Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju – breytt staðsetning

Guðsþjónusta næsta sunnudags, 17. febrúar verður að þessu sinni í Mosfellskirkju þó ekki sé síðasti sunnudagur mánaðarins. Ástæðan er sú að þann 24. febrúar á Lágafellskirkja 130 afmæli og til stendur að fanga þar!. Guðsþjónustan þann 17. febrúar verður kl: 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Meðhjálpari er Hildur Backman.

By |2019-02-12T12:30:11+00:0013. febrúar 2019 09:19|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju – breytt staðsetning

Heilunarguðsþjónusta í kærleiksviku

Í tengslum við kærleiksviku í 11 – 17. febrúar í Mosfellsbæ verður heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:00. Heilunarguðsþjónustur hafa verið haldnar í kirkjunni í nokkur ár undir yfirskriftinni , Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér. Vigdís Steinþórsdóttir leiðir hóp heilara og er hún einn af skipuleggjendum kærleiksvikunnar. Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona og Þórður Sigurðarson organisti sjá um hugljúfa og nærandi tónlist. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og Hildur Backman er meðhjálpari. Í guðsþjónustunni leggjum við hvort annað og okkur sjálf í hendur Guðs með tilbeiðslu, handayfirlagningu, söng og smurningu. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |2019-02-12T12:10:42+00:0012. febrúar 2019 12:10|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Heilunarguðsþjónusta í kærleiksviku

Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju 10. febrúar

Kvöldguðsþjónusta kl.20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Rut Magnúsdóttir, djákni aðstoðar. Kirkjukór Lágafellskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Kirkjuvörður Kolfinna Rut Schjetne.
Velkomin
Sunnudagaskóli kl.13 undir stjórn Berglindar og Þórðar. Komið fagnandi!

By |2019-02-07T13:00:43+00:007. febrúar 2019 13:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju 10. febrúar

Fermingardagar vorsins 2020 hafa verið settir niður í Lágafellssókn

Þá höfum við í Lágafellssókn sett niður fermingardaga fyrir þarnæsta vor, vorið 2020 og eru það börn sem fædd eru 2006 sem fermast það árið. Skráning fermingarbarna hefst eins og undanfarin ár í sérstakri skráningarguðsþjónustu sem verður 5. maí 2019 í Lágafellsskóla.Fermingarfræðslan hefst svo um miðjan september og fá foreldrar skráðra barna upplýsingar um það. Við skráningu er ákveðinn dagur og í 99% tilfella er hægt að ganga út frá því vísu að sú dagsetning standist. Ekki verður þó tekið við skráningum fyrr en 5. maí. Dagsetningarnar er líka að finna hér.

Fermingardagsetningar 2020

22. mars 2020
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13:30

29. mars 2020
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13:30

5. apríl 2020 – Pálmasunnudagur 
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13:30

9. apríl 2020 – Skírdagur
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 13:30

19. apríl 2020
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30

31. maí 2020 – Hvítasunnudagur
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00

By |2019-02-07T12:00:05+00:007. febrúar 2019 11:53|Categories: Fermingarfréttir, Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingardagar vorsins 2020 hafa verið settir niður í Lágafellssókn

,,Efast þú?“ Er yfirskrif prédikunnar í Lágafellskirkju 3. febrúar

Guðsþjónusta verður í Lágafelllskirkju sunnudaginn 3. febrúar kl. 11.00. Sunnudagurinn er bænadagur að vetri í þjóðkirkjunni og yfirskrift prédikunarinnar er ,,Efast þú?“. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Kirkjuvörður er Hildur Backman.

Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón hafa Sigurður Óskar og Þórður.

By |2019-01-31T11:53:05+00:0030. janúar 2019 12:53|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ,,Efast þú?“ Er yfirskrif prédikunnar í Lágafellskirkju 3. febrúar

Námskeið í sjálfseflingu og sjálfsöryggi fyrir 10 til 12 ára stelpur

Lágafellsókn býður nú einnig námskeið í sjálfseflingu og sjálfsöryggi fyrir 10-12 ára stelpur.

Á námskeiðinu verða kenndar leiðir til að efla sjálfsmynd, unnið verður með tilfinningagreind og æfðar verða aðferðir sem stuðla að bættri líðan, sjálfsöryggi og hamingju. Námskeiðið fer fram á þriðjudögum kl. 17:00 í fjögur skipti í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Verð aðeins 4.000 kr

Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 12.febrúar Kl.17:00.
Kennari á námskeiðinu er Rut G. Magnúsdóttir, kennari og djákni.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið

By |2019-01-29T14:11:23+00:0029. janúar 2019 14:11|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Námskeið í sjálfseflingu og sjálfsöryggi fyrir 10 til 12 ára stelpur

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Guðsþjónusta er í Mosfellskirkju sunnudaginn 27. janúar kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarssonar organista.  Meðhjálpari er Hildur Backman.

By |2019-01-24T13:16:22+00:0024. janúar 2019 13:16|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Góð aðsókn að nýju námskeiði fyrir tíu til tólf ára (TTT)

Nýtt námskeið fyrir börn 10 til 12 ára hófst hjá Lágafellskirkju í síðustu viku. Framundan er frábært dagskrá hjá þessum hópi, svo sem blöðruleikir, hárgreiðslufundur, afmæli, karamelluspurningarkeppni að ógleymdri ferð á æskulýðsmót í Vatnaskóg. TTT námskeiðið er á fimmtudögum milli 17 og 18 á annarri hæð í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3.  Við viljum benda áhugasömum börnum á að ef þau hafi misst af fyrsta fundi er sjálfsagt að mæta á þann næsta í vikunni, fimmtudaginn 24. janúar.

Með því að smella á þessa línu má sjá dagskrá starfsins í heildina. 

By |2019-01-23T16:08:05+00:0023. janúar 2019 16:08|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Góð aðsókn að nýju námskeiði fyrir tíu til tólf ára (TTT)

Fræðsla um tengslamyndun barn á Foreldramorgnum

Á foreldramorgnum næstkomandi fimmtudag, 24. janúar kemur Jórunn Edda Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni í Mosfellsbæ og fræðir hópinn um tengslamyndun barna. Kaffi og léttar veitingar, góð aðstaða fyrir barnavagna og börn til að leika sér. Foreldramorgnar eru á 2. hæð í Safnaðarheimilinu frá 10 – 12.

By |2019-01-22T14:38:07+00:0022. janúar 2019 14:38|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fræðsla um tengslamyndun barn á Foreldramorgnum