Fyrirbænahópur Lágafellskirkju hefur verið starfræktur rúmlega 22 ár. Í honum er trúfastur hópur sem biður fyrir bænarefnum sem kirkjunni berast. Hægt er að senda inn fyrirbænir hér fyrir neðan (nafnlaust) eða á lagafellskirkja@lagafellskirkja.is og beðið verður fyrir þeim.

Nánari upplýsingar veitir sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, sóknarprestur. Umsjón með hópnum hefur Þórdís Ásgeirsdóttir, djákni.

Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“ Matteusarguðspjall 18.19-20

Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið. Það höfum við reynt á fyrirbænastundunum. Guð er góður og Hann fer ekki í manngreinarálit. Guð elskar alla jafnt og elskar þig í þeim aðstæðum sem þú ert stödd/staddur.

Jesús sagði:” Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið Föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður.” Jóhannesarguðspjall 16.23.

Kveðjur til þín

Guð blessi þig og tilveru þína og líf.
Þórdís djákni

Beiðni um fyrirbæn

Hér fyrir neðan er hægt að senda inn ósk um fyrirbæn beint af vefnum. Ekki er nauðsynlegt að gefa upp nafn, síma eða netfang.

    Nafn

    Netfang

    Sími

    Erindi

    Bænarefni