Barnakór Lágafellssóknar
Æfingar hefjast mánudaginn 4. september 2023 og verða í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3.
Það er velkomið fyrir krakkana að prufa að mæta í 1-2 skipti áður en skráð er.

4. – 7. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 15:15 – 16:00

Verkefni kórsins í vetur: Við æfum saman fjölbreytt lög og texta, syngjum keðjusöngva og röddum.
Við syngjum reglulega við messur í Lágafellskirkju, tökum þátt í kórahittingum, heimsækjum dvalarheimili ofl. staði.
Við förum stundum í leiki, syngjum í hljóðnema og leggjum upp úr skemmtilegri samveru.
Kórastarf felur í sér: Frábært tónlistaruppeldi, mikla gleði, upplifun og einbeitingu, þjálfun í samvinnu og framkomu. Einnig verður í boði fyrir áhugasama að fara á NTT mót í Vatnaskógi dagana 15. – 16. mars (dagsheimsókn, gist í eina nótt). Það verður sungið, haft gaman á frábærum stað í góðum félagsskap, geggjaður matur, kvöldvaka ofl.! Skráning hefst þegar nær dregur hjá Valgerði kórstjóra. Þátttökugjald fyrir mótið verður auglýst síðar en haldið í lágmarki. Hægt er að nota annargjaldið (8.000 kr.) fyrir mótið. Innifalið í gjaldinu er: Matur, gisting, rúta og dagskrá.  

1. – 3. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 16:15 – 17:00

Verkefni kórsins í vetur: Við æfum saman ýmis skemmtileg lög, förum í leiki og njótum samverunnar.
Við syngjum reglulega við messur í Lágafellskirkju, heimsækjum dvalarheimili ofl. staði.
Kórastarf felur í sér: Frábært tónlistaruppeldi, mikla gleði, upplifun og einbeitingu, þjálfun í samvinnu og framkomu.

NTT Æði-flæði: Mánudaga kl. 16 – 17:30 (hefst 22. janúar og verður í 6 skipti)

NÝJUNG Í ÆSKULÝÐSSTARFI Á MÁNUDÖGUM – Nánar HÉR
NTT Æði-flæði eru námskeið í 6 skiptið fyrir 9 til 12 ára krakka. Hver samvera hefst með hressingu.
Hefst 22. janúar til 26. febrúar og endar með uppskeruhátíð á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar í fjölskyldumessu 3. mars kl. 13 í Lágafellskirkju.
Á námskeiðinu verður unnið með þema æskulýðsdagsins í gegnum sköpun. Lögð verður áhersla á leiki, leiklist, föndur og skreytingargerð fyrir æskulýðsdaginn. Ókeypis námskeið en skráning nauðsynleg HÉR
Einnig verður í boði fyrir áhugasama eftir að NTT Æði-flæði námskeiðinu lýkur að fara með í ferðalag á NTT mót í Vatnaskógi dagana 15. – 16. mars (dagsheimsókn, gist í eina nótt). Það verður sungið, haft gaman á frábærum stað í góðum félagsskap, geggjaður matur, kvöldvaka ofl.! Skráning hefst þegar nær dregur hjá Boga æskulýðsfulltrúa. Þátttökugjald fyrir mótið verður auglýst síðar en haldið í lágmarki. Innifalið í gjaldinu er: Matur, gisting, rúta og dagskrá.  

Gjald fyrir hvora önn:
Haustönn 2023: 8.000 kr.
Vorönn 2024: 8.000 kr.
Veittur er 20% systkinaafsláttur. Til að skrá er best að skrá í gegnum skráningarkerfið okkar. Ef þörf krefur, ekki hika við að óska eftir styrk frá sókninni í netfangið rekstur@lagafellskirkja.is, til að barn/börn þitt/þín geti sótt kóræfingar með Barnakór Lágafellssóknar.

Umsjón: Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari & söngkona. Stundum kíkir organisti eða æskulýðsfulltrúi á kóræfingar þegar kórinn er að undirbúa eitthvað skemmtilegt! Nánari upplýsingar & fyrirspurnir veitir Valgerður á netfanginu: valgerdur@lagafellskirkja.is


Nánar um kórstjórann:

Valgerður Jónsdóttir er söngkona og tónmenntakennari frá Akranesi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og lokaprófi í söng frá Tónlistarskóla FÍH árið 2004. Valgerður hefur lifað og hrærst í kórastarfi allt frá barnæsku. Hún hefur stjórnað fjölda kóra, bæði barna- og fullorðinna, í Danmörku og hér á Íslandi. Valgerður var Bæjarlistamaður Akraness 2021 og hefur gefið út mikið af eigin tónlist, m.a. bókina „Tónar á ferð-Söngbók“ sem inniheldur nýja tónlist í útsetningum fyrir barna- og ungmennakóra.

Það er mikill fengur fyrir Lágafellssókn að fá Valgerði í teymið okkar!