Foreldramorgnar

Þú ert hér: ://Foreldramorgnar
Foreldramorgnar 2017-09-25T13:59:58+00:00

Foreldramorgnar eru á fimmtudögum í vetur frá 10:00 til 12:00, í Safnaðarheimilinu Þverholti 3, þriðju hæð.

Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri. Á foreldramorgnum gefst foreldrum og börnum þeirra tækifæri til að hittast í notalegu umhverfi, ræða saman, skiptast á skoðunum, fræðast og eignast vini. Þetta eru stundir sem stuðla kannski að því að rjúfa félagslega einangrun og mynda tengsl meðal jafningja. Í Safnaðarheimilinu eru leikföng, bækur, litir og fleira fyrir börnin, og á hverjum morgni er boðið uppá kaffi og meðlæti.

Einu sinni til tvisvar í mánuði er einhverskonar uppákoma, fyrirlestrar eða kynningar og þá yfirleitt eitthvað sem tengist börnum eða foreldrum á einhvern hátt, t.d. mataræði barna, slysavarnir í heimahúsum, sjálfsstyrking kvenna og margt, margt fleira.

Allir hjartanlega velkomnir. Umsjón hafa Rut G. Magnúsdóttir djákni  og  húsmæður safnaðarheimilisins þær Lilja Þorsteinsdóttir og Hidlur Backmann.

Hægt er að fylgjat með foreldramorgnum á FACEBOOK undir Foreldramorgnar í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ

Dagskrá vorannar 2017

  1. janúar    Opið hús

Fyrsti foreldramorgun eftir jólafrí.  Notaleg stund fyrir foreldra og börn. Hittumst, spjöllum og verum saman.

12.janúar      Ungbarnanudd

Hrönn Guðjónsdóttir kemur í heimsókn og kennir réttu handbrögðin. Gott að koma með mjúkt handklæði.

   19.janúar     Núvitund/Mindfulness með börnum.

Bryndís Ingimundardóttir kennari kemur í heimsókn og kynnir núvitund með börnum og kennir einfaldar hugleiðslur fyrir foreldrana.

   26.janúar  Heimsókn á bókasafnið út í Kjarna.