2019-11-20T14:03:16+00:00

Prédikun Vilborgar Bjarkadóttur í Lágafellskirkju 17. nóvember 2019

Góðan daginn, gaman að sjá ykkur í hér Lágfellskirkju á þessum fallega degi Þegar ég var beðin um að halda þessa ræðu, fór ég að velta því fyrir mér hvaða orð úr Biblíunni höfðu haft mest áhrif á mig. Upp í hugann kom endurminning frá fermingarfræðslu minni. Ég sat við gluggann hér í Lágafellskirkju og presturinn las upp úr Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna, hinu svokallaða kærleiksbréfi: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, Hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. [...]

2018-12-05T11:25:27+00:00

Prédikun Sigurðar Hreiðars í Mosfellskirkju 25. nóvember 2018

Fyrir 70 árum var haldinn formlegur stofnfundur Kirkjukórs Lágafellssóknar þess er enn starfar. Hann er hinn þriðji í röðinni með þetta heiti. Kannski finnst einhverjum kyndugt að við séum nú hér á Mosfelli að tala um Lágafellssókn, en við skulum þá minnast þess að á árunum 1888 til 1965 var aðeins ein kirkja í allri Mosfellssveit. Hún stóð á Lágafelli. Var reist þar 1888 og vígð í febrúar 1889 og þar með sameinaðar þær tvær sóknir sem verið höfðu í Mosfellssveit frá siðaskiptum á Íslandi, sem gjarnan eru miðuð við ártalið 1550, fyrir 468 árum. Þessar tvær sóknir voru Mosfellssókn [...]

2015-01-02T10:50:01+00:00

Prédikun sr. Ragnheiðar Jónsdóttur á jóladag 2014

Bæn: Ljúk upp hjarta þínu og tak Á móti blessun jólanna: Megi Kristur fæðast sem trú í hjarta þér. Megi Kristur fæðast sem von í hjarta þér. Megi Kristur fæðast sem kærleikur í hjarta þér. Náð sé með ykkur og friður frá okkar Guði og Jesú Kristi. Amen Gleðilega jólahátíð! Nú getum við hallað okkur aftur í öllum makindunum, látið okkur líða vel og notið þess sem er. Samverunnar með fólkinu okkar, einverunnar með okkur sjálfum, útiverunnar með hundi og hesti og því sem á vegi okkar verður. Búið er að afhjúpa öll leyndarmálin sem lágu undir jólatrénu og spennu [...]

2015-01-02T10:47:16+00:00

Prédikun sr. Ragnheiðar Jónsdóttur á aðfangadag

Náð sé með ykkur og friður frá Guði okkar og Drottni Jesú Kristi. Amen Fegurð, fegurð..... Hvílík fegurð! Um hádegisbil birtist mér myndin hægt, hljótt stígur hún fram úr rökkrinu. Allt er hvítt, þakið snjó ósnertanlegt, heilt, hreint. Eins og undrið sanna kallar á mig og fyllir. Mig setur hljóða. Hvílík fegurð! Það er eins og það séu jól Það eru jól! Heilög jól! Já, það eru jól! ̶ Jólin eru komin. Þau kvikna í hjörtum okkar þegar við heyrum upphafsorð Guðspjallamannsins lesin í kirkjunni klukkan einhverjar mínútur yfir sex á þessu kvöldi. Nú gerist eitthvað innra með okkur. Kunnugleg [...]

2013-04-11T12:15:10+00:00

Teista í hreiðri – Prédikun sr. Gunnars Kristjánssonar 6. nóvember 2011

Í nýútkominni ævisögu Þórhalls Bjarnarsonar sem var biskup Íslands fyrir einni öld er rifjuð upp bernskuminning sem hlýtur að kalla fram einhverjar svipaðar reynslusögur með lesendum. Þórhallur ólst upp í Laufási við Eyjafjörð og þar gerðist atvikið sem sagan segir frá þegar hann var 12 ára. Hann hafði það verk með höndum á vorin að vaka yfir túninu á nóttinni og verja það fyrir búfénu. Þá er það eina nóttina sem eftirfarandi atvik gerist og hann lýsir svo:   „Hvítasunnunótt eina - ég var þá á að giska 12 ára - var ég að vanda í góðu veðri að klifra [...]

