Fundargerðir

Þú ert hér: :/Fundargerðir

Sóknarnefndarfundur 10.05.2010


 1. Fundur settur
Formaður setti fundinn klukkan 17:04
 1. Orð og bæn
Sr. Ragnheiður las úr bréfi Páls til Efesusmanna. Eftir lesturinn leiddi hún fundarmenn í bæn.
Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, 6einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.7Sérhvert okkar þáði af Kristi sína náðargjöf. 8Því segir ritningin: „Hann steig upp til hæða, hertók fanga og gaf mönnunum gjafir.“ 9En „steig upp“, hvað merkir það annað en að hann hefur einnig stigið niður í undirdjúp jarðarinnar? 10Sá sem steig niður er og sá sem upp sté, upp yfir alla himna til þess að fullna allt.11Og frá honum er sú gjöf komin að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. 12Þeir eiga að fullkomna hin heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,13þangað til við verðum öll einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar. Ef. 6 – 13
 1. Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Sjá fylgsjk 1
 
 1. Aðalsafnaðarfundur 12. maí næstkomandi
Björn Björgvinsson, endurskoðandi kom og fór yfir reikninga kirkju og kirkjugarðs síðastsliðið starfsár. Sjá einnig fylgskj 2.
  1. Reikningar
Eftir yfirferð Björns voru reikningarnir undirritaðir.
  1. Fundarstjórn / fundarritun
Fundarstjóri verður Jón Þórður og fundarritun annast Hreiðar Örn
 1. Safnaðarstarfið
Ragnheiður fór yfir safnaðarstarfið. Krílasöngsnámskeiðið tókst vel og höfum við sótt um styrk til prófastsdæmisins um styrk vegna þess. Kynningarbæklingur vegna fermingarstarfs næsta vetrar hefur verið sent út til fermingarbarna og forráðamanna þeirra (fylgiskj 4). Sérstök kvölsguðsþjónusta verður næstkomandi sunnudagskvöld þar sem skráning hefst í fermingarstarfið. Kyrrðardagur verður í Mosfellskirkju næstkomandi laugardag í Mosfellskirkju. Í lágafellskirkju verður vorhátíð barnastarfsins.
Búið er að skipuleggja sumarið og er guðsþjónusta hvern helgan dag. Guðmundur Ómar mun sjá um orgelleik í sumar.Foreldramorgnar verða […]

By |2013-02-08T18:42:02+00:0010. maí 2010 18:41|Categories: Fundargerðir|Slökkt á athugasemdum við Sóknarnefndarfundur 10.05.2010

Sóknarnefndarfundur 02.02.2010

Mætt: Skírnir, Svanhildur, Vallý, Herdís, Kristján, Ragnheiður, Hilmar, Karl,  Arndís og Hreiðar.

1. Fundur settur af formanni Hilmari Sigurðssyni kl. 17:17

2. Orð og bæn. Sr. Ragnheiður las úr fyrra Korintubréfi. Að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn.

16Vitið þið eigi að þið eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í ykkur? 17Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum því að musteri Guðs er heilagt og þið eruð það musteri. 18Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur ykkar þykist vitur í þessum heimi verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur. 19Því að speki þessa heims er heimska í augum Guðs

3. Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar og síðasta framkvæmdanefndarfundar voru samþ.

4. Safnaðarstarfið
Safnaðarstarfið er komið vel í gang eftir jólafrí. Ekki eru miklar breytingar á því. Þó má geta þess að ferð fermingarbarna í Vatnaskóg var til fyrirmyndar og hvatti sóknarprestur til að sami háttur yrði á komandi vetri. Fermingarbörn ársins eru rétt undir 130 og munu fermingarathafnir vera 10 að þessu vori og þar af 2 í Mosfellskirkju. Nokkrar fermingar verða síðan seinna í vor og sumar.. Í vor verða send út bréf til tilvonandi fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Þar verður fyrirkomulag fermingarstarfs næsta vetur kynnt og fólki gefinn kostur á að skrá barn sitt til fræðslu. Sr. Ragnheiður fór yfir alla þá starfsemi sem er í gangi hjá okkur.
Arndís Linn kynnti fyrir sóknarnefnd verkefnið „Krílasöngur“. Góður rómur var gerður að því og samþykkti sóknarnefnd að greiða fyrir þetta námskeið/verkefni. Skoðað verður einnig um styrk vegna þessa frá Kjalarnessprófastsdæmi.

5. Safnaðarblað
Safnaðarblaðið er í vinnslu og verður með sama sniði og undanfarin ár.

6. Mosfellskirkja 45 ára
Í apríl verður Mosfellskirkja 45 ára. Afmælisdagurinn lendir á páskadag. Ákveðið að halda upp á afmæli kirkjunnar seinna á árinu.

7. Rekstur / Starfsmannamál

a. Verkframkvæmdir
Gangstígur frá Mosfellskirkju að bílaplani […]

By |2013-06-13T11:47:08+00:002. febrúar 2010 18:40|Categories: Fundargerðir|Slökkt á athugasemdum við Sóknarnefndarfundur 02.02.2010

Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar 2. september 2009

Mætt: Hilmar, Kristján, Ragnheiður, Skírnir, Karl, Kjartan, Valgerður, Sigríður, Jónas, Arndís, Gylfi Dalmann og Hreiðar.

 1. Fundur settur

Formaður setti fundinn og bauð alla velkomna

 1. Orð og bæn. Sr. Ragnheiður las útr 12 kafla Matteusarguðspjalls. Að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn.

Af ávextinum þekkist tréð

Annaðhvort er tréð gott og ávöxturinn góður eða tréð vont og ávöxturinn vondur. Því af ávextinum þekkist tréð. Þér nöðrukyn, hvernig getið þér, sem eruð vond, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. En ég segi yður: Á dómsdegi munu menn verða að svara fyrir hvert ónytjuorð sem þeir mæla. Því af orðum þínum muntu sýknaður og af orðum þínum muntu sakfelldur verða.“

[…]

By |2013-06-13T11:49:20+00:002. september 2009 18:38|Categories: Fundargerðir|Slökkt á athugasemdum við Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar 2. september 2009