Sóknarnefndarfundur Lágafellssóknar       10.05.2011

Mættir: Hilmar, Jón Þórður,  Herdís, Svanhildur, Vallý, Karl, Ragnheiður og Hreiðar. Gestur á fundinum var Runólfur Smári
.
1. Fundur settur af formanni kl. 17:15 og fól Jóni Þórði, starfandi varaformann stjórnina á fundinum.

2. Kristján Sigurbjarnarson, minning
Kistjáns var minnst með þögn
3. Orð og bæn
Sr. Ragnheiður las úr    1. Kor 13 kafla
Þá fáið þið sönnun fyrir því að Kristur tali í mér eins og þið krefjist. Hann sýnir ykkur ekki linkind heldur er hann máttugur á meðal ykkar. 4Hann var krossfestur af því að hann var veikur en Guð er máttugur og lætur hann lifa. Og einnig ég er veikur eins og hann en Guð veitir mér kraft og ég mun lifa með Kristi.

‘I framhaldi af lestri leiddi hún fundarmenn í bæn

4. Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar – 21.10.2010
Fundargerðin var samþykkt af  sóknarnefnd

5. Aðalsafnaðarfundur 25. maí næstkomandi / miðvikudagskvöld kl. 20:00

a. Reikningar
Reikningar safnaðarins samþykktir.

b. Fundarstjórn / fundarritun
Fundarstjórn: Karl E. Loftsson  Fundarritun: Hreiðar Örn

c. Tillögur til stjórnarkjörs:
Formaður og varaformaður kynntu tillögur sínar sem eru:

2009-2011  SÓKNARNEFND –  Núverandi
Aðalmenn

Nafn.                                                     Kosinn til
Hilmar Sigurðsson, form                    2011
Kristján Sigurbjarnarson, varaform  2011
Jón Þ. Jónsson     2011
Valgerður Magnúsdóttir   2011
Svanhildur Þorkelssdóttir, gjaldk  2013
Karl E. Loftsson, ritari   2013
Herdís Gunnlaugsdóttir   2013

SÓKNARNEFND – Varamenn
Elín Rósa Finnbogadóttir   2011
Kjartan Þór Reinholdsson   2011
Þórdís Sigurðardóttir    2011
María Hákonardóttir    2011
Helga Hinriksdóttir    2013
Hólmfríður Arnalds    2013
Páll Ásmundsson    2013
Drög að tillögu
2011-2013  SÓKNARNEFND –
Aðalmenn
Runólfur Smári Steinþórsson, 2015  Nýr inn
Jón Þ. Jónsson   2015  Endurkjör
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 2015  Nýr inn/ Fulltrúi í                  stefnumotunarnefnd
Valgerður Magnúsdóttir   2015  Endurkjör
Svanhildur Þorkelssdóttir, gjaldk  2013
Karl E. Loftsson, ritari   2013
Herdís Gunnlaugsdóttir   2013

Varamenn
Elín Rósa Finnbogadóttir   2015  Endurkjör
Kjartan Þór Reinholdsson   2015  Endurkjör
Þórdís Sigurðardóttir    2015  Endurkjör
Ólína Margeirsdóttir   2015  Ný inn
Páll Ásmundsson    2013
Helga Hinriksdóttir    2013
Hólmfríður Arnalds    2013

Tillaga þessi var samþykkt samhljóða.
6. Safnaðarstarfið
Ragnheiður fór í stuttu máli yfir starfið. Nánari kynning / skýrsla verður flutt á aðalsafnaðarfundinum. Framundan er útvarpsmessa næstkomandi sunnudag klukkan 11:00. Hestamessa að Mosfelli 29. maí næstkomandi. Þar mun Benedikt ???  Leikari flytur hugvekju dagsins.

Safnaðarbréf
Samþykkt að leita til Mosfellings um samstarf.

7. Starfsmannamál
a. Staða organista
Samningur Arnhildar verður framlengdur til haustsins. Hreiðar ræðir við hana um þetta fyrirkomulag. Staðan verður auglýst á næstu dögum og umsóknarfrestur verði til 15. júní. Fundarmenn lýstu yfir mikilli gleði yfir vinnu Arnhildar á þessu starfsári.

b. Samstarfsmál
Prestar safnaðarins eru ásamt prófast að fara yfir samstarfssamning þeirra.
Varðandi almennt samráð væri gott að fá utanaðkomandi aðila til að fara yfir starfsandann og fleira með starfsfólki og prestum.

8. Önnur mál
Svanhildur óskaði að við héldum áfram því öfluga barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar okkar. Mikið væri talað um gott starf hjá okkur.

Senda samþykktar fundargerðir til allra aðal- og varamanna í sóknarnefnd.
Jón Þórður þakkaði Runólfi Smára fyrir að hafa komið á fundinn og að hann hafi verið viljugur inn í sóknarnefndina og þá sem tilvonandi formaður. Runólfur þakkaði fyrir það að fengið að koma á fundinn.

Jón Þórður sleit fundi kl. 18:54
Og að fara euros

Fundargerð ritaði:
HÖZS

Guðmundur Karl Einarsson

10. maí 2011 18:44

Deildu með vinum þínum