nánd. Verið því gætin og algáð til bæna. Umfram allt hafið brennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda.Verið gestrisin hvert við annað án þess að mögla. Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu. Notið þær og þjónið hvert öðru eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs. Sá sem talar flytji Guðs orð, sá sem þjónar sýni að Guð gefi máttinn til þess. Verði svo Guð vegsamaður í öllum hlutum fyrir Jesú Krist. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen.
Fundargerð síðasta fundar frá 6. 09.2011 var samþykkt.
Safnaðarstarfið
Fermingarferðalagið
Sr. Ragnheiður fór yfir fyrirkomulag fermingarnámskeiðanna í Vatnaskógi. Hreiðar kynnti fjárhagsáætlun vegna þessara námskeiða og var hún samþykkt. (sjá meðf)
Djáknavígsla (Rut G Magnúsdóttir)
Sr. Ragnheiður sagði frá djáknavígslu Rutar, en hún var vígð til starfa fyrir Lágafellsskóla. Sr. Ragnheðiur færði henni gjöf frá söfnuðinum í tilefni vígslunnar. Fyrirhuguð er innsetningarmessa í byrjun nóvember.
Samverustund 1. des (umsjón- sóknarnefnd)
Umsjón með skipulagi samverustundarinnar hafa þeir Runólfur og Gylfi.
Þakkarhóf
Umsjón með henni hafa þur Valgerður og Jón Þórður ásamt Hreiðari. Tímasetning er hugsuð 1.11.2011.
Starfsmannamál
Í framhaldi af erindi Arndísar frá síðasta fundi kynnti Hreiðar hvar málið væri statt. Búið er að staðsetja hana í launaflokka samkvæmt kjarasamning Þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs. Næstu skref eru að setja niður starfsliði í viðbót við hennar samning.
Fundur með bæjarstjóra
Runólfur sagði frá fundi fulltrúa sóknarnefndar með bæjarstjóra. Eftirtaldir eru vinnupunktar frá þeim fundi:
Ekki er frágenginn samningur milli bæjar og kirkju.
Lóðamál eru ófrágengin.
Hvað vill sóknarnefnd?
Manna þarf byggingarnefnd
Mál ófrágengin við fjárhagsráð kirkjunnar.
Fjáröflunarmódel – Hvað þarf til?
Hvar er mesta þörfin?
Skilgreina þarf áfanga.
Skipan í nefndir
Þessum lið var frestað til næsta fundar
Önnur mál
Formannafundur
Runólfur sagði frá fundi formanna […]
Sóknarnefndarfundur 06.09.2011
Sóknarnefndarfundur 30.05.2011
Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar 30.05.2011
Mættir: Jón Þórður, Runólfur, Karl, Svanhildur, Valgerður, Elín Rósa og Ragnheiður.
Boðuð forföll: Gylfi, Herdís og Hreiðar.
.
Fundur settur Jón Þórður setti fundinn
Fundargerð síðasta fundar – 10.05.2011
Fundargerðin var samþ
Skipting embætta innan sóknarnefndar
Samkvæmt Starfsreglum um sóknarnenfndir ber sóknarnefnd á fyrsta fundi sínum eftir aðalsafnaðarfund að skipta með sér embættum sóknarnefndar. Nefndin skipti með sér verkum og er hún þannig skipuð:
Runólfur Smári Steinþórsson, formaður
Jón Þ. Jónsson, varaformaður
Svanhildur Þorkelssdóttir, gjaldkeri
Karl E. Loftsson, ritari
Valgerður Magnúsdóttir, safnaðarfulltrúi
Herdís Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, meðstjórnandi
Varamenn
Elín Rósa Finnbogadóttir
Helga Hinriksdóttir
Hólmfríður Arnalds
Kjartan Þór Reinholdsson
Ólína Margeirsdóttir
Páll Ásmundsson
Þórdís Sigurðardóttir
Starfsreglur um sóknarnefndir nr. 732/199812. gr. Sóknarnefnd skiptir með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara og varamanna þeirra þegar eftir að kjör í sóknarnefnd hefur farið fram. Sóknarnefnd er heimilt að kjósa úr sínum hópi framkvæmdanefnd er starfi á milli funda sóknarnefndar. Hún kýs jafnframt safnaðarfulltrúa og varamann hans og ákveður verkefni er hann hafi með höndum.
