Helgihald í Lágafellssókn

Í Lágafellssókn er fjölbreytt starf fyrir unga jafnt sem aldna. Það er næsta víst að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Almennt eru guðsþjónustur í Lágafellskirkju alla sunnudaga kl. 11, nema síðasta sunnudag hvers mánaðar, þá er guðsþjónustan í Mosfellskirkju kl. 11.

Þó verða tímabreytingar á helgihaldi veturinn 2023-2024:
– 1. og 3. sunnudagur hvers mánaðar verða kvöldmessur kl. 20 í Lágafellskirkju.
– 2. og 4. sunnudagur í hverjum mánuði verða guðsþjónustur kl. 11
– Nema síðasta sunnudag hvers mánaðar verður guðsþjónustan í Mosfellskirkju kl. 11.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá staðsetningu og tímasetningu helgihaldsins á sunnudögum og næstu sunnudagaskóla.