Þau sem hafa áhuga á kórastarfi Fermata geta haft samband við Þórð organista fyrir haustönn 2022

Lágafellskirkja kynnir með stolti kór sem var stofnaður í febrúar 2020 (rétt fyrir Covid) fyrir fólk á aldrinum 14-30 ára.
Kórinn æfir í Lágafellskirkju alla þriðjudaga milli 18 – 19.30. Hugmyndin er að kórinn sé í boði fyrir breiðan aldurshóp, sérstaklega fyrir ungt fólk.
Kórinn verður með það að leiðarljósi að syngja létt og skemmtileg lög og geta kór meðlimir haft gríðaleg áhrif á lagaval í kórnum.
Verkefni kórsins verða að syngja í þema og æskulýðsmessum og einnig halda tónleika ásamt öðrum skemtilegum viðburðum.
Kórinn tekur fagnandi á móti nýjum félögum í öllum röddum. Ef þú hefur áhuga á því að syngja eða hefur langað til að prófa það, komdu þá á æfingu!
Með umsjón og kórstjórn hefur Þórður Sigurðarson organisti og Hákon Darri Egilsson æskulýðsleiðtogi.

Ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum facebook og instagram síður Lágafellskirkju eða í netfangið: organisti@lagafellskirkja.is