Kveðjugjafir
Farið var yfir stöðu mála vegna kveðjugjafa til Hilmars og Jónasar.
Auglýsing á stöðu organista við söfnuðinn
Gera þarf hnitmiðaða auglýsingu vegna stöðu organista við söfnuðinn.
Ekki fleira gert
Fundargerð skrifaði Jón Þórður
Sóknarnefndarfundur 10.05.2011
Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar 10.05.2011
Mættir: Hilmar, Jón Þórður, Herdís, Svanhildur, Vallý, Karl, Ragnheiður og Hreiðar. Gestur á fundinum var Runólfur Smári
.
1. Fundur settur af formanni kl. 17:15 og fól Jóni Þórði, starfandi varaformann stjórnina á fundinum.
2. Kristján Sigurbjarnarson, minning
Kistjáns var minnst með þögn
3. Orð og bæn
Sr. Ragnheiður las úr 1. Kor 13 kafla
Þá fáið þið sönnun fyrir því að Kristur tali í mér eins og þið krefjist. Hann sýnir ykkur ekki linkind heldur er hann máttugur á meðal ykkar. 4Hann var krossfestur af því að hann var veikur en Guð er máttugur og lætur hann lifa. Og einnig ég er veikur eins og hann en Guð veitir mér kraft og ég mun lifa með Kristi.
‘I framhaldi af lestri leiddi hún fundarmenn í bæn
4. Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar – 21.10.2010
Fundargerðin var samþykkt af sóknarnefnd
5. Aðalsafnaðarfundur 25. maí næstkomandi / miðvikudagskvöld kl. 20:00
a. Reikningar
Reikningar safnaðarins samþykktir.
b. Fundarstjórn / fundarritun
Fundarstjórn: Karl E. Loftsson Fundarritun: Hreiðar Örn
c. Tillögur til stjórnarkjörs:
Formaður og varaformaður kynntu tillögur sínar sem eru:
2009-2011 SÓKNARNEFND – Núverandi
Aðalmenn
Nafn. Kosinn til
Hilmar Sigurðsson, form 2011
Kristján Sigurbjarnarson, varaform 2011
Jón Þ. Jónsson 2011
Valgerður Magnúsdóttir 2011
Svanhildur Þorkelssdóttir, gjaldk 2013
Karl E. Loftsson, ritari 2013
Herdís Gunnlaugsdóttir 2013
SÓKNARNEFND – Varamenn
Elín Rósa Finnbogadóttir 2011
Kjartan Þór Reinholdsson 2011
Þórdís Sigurðardóttir 2011
María Hákonardóttir 2011
Helga Hinriksdóttir 2013
Hólmfríður Arnalds 2013
Páll Ásmundsson 2013
Drög að tillögu
2011-2013 SÓKNARNEFND –
Aðalmenn
Runólfur Smári Steinþórsson, 2015 Nýr inn
Jón Þ. Jónsson 2015 Endurkjör
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 2015 Nýr inn/ Fulltrúi í stefnumotunarnefnd
Valgerður Magnúsdóttir 2015 Endurkjör
Svanhildur Þorkelssdóttir, gjaldk 2013
Karl E. Loftsson, ritari 2013
Herdís Gunnlaugsdóttir 2013
Varamenn
Elín Rósa Finnbogadóttir 2015 Endurkjör
Kjartan Þór Reinholdsson 2015 Endurkjör
Þórdís Sigurðardóttir 2015 Endurkjör
Ólína Margeirsdóttir 2015 Ný inn
Páll Ásmundsson 2013
Helga Hinriksdóttir 2013
Hólmfríður Arnalds 2013
Tillaga þessi var samþykkt samhljóða.
6. Safnaðarstarfið
Ragnheiður fór í stuttu máli yfir starfið. Nánari kynning / skýrsla verður flutt á aðalsafnaðarfundinum. Framundan er útvarpsmessa næstkomandi sunnudag klukkan 11:00. Hestamessa að Mosfelli 29. maí næstkomandi. Þar mun Benedikt ??? Leikari flytur hugvekju dagsins.
Safnaðarbréf
Samþykkt að leita til Mosfellings um samstarf.
7. Starfsmannamál
a. Staða organista
Samningur […]
Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar 10.06.2010
Aðalsafnaðarfundur 12. maí 2010
- Ritningarlestur og bæn
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra