Almennar guðsþjónustur

Almennt eru guðsþjónustur í Lágafellskirkju alla sunnudaga kl. 11, nema síðasta sunnudag hvers mánaðar, þá er guðsþjónustan í Mosfellskirkju kl. 11. Hér fyrir neðan er hægt að sjá staðsetningu guðsþjónustanna næstu sunnudaga.

Sunnudagur 16. ágúst 2020 kl. 11:00 – Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.

Sunnudagur 23. ágúst 2020 kl. 10:30 – Fermingar í Lágafellskirkju.

Sunnudagur 30. ágúst 2020 kl. 11:00 – Ferming í Mosfellskirkju.

Sunnudagur 30. ágúst 2020 kl. 14:00 – Ferming í Lágafellskirkju.

Sunnudagaskóli er alla sunnudaga yfir veturinn kl.13:00 í Lágafellskirkju. Foreldrar og börn sameinast í söng og gleði í kirkjunni. Fræðslan miðast við þarfir barnanna en allir geta notið með. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Berglind Hönndóttir Æskulýðsfulltrúi

Taize-guðsþjónustu er að hluta til byggð upp eftir fyrirmynd guðsþjónustu frá bæna- og líknarsamfélagi í þorpinu Taize í Frakklandi. Þar er mikil áhersla lögð á einfalt form og einfaldan söng í guðsþjónustunni og gegnir endurtekning sálmanna sérstöku tilbeiðslu og íhugunar hlutverki.

Allt frá árinu 1940 hefur í Taize, byggst upp samkirkjulegt samfélag lærða og leikra, sem byggir á bæn og líknarþjónustu. Þangað kemur ár hvert fjöldi manna, sérstaklega ungt fólk frá öllum heimshornum, sem biður fyrir heiminum og fyrir hvert öðru undir leiðsögn bræðranna sem hafa helgað líf sitt þjónustunni, og þar syngur fólkið þessa einföldu sálma sem við munum syngja.

Stofnandi samfélagsins hét Roger, kallaður bróðir Roger frá Taize. Hann hafði fengið berkla sem ungur drengur og barist við þann sjúkdóm í mörg ár. Á þeim árum mótaðist hugsjón hans og köllun að búa til samfélag þar sem einfaldleiki og manngæska fengi að ríkja og væri lifandi vitni um boðskap Krists.

Hugsjón hans sem ungs manns, lifir og hefur borist langt út fyrir landamæri Frakklands.

Kvöldguðsþjónustur í anda Taize – samfélagsins hafa um margra ára skeið verið hluti af bænahaldi í Lágafellskirkju.

Yfirleitt eru tvær slíkar kvöldguðsþjónustur á haustin og tvær eftir áramót.