Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir

Helgihald á jóladag

  1. desember – Jóladagur

Kl. 14:00        Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar.

                        Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar.

                        Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og Rósborg Halldórsdóttir leikur á trompet

 

Kl. 16:00        Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju

                       Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar.

                        Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar.

                       Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og Rósborg Halldórsdóttir leikur á trompet

 

By |2019-12-19T13:52:05+00:0023. desember 2019 13:51|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald á jóladag

Helgihald á aðfangadag jóla

  1. desember – aðfangadagur jóla

Kl. 13:00        Jólaguðsþjónusta barnanna í Lágafellskirkju. Umsjón hafa: Sr. Arndís Linn, Berglind Hönnudóttir og Þórður Sigurðarson

 

Kl. 18:00        Aftansöngur í Lágafellskirkju  – Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Bergþóra Ægisdóttir syngur einsöng og  Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu.

 

Kl.  23:30       Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari.  Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu,

By |2019-12-19T13:50:36+00:0022. desember 2019 13:48|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald á aðfangadag jóla

Bæna- og Kyrrðarstund í Lágafellskirkju

Bæna- og Kyrrðarstund verður í Lágafellskirkju 22. desember kl. 11:00. Hugljúfir tónar í bland við ritningarlestur og kyrrð. Umsjón hafa sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og Þórður Sigurðarson organisti. Kærkomið tækifæri til að taka frí frá amstri aðventunnar og hvíla í nærveru Drottins.

By |2019-12-19T13:25:03+00:0019. desember 2019 13:25|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Bæna- og Kyrrðarstund í Lágafellskirkju

Litlu jól barnastarfsins í Lágafellskirkju 15. desember

Litlu jól barnastarfsins eru í Lágafellskirkju sunudaginn 15. desember kl. 11:00. Umsjón hafa Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, Berglind Hönnudóttir æskulýðsleiðtogi og Þórður Sigurðarson organisti.

By |2019-12-11T12:44:58+00:0011. desember 2019 12:44|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Litlu jól barnastarfsins í Lágafellskirkju 15. desember

Jólasamsöngur í Lágafellskirkju

Jólasamsöngur verður í Lágafellskirkju miðvikudaginn 11. desember frákl. 20 – 21.  Við bjóðum þér að slást í hópinn í kirkjunni og syngja með okkur öllum hinum jólasálma og -söngva.
Komdu fagnandi!

By |2019-12-10T19:07:52+00:0010. desember 2019 19:07|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólasamsöngur í Lágafellskirkju

Aðventukvöld Lágafellssóknar verður 8 desember kl. 20

Aðventukvöld Lágafellssóknar verður haldið sunnudaginn 8. desember næstkomandi kl 20:00. Ræðumaður kvöldsins er Einar Már Guðmundsson, skáld. Kveikt verður á aðventukransinum og kirkjukór Lágafellskirkju syngur fallega jólamúsík undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3.hæð. Allir hjartanlega velkomnir!

By |2019-12-03T14:16:34+00:003. desember 2019 14:14|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðventukvöld Lágafellssóknar verður 8 desember kl. 20

Kyrrðardagar á aðventu í Mosfellskirkju

Áralöng hefð er fyrir því hér í Lágafellssókn að haldnir séu stuttir kyrrðardagar á vorin, á haustdögum og fyrir jólahátíðina. Nú er komið að kyrrðardögum á aðventu og við komum saman til íhugunar, kyrrðar og útiveru í fallegu umhverfi og kirkju í Mosfellsdal. Eins og ávallt þessu sinni eru kyrrðardagarnir tveir, Laugardagana 7. desember og 14. desember  kl. 9:00 – 11:00

Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Undirstaða kyrrðardaganna er iðkun Kyrrðarbænar sem er einföld hugleiðslubæn úr arfi kirkjunnar. Umsjón með dögunum hafa Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Allir velkomnir – þátttaka ókeypis.

Upplýsingar og skráning er á Skrifstofu Lágafellssóknar 566 7113 og i gegnum netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

By |2019-12-03T10:51:03+00:003. desember 2019 10:49|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrrðardagar á aðventu í Mosfellskirkju

Fræðsla á Foreldramorgnum um nánd og samlífi para eftir barnsburð

Kynfræðingurinn Sigga Dögg kemur í heimsókn á Foreldramorgna í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 28. nóvember. Hún mun fjalla um nánd og samlífi para eftir barnsburð. Foreldramorgnar eru í safnaðarheimilinu Þverholti 3 á annarri hæð alla fimmtudaga milli 10 og 12. Verið hjartanlega velkomin

By |2019-11-26T15:34:38+00:0026. nóvember 2019 15:34|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fræðsla á Foreldramorgnum um nánd og samlífi para eftir barnsburð

Guðsþjónusta á fyrsta sunnudegi aðventu

Nýtt kirkjuár hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu. Af því tilefni verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju sunnudaginn 1. desember kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihald, Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar.

Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón Sigurður og Þórður.

By |2019-11-26T13:36:39+00:0026. nóvember 2019 13:36|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta á fyrsta sunnudegi aðventu