Mættir: Runólfur, Jón Þórður, Svanhildur, Karl, Valgerður, Helga, Ólína, Páll, Gylfi, Ragnheiður, Skírnir og Hreiðar
1.       Fundur settur
Formaður setti fundinn kl. 17:07
2.       Ritningarlestur – bæn
Ragnheiður las úr bréfi Páls til þessalóníkumanna. Að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn
3.       Fundargerð síðasta fundar frá 6.12.2011 
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.
4.       Safnaðarstarfið
Safnaðarstarfið er komið af stað eftir jólafrí. Góð messusókn hefur verið yfir hátíðarnar. Undirbúningsvinna er farin af stað vegna U2 messu sem verður í Lágafellsskóla þann 4. mars kl. 16:00. Tvennar kvöldguðsþjónustur verða á vorönn. Útvarpsguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 18. mars.
 
5.       safnaðarblaðið
Safnaðablaðið kom úr í byrjun janúar. Fundarmenn voru sáttir við uppsetningu á því.
6.       Rekstur
a.       Uppsetning tækja í safnaðarheimilinu
Tækin eru komin í hús og verða sett upp á næstu dögum. Sú vinna hefst í fyrramálið.
b.       Snjómokstur
Farið var almennt yfir snjóruðning við kirkjurnar og kirkjugarðanna ásamt hlutverki sveitarfélaga við snjóruðning við kirkjur og kirkjugarða samkvæmt lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Hreiðar sagði frá fundi hans með forstöðumanni áhaldahúss um sama mál og nauðsyn þess að vera vakandi yfir mokstri sem og sanddreifingu þegar hált er.
7.       Fjárhagsáætlun – drög
Farið var yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. Tekið fyrir nánar á næsta fundi.
8.       Visitasía prófasts
Ragnheiður kynnti fyrirhugaða vísitasíu prófasts sem áætluð er 28 febrúar næstkomandi. Fundargerð síðustu heimsóknar verður send til sóknarnefndarfólks .
9.       Önnur mál
Páll spurði um andann í kirkjunni vegna fyrirhugaðs biskupskjörs. Um málið spunnust líflegar umræður.
Ekki fleira gert
HÖZS

Guðmundur Karl Einarsson

11. janúar 2012 18:49

Deildu með vinum þínum