Umsóknir í Hjálparsjóð Lágafellssóknar

11. desember 2023 09:00|Slökkt á athugasemdum við Umsóknir í Hjálparsjóð Lágafellssóknar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hjálparsjóð Lágafellssóknar fyrir jólin 2023. Jólaaðstoðin felst í inneignarkorti í matvöruverslanir. Ýmis frjáls félagsamtök og einstaklingar í Mosfellsbæ gefa rausnarlega í sjóðinn á ári hverju og eru styrkir [...]

Um sjóðinn:
Hjálparsjóður Lágafellssóknar hefur verið stofnaður. Hlutverk hans er að úthluta til þeirra sem aðstoð þurfa til framfærslu og búsettir eru í Mosfellsbæ samkvæmt reglum sjóðsins. Tekjur Hjálparsjóðsins eru framlög félagssamtaka, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja leggja fram fé í þessum tilgangi. Gott er að benda þeim aðilum sem leggja til fé í sjóðinn að þau fá skattaafslátt þar sem Lágafellssókn er skráð á almannaheillaskrá skattsins.

Hjálparsjóður Lágafellssóknar er með kennitöluna 710169-3229 og reikningsnúmerið 0315-26-014866.

1.gr

Sjóður þessi úthlutar í formi úttekar/gjafakorta úr verslunum til þeirra skjólstæðinga sem  eru búsettir í Mosfelsbæ og þurfa aðstoð til framfærslu.

2.gr

Tekjur Hjálparsjóðsins eru framlög félagssamtaka og einstaklinga sem vilja leggja fram fé í þessum tilgangi.

3.gr

Hjálparsjóður Lágafellssóknar er með  kennitöluna 710169-3229 og reikningsnúmerið 0315-26-014866. Umsjónaraðilar Hjálparsjóðs Lágafellssóknar eru sóknarprestur og prestur, framkvæmdastjóri og gjaldkeri Sóknarnefndar Lágafellssóknar, skulu þessir aðilar hafa fulla yfirsýn og ábyrgð á Hjálparsjóðnum. Umsjón með úthlutun Hjálparsjóðsins hafa sóknarprestur og prestur Lágafellssóknar. Við úthlutum skal  skjólstæðingur kvitta með nafni og kennitölu fyrir hverja úthlutun.

4.gr

Úthlutunarreglur skulu þó vera alveg skýrar og skulu skjólstæðingar sýna fram á framfærsluþörf sína með vottorði frá Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, einnig skal haft samráð við Rauða Krossinn og skylda aðila  til þess að tryggja að aðilar geti ekki gengið á milli stofnana og þannig fengið óeðlilega miklu úthlutað. Umsjónaraðilum er jafnframt heimilt, að fengnu skriflegu samþykki á þar til gerðum eyðublöðum vegna mats á fjárþörf, að úthluta úr Hjálparsjóðnum  án aðkomu Fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar. Skulu þær úthlutanir rökstuddar sérstaklega.

5.gr

Úthlutað er aðeins úttektar/gjafakortun í verslunum og aldrei skal greiða út reiðufé til skjólstæðinga.

6.gr

Framkvæmdastjóri Lágafellssóknar hefur umsjón með kaupum á úttekar/gjafakortunum að höfðu samráði við umsjónaraðilia Hjálparsjóðs Lágafellsókar.

7.gr

Umsjónaraðilar skulu halda skrá yfir allar hreyfingar sjóðsins (inn og útborganir). Sóknarprestur og prestur skulu halda til haga upplýsingum um þá skjólstæðinga sem fá úthlutað úr sjóðnum og skulu þær upplýsingar geymdar til að mynda í læstum skáp með takmarkað aðgengi, þar sem um ræðir viðkvæmar persónuupplýsigar.

8.gr

Í lok hver reikningsárs Lágafellssóknar skal liggja fyrir afsmemmd staða sjóðsins ásamt öllum hreyfingum tímabilsins.

Reglur þessar voru samþykktar á sóknarnefndarfundi 1. nóvember 2016.