Hér í Lágafellssókn verður öflugt æskulýðsstarf fyrir unglinga i 8, 9 og 10. bekk veturinn 2020 – 21.  Fundirnir eru haldnir á þriðjudögum kl. 20 (húsið opnar kl. 19:30) í sal kirkjunnar að Þverholti 3, 2. hæð. Á dagskránni verða leikir, flipp og fjör. Einnig er stefnt á að fara á árlegt landsmót ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) á Sauðarkróki helgina 30. október – 1. nóvember.

Umsjón með æskulýðsstarfinu hefur Bogi Benediktsson æskulýðsfulltrúi, Hákon Darri og Petrína.

Allir hressir unglingar velkomnir.