Dagskrá vorönn 2024 - í vinnslu!

Fylgist líka með á instagram: lagafellskirkja

Þriðjudagur 19. mars 2024 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM – Dagskrá: Páskafundur. Safnaðarheimili

Þriðjudagur 2. apríl 2024 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM – Dagskrá: Brjóstsykursgerð. Safnaðarheimili

Þriðjudagur 9. apríl 2024 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili

Þriðjudagur 16. apríl 2024 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili

Þriðjudagur 23. apríl 2024 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili

Hér í Lágafellssókn verður öflugt æskulýðsstarf fyrir unglinga i 8, 9 og 10. bekk veturinn 2023 – 2024. Fundirnir eru haldnir á þriðjudögum kl. 20 (húsið opnar kl. 19:30) að Þverholti 3, 2. hæð. Á dagskránni eru leikir, flipp og fjör (sjá nánar dagskrá fyrir ofan). Á hverju ári er farið í tvær ferðir, ein á haustönn og ein í mars.

ATH: Skannið QR kóðann en upplýsingar um verð og skráningarfrest á ekki við um æskulýðsfélagið ósoM. Aðal rúsínan í pylsuendanum vorönnina 2024 verður Æskulýðsmót ÆSKH helgina 16. – 18. febrúar í Vatnaskógi. Brjáluð dagskrá yfir helgina á snilldar stað! Skráning er  hafinn  hjá leiðtogum og því mikilvægt að vera dugleg að mæta í ósoM. Þátttökugjald er: 8.000 kr. og innifalið í því er rúta, matur, gisting og skemmtileg dagskrá. Lokaskráningarfrestur er þriðjudagurinn 13. febrúar.
Dagskrá mótsins og upplýsingarbréf (QR kóðinn) er hægt að finna HÉR!
Og leyfis- og upplýsingabréfið til útprentunar sem þarf að skila til leiðtoga fyrir mótið er á bakvið þessa SMELLU.
Nauðsynlegt að taka með sér: Svefnpoka/sæng, kodda og lak. Enn fremur þarf að hafa meðferðis náttföt, tannbursta, FÖT TIL SKIPTANNA (spáð rigningu og við verðum bæði úti&inni), hlý útiföt, húfu, vettlinga og við mælum einnig með inniskóm. Íþróttahúsið verður opið og því gott að taka með sér íþróttaföt. Heitir pottar verða í boði en þá þarf að taka með sér sundföt. Þó að öll séu í fullu fæði verður einnig sjoppa á staðnum með posa.

Við bendum einnig á að ef fjárhagsaðstæður hjá einhverjum fjölskyldum er fyrirstaða vegna mótsgjaldsins er hægt að hafa samband við prestana og óska eftir aðstoð. Við viljum gera öllum unglingum sem vilja kleift að fara á mótið. 

Hægt er að fylgjast með dagskránni í ósoM hér og á facebook & instagram síðu Lágafellskirkju. 

Umsjón með æskulýðsstarfinu hafa Bogi Benediktsson æskulýðsfulltrúi og leiðtogar.

Allir unglingar velkomnir!