Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar                                                                06.09.2011
Mættir:Runólfur, Jón Þórður, Vallý, Herdís, Karl, Gylfi, Svanhildur, Ólína, Páll, Skírnir, Ragnheiður og Hreiðar
.
Fundur settur   
Runólfur setti fundinn kl. 17:08 og bauð fundarmenn velkomna til fundarins. Að því loknu var gengið til dagskrár.
Ritningarlestur – bæn
Sr. Ragnheiður las 23. Davíðssálm og að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn.
Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar (30.05.2011) var samþykkt.
Safnaðarstarfið
Sr. Ragnheiður og sr. Skírnir fóru yfir stöðu mála í safnaðarstarfinu. Barna- og æskulýðsstarfið er að byrja. Fermingarstarfið byrjar í næstu viku. Þau áttu góðan fund með skólastjórnendum Varmár og Lágafellsskóla. Fundu þau fyrir miklum velvilja í garð kirkjunnar frá þeim. Kynning á starfinu er í gangi í skólunum.
Svanhildur ítrekaði mikilvægi barna- og æskulýðsstarfsins.
Rekstur
            Vatnstjón á Lágafellskirkju
            Um mitt sumar kom vatnsleki við wc í forkirkju. Tjónið er um kr. 500.000.-
            Ákveðið var að setja upp rakavara í kirkjunum og tengja það öryggiskerfi             Securitas.
            Sinubrunavarnir við kirkjugarðinn að Lágafelli.
Vegna hættu á sinubruna á óslegnu túni (eign verktaka) við kirkjugarðinn verður slegið við hlið garðsins nú í haust í samvinnu við ábúandann að Lágafelli.
Starfsmannamál
            Ráðning organista
Alls bárust 4 umsóknir um stöðu organista.Umsóknaraðilar voru: Arnhildur Valgarðsdóttir, Gísli Þór Gunnarsson, Judith Pamela Þorbergsson og Teresa Barbara Zuchowicz. Vinnuhópur vegna þessara umsókna þau Jón Þórður , Valgerður og Ragnheiður fór yfir umsóknirnar og gerði það að tillögu sinni að ráðin yrði Arnhildur Valgarðsdóttir. Formaður samþykkti þessa tillögu með fyrirvara um samþykki þessa sóknarnefndarfundar. Sóknarnefnd samþykkti þessa ráðningu.
            Endurgerð samnings við Arndísi Linn
Erindi hefur borist frá Arndísi Linn um endurskoðun á samningi sínum við kirkjuna. Erindið er bókað og sett í vinnslu.
            Fundartímar sóknarnefndar til áramóta
                                   6. sept kl. 17:00
                                   4. okt kl. 17:00
                                   1. nóv kl. 17:00
                                   6. des kl. 17:00
                                   Samverustund á aðventu sóknarnefndar og starfsfólks 1. des kl. 18:00
            Skipan í nefndir
Byggingarnefnd vegna nýrrar kirkju.
Formanni og varaformanni falið að finna út hverjir vilji vera áfram og finna nýja nefndarmenn sem hafa áhuga á verkefninu auk þess að vera með faglega kunnáttu sem kann að nýtast í starfinu framundan.
                        Kynningar og fjáröflunarnefnd
Gylfi Dalmann hefur tekið að sér formennsku fyrir Kynningar og fjáröflunarnefndar. Að öðru leyti var ekki skipað í þessa nefnd að sinni. Rætt var um að skipta upp nefndinni. Í Kynningarnefnd annars vegar og fjárölunarnefnd hinsvegar. Því að kynningarstarf þarf að hefjast sem fyrst þar sem útgáfu safnaðarbréfs hefur verið hætt.
 
                        Stefnumótunarnefnd:         
Runólfur Smári hefur tekið að sér formennsku fyrir þessari nefnd. Að öðru leyti var ekki skipað í þessa nefnd að sinni
 
Orgelnefnd.
Í þá nefnd kemur Arnhildur Valgarðsdóttir í stað Jónasar Þórirs.
            Önnur mál
                        Korpa
Erindi hefur borist frá Power talk deildinni Korpu um aðstöðu til fundarhalda í safnaðarheimilinu eins og undanfarin ár. Sóknarnefnd samþykkti það með sömu fyrirvörum og áður.
Djáknavigsla – kynning
Sr. Ragnheiður kynnti fyrir hugaða djáknavígslu vegna nýs djákna í Lágafellsskóla. Lágafellsskóli hefur sent köllunarbréf til biskups og óskað eftir vígslu á Rut Guðríði Magnúsdóttur sem djákna við Lágafellsskóla. Sr. Ragnheiður hefur fyrir hönd Mosfellsprestakalls einnig sent köllunarbréf til biskups vegna Rutar.
„ Köllunarbréf
Vegna: Væntanlegrar djáknavígslu Rutar Guðríðar Magnúsdóttur.
Fyrir hönd Mosfellsprestakalls, Lágafellssóknar köllum við með gleði Rut Guðríði Magnúsdóttur, Klapparhlíð 2, 270 Mosfellsbæ, til samstarfs og tengingar við söfnuð Lágafellssóknar, sem djákna við Lágafellsskóla.
Við óskum henn, Lágafellsskóla og Þjóðkirkjunni til hamingju með unninn áfanga og Guðs blessunar
Virðingarfyllst
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur“
                        Gjafir (Hilmar – Jónas – Sigurður Hreiðar)
Gjafirnar hand Hilmari og Jónasi eru tilbúnar og munu þær verða afhentar í safnaðarheimilinu 2. Október að aflokinni guðsþjónustu í Lágafellskirkju. Einnig verður Sigurði Hreiðari þakkað allt utanumhald með safnaðarbréfi safnaðarins til fjölda ára.
                        Fundur með bæjarstjóra
Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi með fulltrúum sóknarnefndar til að ræða kirkjubyggingarmál. Ákveðið var að Runólfur og Jón Þórður færu á þennan fund ásamt Ragnheiði og Hreiðari Erni.
Ekki fleira gert
Fundargerð
Hreiðar Örn / Jón þórður

Guðmundur Karl Einarsson

6. september 2011 18:45

Deildu með vinum þínum