2013-04-11T12:11:20+00:00

Prédikun Arndísar Linn á Páskadagsmorgni, 24. apríl 2011

Við skulum biðja: Góði Guð, Opna augu okkar fyrir sannleika þínum, Opna augu okkar fyrir vilja þínum. Opna hjörtu okkar fyrir kærleika þínum, Opna hjörtu okkar fyrir gleði þinni Opna hendur okkar til verka þinna, Opna hendur okkar hvert fyrir öðru. Amen (Margareta Malin)   Náð sé með ykkur og friður frá Guði og Jesú Kristi, amen. Raddir vorsins eru rétt að byrja að hljóma í kringum okkur. Sólin hækkar á lofti og boðar nýja tíma. En þessi umbreyting frá vetri til sumars gengur ekki átakalaust fyrir sig. Vetur konungur er ekki tilbúinn til að gefa eftir og hefur gert [...]

2017-03-17T21:42:28+00:00

Prédikun sr. Ragnheiðar Jónsdóttur á jóladag 2010

, virstu, góði Guð, þann frið, sem gleðin heims ei jafnast við, í allra sálir senda, og loks á himni lát oss fá að lifa jólagleði þá, sem tekur aldrei enda. Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni okkar Jesú Kristi. Amen „Hversu yndislegir eru á fjöllum fætur fagnaðarboðans sem friðinn kunngjörir...“ Á þessum orðum hefst einn af ritningalestrum dagsins í dag – jóladags. Fyrir hugskotssjónum manns vaknar mynd af fögrum fótleggjum, sólbrúnum, stæltum og sterkum, sem bera mann eins og hann svífi létt yfir fjöll og heiðar í fögru umhverfi í hlýju landi fyrir botni [...]

2013-04-11T12:03:43+00:00

Prédikun sr. Ragnheiðar Jónsdóttur 24.desember 2010

Að jötu þinni, Jesús Hér kem ég með tómar hendur, En hjarta mitt vill þakka þér, Að þú ert til mín sendur.   Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi. Amen Kirkjuklukkurnar hafa hljómað um borg og þorp, til sjávar og sveita, allt um kring í landinu okkar, kallað okkur til kirkju til að fagna heilagri jólahátíð – klukkurnar hafa hringt jólin inn. Guðspjallið er lesið í guðsþjónustunni og snertir við strengi sálarinnar á sama guðdómlega hátt og á síðustu jólum,  á jólunum þar á undan og á jólum bernskunnar og samt er [...]

2013-04-11T11:58:31+00:00

Hugvekja Jóns Kalman á aðventukvöldi 5. desember 2010

Ágætu áheyrendur, góða fólk – eða get ég gengið út frá því að þið séuð góð, að við séum góð? Er það ekki of djarft, jafnvel glórulaus bjartsýni? Því ef maður horfir snöggvast yfir mannkynssöguna, blaðar í bókum um sagnfræði, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að maðurinn sé grimm vera, og miskunnarlítil. Óhæfuverk mannsins eru fleiri en stjörnur himinsins, og þær eru margar. Grimmd hans virðist einfaldlega engin takmörk sett. Hvort sem horft er til fortíðar eða nútíðar. Og við, sem einstaklingar, manneskjur, við sem hópur, sem þjóð, virðumst ekki hafa það afl í okkur sem þarf til [...]

2013-04-11T11:55:09+00:00

Prédikun sr. Ragnheiðar Jónsdóttur 22.september 2010

Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi. Amen Síðustu daga hefur mér auðnast að ganga upp í eitt af fellunum hér í Mosfellssveit til berja, eins og væntanlega fleirum bæjarbúum. Lyngið er blátt og svart af berjum og ylur sólar vermir svo ilm og blómangan berst að vitum manns frá fallegu beitilyngi og öðrum gróði. Með bakið bogið og endann upp í loftið er gott að finna yl sólar leika um sig. Maður er rifinn burtu úr erli og önnum dagsins, er eitt með náttúrunni og gleymir öllu í kringum sig um stund. [...]