Kirkjukór Lágafellssóknar er afar hress og skemmtilegur kór. Utan hefðbundins athafnasöngs hefur kórinn á efnisskrá og í vinnslu fjölbreytta dagskrá, td kirkjuleg verk eftir Vivaldi og Mozart, gospel-tónlist, íslensk sönglög og kirkjupopp ef svo ber undir, t.d. tónlist U2.
Kórinn stendur fyrir styrktartónleikum árlega og kemur fram við ýmis önnur tækifæri. Í kórnum ríkir afar góður félagsandi og bjóðum við nýja félaga innilega velkomna! Organisti og kórstjóri er: Þórður Sigurðarson.