Æskulýðsstarf – SOUND

Þú ert hér: ://Æskulýðsstarf – SOUND
Æskulýðsstarf – SOUND 2017-09-25T14:10:57+00:00
Hér í Lágafellssókn er öflugt æskulýðsstarf fyrir unglinga i 8, 9 og 10. bekk í samvinnu við KFUM & KFUK. Fundirnir eru haldnir á immtudögum kl 20:00  í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3, 3. hæð. Við vonum að þér finnist dagskrá vetrarins spennandi, en hana verður hægt að nálgast hér á síðunni. Á hverjum fundi gerum við eitthvað skemmtilegt saman og svo er fræðsla eða hugvekja út frá boðskap Biblíunnar.

Vertu með í frábærum hóp í vetur og njóttu þess að taka þátt í skapandi og skemmtilegu félagsstarfi.
Leiðtogar í barna- og æskulýðsstarfinu eru: Guðjón Andri R. Reynisson, Margeir Haraldsson, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Kolfinna Rut Haraldsdóttir og  Jón Árni Haraldsson

 

Frekari upplýsingar veitir Hreiðar Örn í síma 896 8936 eða gegnum netpóst: hreidar (hja) lagafellskirkja.is