Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Aðventustund barnastarfsins

Aðventustund barnastarfsins verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 16. deseember kl. 11:00. Berglind, Þórður og sr. Ragnheiður sjá um stundina. Við ætlum að syngja saman jólalög, heyra um aðventukransinn og hlusta á jólasögu.

 

By |2018-12-13T13:49:05+00:0013. desember 2018 13:49|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðventustund barnastarfsins

Viltu koma og syngja jólasöngva? Söngstund á aðventu í Lágafellskirkju

Þá er komið nýjung hjá okkur í safnaðarstarfinu sem er söngstund á aðventunni í Lágafellskirkju. Við komum saman í Lágafellskirkju fimmtudaginn 13. desember kl:20:00 og syngjum saman uppáhalds aðventu og jólasöngvana og njótum þess að vera saman. Þetta er stund fyrir alla fjölskylduna. Þórður Sigurðarson organisti leiðir stundina.

By |2018-12-11T13:53:42+00:0011. desember 2018 13:45|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Viltu koma og syngja jólasöngva? Söngstund á aðventu í Lágafellskirkju

,,Gríptu daginn – í kyrrð“ Síðari Kyrrðarstund á aðventu í Mosfellskirkju

Eins og síðastliðin ár verða Kyrrðarstundir á aðventu í Mosfellskirkju. Á stundunum er lögð áhersla á Íhugun – kyrrð – og útiveru – Í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal. Kyrrðarstundinar verða Laugardagana 8.  og 15. desember  kl. 9-11

Við hefjum stundina í morgunrökkrinu með kristinni íhugun. Göngum síðan út í birtu dagsins og tökum stuttan göngutúr í dalnum. Heitt kakó í lok samveru.
Umsjón hafa prestar safnaðarins Ragnheiður og Arndís. Allir velkomnir. Skráning er á netfangið lagafellskirkja@lagafellskirkja.is eða í síma safnaðarheimilisins 5667113.

Upplýsingar um Kyrrðardagana má líka sjá hér á síðunni undir Kyrrðardagar

Lögð verður áhersla á kyrrðarbænina (Centering Prayer). Nánari upplýsingar um bænina er að finna á heimasíðunni www.kristinihugun.is

By |2018-12-11T14:05:29+00:0011. desember 2018 11:27|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ,,Gríptu daginn – í kyrrð“ Síðari Kyrrðarstund á aðventu í Mosfellskirkju

Sigga og skessan í jólaskapi í Lágafellskirkju

Sunnudaginn 9. desember kemur Stoppleikhópurinn með leikritið Sigga og Skessan í jólaskapi í Lágafellskirkju. Sýningin hefst kl. 13 svo gott er að vera mætt tímanlega.

By |2018-12-06T13:19:23+00:006. desember 2018 13:19|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sigga og skessan í jólaskapi í Lágafellskirkju

Aðventukvöld Lágafellssóknar 9. desember

Aðventukvöld Lágafellssóknar verður sunnudaginn 9. desember kl. 20:00. Ræðumaður kvöldsins verður Hilmar Gunnarsson Mosfellingur. Eins og að venju verður tónlistin allsráðandi. Fram koma: Einar Clausen og Kristín Lárusdóttir. Þá munu nemendur úr Tónlistaskóla Mosfellsbæjar flytja tónlist og Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organsti er Þórður Sigurðarson. Prestar safnaðarins, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Arndís Linn leiða helgihaldið. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman. Að athöfninni lokinn býður sóknarnefnd í kvöldkaffi í safnaðarheimilinu Þverholti 3. Verið öll hjartanlega velkomin í Lágafellskirkju.

By |2018-12-05T10:27:54+00:005. desember 2018 10:06|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðventukvöld Lágafellssóknar 9. desember

Sunnudagaskólinn í desember

Í desember verður sunnudagaskólinn með smá breytingum,

2. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu, þá ætlum við að kveikja á fyrsta kertinnu á aðventu kransinum. Syngja nokkur jólalög og heyra jólasögur t.d. um jólatré. Stundinn er klukkan 13:00 í Lágafellskirkju

9. desember munum við fá heimsókn frá Stoppleikhópnum. Þau munu sýna okkur leikritið Sigga og Skessan í jólaskapi. Sýningin hefst kl 13:00 svo gott að koma fyrr og fá góð sæti. Eins og alltaf í sunnudagaskólanum er frítt inn.

16. desember verður aðventustund barnanna, þar kveikjum við á þremur kertum á aðventukransinum, við ætlum að syngja jólalög og heyra jólasögu. Hver veit hvort að það komi kannski gestur í heimsókn? ATH Stundinn er kl 11:00 í Lágafellskirkju

24. desember Jólastund barnanna, hugljúf stund þar sem farið verður í jólaguðspjallið og sungin öll hátíðlegustu jólalögin. Stundin er kl. 13:00.

Hlakka til að sjá ykkur sem oftast í desember Bella Æskulýðsfulltrúi.

By |2018-11-28T16:23:17+00:0028. nóvember 2018 16:23|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn í desember

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu

Fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Kveikt verður á fyrsta kertinu í aðventukransinum, barn verður skírt og sungnir verða hugljúfir söngvar aðventunnar. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og prédikar. Meðhjálpari er Lilja Þorsteinsdóttir.

By |2018-11-27T15:38:00+00:0027. nóvember 2018 15:34|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu

Farskóli leiðtogaefna þjóðkirkjunnar í Lágafellskirkju

Farskóli leiðtogaefna þjóðkirkjunar kom í Lágafellskirkju og hélt þar eina kennslustund í seinustu viku. Skólinn er samstarfsverkefni ÆSKR, ÆSKK, ÆSKÞ og Biskupsstofu.
Farskólinn er haldinn í mismunandi kirkjum í hvert skipti sem að hann hittist og er er þessvegna kallaður farskóli. Frá Lágafellskirkju er einn nemandi, Petrína sem er ungleiðtogi í SOUND, við hlökkum mikið til að fá að starfa meira með henni í framtíðinni.
Farskólinn leggur áherslu á að kenna nemendum um hvernig á að bera sig í leiðtogahlutverkinu. Þar fá nemendur þjálfun í að koma fram fyrir framan hópa og tala, hvernig á að bregðast við upplýsingum frá þátttakendum og læra hina ýmsu leiki.
Í þessari kennslustund var farið yfir þekkingu þeirra á biblíunni og að það sé í lagi að segja ég veit það ekki og leita svo að svarinu eftirá.

Við þökkum Farskólanum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að fá þau aftur til okkar.

By |2018-11-22T10:54:33+00:0022. nóvember 2018 10:54|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Farskóli leiðtogaefna þjóðkirkjunnar í Lágafellskirkju

Friðar- og fyrirbænastundir í Lágafellskirkju

Alla mánudaga kemur hópur fólks saman í Lágafellskirkju á Friðar- og fyrirbænastundir. Hópurinn hittist nú í skrúðhúsi kirkjunnar kl. 16:30 alla mánudaga. Síðasti mánudagurinn fyrir jól verður mánudagurinn 10. desember en þá fer hópurinn í jólafrí. Fyrsta fyrirbænastundinn á nýju ári verður svo 7. janúar 2019. Allir eru velkomnir að taka þátt í stundunum.

By |2018-11-21T12:09:33+00:0021. nóvember 2018 12:09|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Friðar- og fyrirbænastundir í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Síðasta sunnudag í mánuði er guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Hún verður nú 25. nóvember kl. 11:00. Sigurður Hreiðar flytur ræðu og Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er HIldur Salvör Backman. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |2018-11-21T15:34:06+00:0020. nóvember 2018 13:46|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju