Dagskrá
Fundarsetning
Varaformaður sóknarnefndar Kristján Sigurbjarnarson setti fundinn kl. 20:10 vegna raddleysis formanns.
- Ritningarlestur og bæn
Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur las úr Efesus 4. Kafla
15Við eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið, Kristur. 16Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.
Að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn.
- Kosning fundarstjóra og ritara
Stungið var upp á Jóni Þórði Jónssyni sem fundarstjóra og Hreiðar Erni sem fundarritara.
Sú tillaga var samþykkt með lófaklappi.
- Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra
Hreiðar Örn las skýrslu stjórnar
Skipan stjórnar:
Sóknarnefnd síðasta starfsárs var skipuð eftirtöldum aðilum:
Aðalmenn: Hilmar Sigurðsson, Kristján Sigurbjarnarson, Svanhildur Þorkelsdóttir, Herdís Gunnlaugsdóttir, Karl E Loftsson. Jón Þórður Jónsson og Valgerður Magnúsdóttir. Varamenn: Helga Hinriksdóttir, Hólmfríður Arnalds, María Hákonardóttir og Kjartan Þór Reinholdsson, Elín Rósa Finnbogadóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Páll Ásmundsson,
Stjórnin skipti með sér verkum á eftirfarandi hátt: Formaður Hilmar Sigurðsson, varaformaður Kristján Sigurbjarnarson , ritari Karl E Loftsson, gjaldkeri Svanhildur Þorkelsdóttir , safnaðarfulltrúi Valgerður Magnúsdóttir ig varasafnaðarfulltrúi Jón Þórður Jónsson.
Í framkvæmdanefnd voru: Formaður sóknarnefndar, varaformaður , gjaldkeri, sóknarprestur og framkvæmdastjóri safnaðarins.
Aðrar starfsnefndir eru: Byggingarnefnd nýrrar kirkju, fjáröflunarnefnd og kynningarnefnd, nefnd um stefnumótun og orgelnefnd.
Verkefni nýrrar stjórnar er að endurnýja umboð nefnda og endurskoða erindisbréf þeirra.
Fundarhöld:
Sóknarnefnd hélt fundi eftir því sem verkefni gáfu tilefni til svo og framkvæmdanefnd. Mest mun þó hafa mætt á byggingarnefnd, og gerir Kristján frekari grein fyrir þeim málaflokki hér á eftir í sérstökum dagskrárlið.
Rétt er þó undir þessum dagskrárlið að gera sérstaka grein fyrir bréfaskriftum sem forsvarsmenn sóknarnefndar áttu við bæjarstjórn Mosfellsbæja, og með leyfi fundarstjóra ætla ég að lesa fyrir fundinum bréf sem skrifað var þann 22. mars sl.sem varpar ljósi á umræður um byggingu nýrrar kirkju.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar,
Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar
Kjarna Mosfellsbæ.
Mosfellsbæ 22. mars 2010.
Bréf þetta varðar afstöðu sóknarnefndar Lágafellssóknar um byggingu og staðsetningu nýrrar kirkju í Mosfellsbæ. Með vísan til erindis bæjarstjóra til Lágafellssóknar varðandi byggingu nýrrar kirkju í Mosfellsbæ og staðsetningu hennar innan deiliskipulags miðbæjar Mosfellsbæjar, viljum við með bréfi þessu lýsa afstöðu okkar um framtíðar staðsetningu byggingarinnar og þeim undirbúningi sem átt hefur sér stað og leitt hefur til þeirrar niðurstöðu, sem öllum er mál þetta varðar, er kunnugt um.
Mikilli vinnu og fjármunum hefur verið varið á undanförnum misserum og árum í undirbúning að byggingu nýrrar kirkju í Mosfellsbæ, vinna þessi hefur staðið nú í hart nær 11 ár. Á árinu 2004 sendi stjórn Lágafellssóknar erindi til Mosfellsbæjar þar sem óskað var eftir formlegu samstarfi sóknarnefndar og bæjaryfirvalda um kirkjubyggingu.
Erindi þessu var svarða þann 6. maí 2004. í svari bæjarfélagsins segir orðrétt:
„ Á 663. Fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 5. Maí 2004 var tekið fyrir erindi yðar varðandi ósk um formlegt samstarf sóknarnefndar og bæjaryfirvalda vegna áforma um kirkjubyggingu.
Bæjarráð fól bæjarstjóra og formanni skipulags- og byggingarnefndar að fara í viðræður við sóknarnefnd um erindi bréfsins .“
Á þessum fundum voru m.a. málefni kirkjubyggingar rædd og með hvaða hætti mætti t.d. samnýta safnaðarheimili og kirkju í Mosfellsbæ, bæjarfélagi og söfnuði til heilla. Í beinu framhaldi af þessum viðræðum var framkvæmdastjóra og formanni safnaðarnefndar falið að sækja formleg um byggingarlóð undir kirkjubyggingu í miðbæ Mosfellsbæjar, nánar tiltekið á lóð við Háholt. Bréf þessa efnis var sent bæjarstjórn þann 27. júní 2006. Allt frá þessum tímamótum hefur það verið ásetningur og vilji sóknarnefndar að kirkjan yrði byggð þar.
Að framgangi þessa hefur verið unnið sleitulaust síðan og til þess að innsigla þessa vinnu og allan undirbúning var undirrituð viljayfirlýsing milli Lágafellssóknar og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 25. júní 2008. Í yfirlýsingu þessari eru rakin ítarlega forsendur og markmið samningsaðila, er lúta að samleið um byggingu kirkju, safnaðarheimils og menningarhúss í miðbæ Mosfellsbæjar.
Við undirbúningsvinnu að miðbæjarskipulagi Mosfellsbæjar og í framhaldi af því sem áður er ritað hér að ofan var sóknarnefnd boðið að leggja sitt mat á 3 lóðir sem til greina gætu komið um lóð undir kirkjubyggingu:
1. Lóð sem bæjarleikhús nú stendur á, þrengt hefur verið mikið að þeirri lóð og er það mat sóknarnefndar að sú lóð henti ekki sem byggingarlóð undir nýja kirkju.
2. Önnur hugmynd var lóð sem nú hefur verið ákveðið að byggja framhaldsskóla á,
3. Og svo lóð sú sem hefur orðið fyrir valinu við Háholt.
Sóknarnefnd fékk til liðs við sig nokkra valinkunna arkitekta til þess að aðstoða við val og mat á þeim kostum sem í boði voru. Niðurstaða var sú sem nú er uppi í skipulagi við Háholt, eins og áður er greint frá.
Í áður nefndri viljayfirlýsingu milli Lágafellssóknar og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 25. Júní 2008,
eru ákvæði sem kveða á undir fyrirsögninni : „ Markmið málsaðila.“ Að halda skuli samkeppni um hönnun húsnæðisins. Þann 2. sept. 2008 var Arkitektafélagi Íslands sent bréf þar sem þeim var falið af Mosfellsbæ og Lágafellssókn að annast um framkvæmd fyrirhugaðrar samkeppni um byggingar á lóðinni við Háholt í samræmi við útboðsgögn.
Þátttaka í samkeppninni var mjög góð og alls bárust 32 tillögur. Dómnefnd lauk störfum sínum og skilaði áliti þann 25. júní 2008. Dómnefnd ásamt ráðgjöfum dómnefndar var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka í meiri og minnihluta stjórnar Mosfellsbæjar, ásamt fulltrúum sóknarnefndar Lágafellssóknar og fulltrúum frá AÍ. Niðurstaða dómnefndar var einhuga.
Sóknarnefndir starfa samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar sem eru lög nr. 78 frá 26. maí 1997. Og sérstökum starfsreglum nr. 732 frá árinu 1998 um sóknarnefndir.
Kirkjuráð fer með framkvæmdavald í málefnum þjóðkirkjunnar, um störf kirkjuráðs gilda auk þess lög nr. 35. Frá 9. maí 1970 Lög um Kristnisjóð. Kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju hefur á hendi umsjá
Jöfnunarsjóð sókna og ber á honum ábyrgð. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er m.a. það af veita styrki til nýbygginga kirkna. Eftir sem áður getur engin kirkjusókn ráðist í framkvæmdir við nýbyggingu án þess að kirkjuráð samþykki fyrir sitt leyti þá kostnaðaráætlun sem lagt er upp með í framkvæmdum.
Því er það nauðsynja mál fyrir Lágafellssókn að lokið verði við deiliskipulag á lóð þeirri við Háholt sem ætluð er undir kirkjubygginguna og úthluti henni í þeim tilgangi.
Nú liggur fyrir útreikningur á áætluðum framkvæmdakostnaði eins og hann liggur fyrir þar til ný og betri verður gerð, þegar byggingarnefndarteikningar liggja fyrir. Útreikningurinn er gerður af verkfræðistofunni Verkís.
Áætlun þessa ásamt staðfestingu á deiliskipulagi og byggingarlóð eru þær loka upplýsingar sem Lágafellssókn, ásamt með prófasti og sóknarpresti munu leggja fyrir kirkjuráð með það markmið í huga að Lágafellssókn verði veittur framkvæmdastyrkur í samræmi við það sem venja hefur skapast um í verklagsreglum kirkjuráðs er varðar nýbyggingar kirkna.
Samkvæmt því sem að framan er ritað má öllum vera ljóst, hver vilji og stefna sóknarnefndar Lágafellssóknar er í máli þessu, um það að kirkju verði valin staður við Háholt, eins og öll vinna á undanförnum misserum hefur stefnt að, því vekur það undrun okkar að enn skuli vera uppi ágreiningur um staðsetningu nýrrar kirkjubyggingar í miðbæ Mosfellsbæjar. Í okkar huga er staðsetning kirkjunnar ákveðin og ekki komi til greina að fara að hrófla við þeirri ákvörðun og fara aftur á byrjunarreit. Verkefnið er komið á framkvæmdastig og það mun kosta bæjarfélagið og sóknina stórfé, vegna útlagðs kostnaðar okkar, að ætla að draga sig út úr því núna og byrja allt ferlið upp á nýtt.
Undirritaðir vænta þess að framkomnar upplýsingar megi verða til gagns þeim er málið varðar.
Virðingarfyllst.
Hilmar Sigurðsson. Kristján Sigurbjarnason. Hreiðar Örn Z Stefánsson.
Formaður Lágafellssóknar. Varaformaður Lágfellssóknar. Framkvæmdastjóri Lágafellssóknar
Formaður Byggingarnefndar.
Eins og bréfið ber með sér skýrir það hvernig mál hafa gengið fyrir sig frá því sú ákvörðun var tekin að hefja undirbúning að byggingu nýrrar kirkju hér í bænum.
Dómnefndarálit dómnefndar um hugmyndasamkeppni um kirkju og menningarhús lá fyrir í júní 2009,allar tillögur arkitekta í samkeppninni voru hengdar upp til sýnis í Kjarna og voru þar í 10 daga almenningi til sýnis. Fyrstu verðlaun í samkeppninni halut tillaga frá Arkitektur.is en fyrir þeim hópi fara Carlton Hlynur Keyser, Gunnlaugur Magnússon, Haraldur Örn Jónsson, Hjörtur Hannesson, Kristján Garðarsson, Magnea Harðardóttir og Michael Blikdal Eichsen.
Ég vil þakka dómnefnd og aðstoðarfólki dómnefndar öllu fyrir frábæra vinnu og sérstaklega vil ég þakka þeim aðilum sem unnu af hálfu okkar safnaðarstjórnar fyrir alla þeirra vinnu sem unnin var án endurgjalds af þeirra hálfu. Dómnefndarálit liggur fyrir á skrifstofu safnaðarins fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar.
Tveir fundir voru á árinu á vegum prófastsdæmisins, héraðsfundur og formannafundur, þessir fundir eru árvissir. Ennfremur átti sóknarnefnd fundi með fulltrúum kirkjuráðs, sem undirbúningsfund við framkvæmdir á nýrri kirkju.
Rekstur safnaðarins gekk vel á árinu og með nokkuð hefðbundnum hætti, niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2009 verður kynnt hér á eftir. Helstu framkvæmdir á árinu voru:
Mosfellskirkja:
Gangstígur frá bílaplani að kirkjudyrum endurgerður. Verktaki: Sólgarðar / Guðmundur Ágúst Magnússon.
Aðaltafla rafmagns lagfærð og sett upp samkvæmt stöðlum eftir úttekt frá Frumherja.
Verktaki: Hreggviður Daníelsson, rafverktaki
Kross framan á Mosfellskirkju endurgerður: Umsjón/verktaki: Vélsmiðjan Sveinn, Mosfellsbæ.
Lágafellskirkja:
Viðgerð á þaki og turni fyrir Málun. Verktaki ÁG verktakar
Heilmálun á útveggjum Lágafellskirkju. Verktaki: Litalínan
Safnaðarheimili:
Barborð fjarlægt úr andyri – flöturinn flísalagður. Verktaki: ÁG verktakar.
Á árinu kom út sérstakt safnaðarbréf í tilefni 120 ára afmælis Lágafellskirkju, bréf þetta er einstök heimild um sögu kirkjunnar, ég vil sérstaklega færa höfundum hennar þeim Birgi D. Sveinssyni og Sigurði Hreiðari Hreiðarssyni kærar þakkir fyrir þetta.
Sr. Ragnheiður , sóknarprestur mun hér á eftir gera frekari grein fyrir safnaðarstarfinu hér á eftir undir sérstökum dagskrárlið.
Svo munu þar vera gerð sérstök grein fyrir störfum annarra í forsvari safnaðarstarfsins.
Að svo mæltu vil ég ljúka máli mínu um skýrslu stjórnar með því að færa öllum meðstjórnendum mínum bestu þakkir fyrir gott samstarf, svo og vil ég þakka öllu okkar góða starfsfólki þeirra störf í þágu safnaðarins á s.l. starfsári.
Hilmar Sigurðsson
- Kirkjubyggingarmál – Skýrsla kirkjubyggingarnefndar
Kristján Sigurbjarnarson, flutti skýrslu kirkjubyggingarnefndar
Byggingarnefnd er þannig skipuð: Kristján Sigurbjarnarson, formaður, Birgir D. Sveinsson, Jón Þórður Jónsson, Jónas Þórir Jónasson, Karl E. Loftsson, Már Karlsson,
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Svanhildur Þorkelsdóttir
Frá síðasta Aðal Safnaðarfundi hefur það helst borið til tíðinda, að í júní 2009 lágu fyrir niðurstöður í hugmyndasamkeppni um byggingu Kirkju og Menningarhúss í Mosfellsbæ, en dómnefnd lauk störfum í byrjun júní 2009. Alls bárust þrjátíu og tvær tillögur, sem var vonum framar.
Í dómnefndinni voru:
Haraldur Sverrisson, formaður, fulltrúi Mosfellsbæjar
Hanna Bjartmars Arnardóttir, fulltrúi Mosfellsbæjar
Hilmar Sigurðsson, fulltrúi Sóknarnefndar
Ólafur Sigurðsson, fulltrúi Arkitektafélagsins
Ögmundur Skarphéðinsson, fulltrúi Arkitektafélagsins
Dómnefnd var einhuga í úrskurði sínum og niðurstaðan var sú að tillaga Arkitektur.is varð í fyrsta sæti, tillaga ASK arkitekta í öðru sæti og þriðja sætinu deildu tillögur Arkþings ehf