Aðstæður og upplag geta orðið til þess að fólk missir samband við umheiminn og einangrast. Þá getur komið sér vel að eiga góða að. Heimsóknaþjónusta Mosfellsprestakalls er viðbót við þá þjónustu sem bæjarfélagið lætur í té. Henni er ekki ætluð samkeppni við aðra í sókninni, heldur vera til uppfyllingar og stuðnings annarri þjónustu.

Því er mikilvægt að umsjónarmaður heimsóknaþjónustu kirkjunnar, sem er djákni Mosfellsprestakalls, sé í góðu sambandi og samstarfi við m.a. heilsugæslu, félagsþjónustu og aðra þá sem sinna heimsóknaþjónustu í bæjarfélaginu. Hún er fyrst og fremst boð um mannleg samskipti en ekki sérfræðileg meðferð. Hún er unnin í sjálfboðnu starfi og kallast sjálfboðaliðar hennar heimsóknarvinir.

Heimsóknarvinur er bundinn þagnarskyldu um aðstæður þeirra sem hann heimsækir. – Hefur þú áhuga að gerast sjálfboðliði kirkjunnar? Hafðu þá samband beint við prestana.