Prjónakaffi er í Safnaðarheimilinu annað hvert fimmtudagskvöld kl. 19:30 -21:30 í vetur. Markmið þessara kaffistunda er að koma saman og láta gott af sér leiða. Hópurinn prjónar fyrir hjálparstofnun kirkjunnar og Ítex hefur gefið garn í prjónaskapinn.

Allir sem hafa áhuga á þessum samverum og vilja sameinast í gleði og myndarskap eru hjartanlega velkomnir því nóg pláss er í safnaðarheimilinu og þegar vel er leitað má finna kaffitár á könnunni.

Prjónakaffi eru  19. september, 3., 17., og 31., október, 7., og 21. nóvember og 5., og 19., desember 2019

Þá er prjónakaffið með sérstakan hóp á facebook sem nálgast má hér: Prjónakaffi Lágafellssóknar

Umsjón með prjónakaffinu hefur Arna Bára Arnarsdóttir og gefur hún upplýsingar í síma: 8257231