Barnakór Lágafellssóknar
Æfingar hefjast mánudaginn 19. september og verða í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3.
Það er velkomið fyrir krakkana að prufa að mæta í 1-2 skipti áður en skráð er.

10 – 12 ára krakkar
Kóræfingar á mánudögum kl. 15:15 – 16:00

6 – 9 ára krakkar
Kóræfingar á mánudögum kl. 16:15 – 17:00

Gjald fyrir hvora önn:
Haustönn 2022: 8.000 kr.
Vorönn 2023: 8.000 kr.
Veittur er 20% systkinaafsláttur. Til að skrá er best að skrá í gegnum skráningarkerfið okkar. Ef þörf krefur, ekki hika við að óska eftir styrk frá sókninni í netfangið oddny@lagafellskirkja.is, til að barn/börn þitt/þín geti sótt kóræfingar með Barnakór Lágafellssóknar.

Umsjón: Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari & söngkona. Einnig á kóræfingum mun Þórður Sigurðarson, organisti sjá um undirleik.
Nánari upplýsingar & fyrirspurnir veitir Valgerður á netfanginu: valgerdur@lagafellskirkja.is


Nánar um kórstjórann:

Valgerður Jónsdóttir er söngkona og tónmenntakennari frá Akranesi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og lokaprófi í söng frá Tónlistarskóla FÍH árið 2004. Valgerður hefur lifað og hrærst í kórastarfi allt frá barnæsku. Hún hefur stjórnað fjölda kóra, bæði barna- og fullorðinna, í Danmörku og hér á Íslandi. Valgerður var Bæjarlistamaður Akraness 2021 og hefur gefið út mikið af eigin tónlist, m.a. bókina „Tónar á ferð-Söngbók“ sem inniheldur nýja tónlist í útsetningum fyrir barna- og ungmennakóra.

Það er mikill fengur fyrir Lágafellssókn að fá Valgerði í teymið okkar!