Leiga á veislusal safnaðarheimilisins á 3. hæð:

Salurinn tekur 60-70 manns

Safnaðarheimili Lágafellssóknar er leigt út til funda- og veisluhalda. Salurinn tekur u.þ.b. 70 manns í sæti og hentar vel fyrir ýmiskonar fundarhöld og veislur, s.s. skírnar- og afmælisveislur.

Við leigu á sal ber leigutaka að tryggja að svæði fyrir þá sem vilja halda tveggja metra reglunni sé til staðar. Fjöldi þeirra sem þurfa meira rými er breytilegur og þekkir leigutaki sinn hóp best. Heildarfjöldi þeirra sem geta verið í salnum ber að vera í samræmi við þann fjölda sem kýs að halda tveggja metra fjarlægð.

Ásthildur S. Haraldsdóttir hefur umsjón með sal safnaðarins á 3. hæð í Þverholti 3.

Pöntun á sal eða fyrirspurnir eru sendar á Ásthildi S. Haraldsdóttur í netfangið asthsollilja@gmail.com eða í síma 863 6696.

Verðskrár vegna leigu á veislusal safnaðarheimilisins

  1. Staðfestingargjald er greitt strax, 10.000 kr. inná bankareikning 315-26-848 kt. Lágafellssóknar 710169-3229. Senda staðfestingu greiðslu í tölvupósti asthsollilja@gmail.com
  2. Eftirstöðvar salarins 34.000 kr. er greiddur upp viku fyrir notkun á sama reikning. Senda staðfestingu greiðslu í tölvupósti asthsollilja@gmail.com
  3. Eftir notkun salar er greidd þjónusta og þrif eftir tíma og fjölda gesta, ef fjöldinn fer yfir 50 þarf tvo starfsmenn. Verð per. klst er 4.500 kr.
  4. Reikningur sendur á leigutaka í tölvupósti og krafa stofnuð í heimabanka fyrir eftirstöðvum.

Í nóvember 2020 fékk safnaðarsalurinn og eldhúsið endurnýjun lífdaga. Kominn var tími til að fjárfesta í nýjum borðum og stólum. Einnig var eldhúsið endurnýjað og fjárfest í nýjum borðbúnaði fyrir komandi útleigur. Sjá myndir en fleiri myndir eru væntanlegar fyrir mismunandi uppstillingar á salnum.