Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Velheppnuð skráningarguðsþjónusta í Lágafellsskóla

Þann 5. maí síðastliðinn var haldin velheppnuð skráningarguðsþjónusta í Lágafellsskóla fyrir börn sem hyggja á fermingu á vori komanda. Vel var mætt og fengum við unga og upprennandi söngkonu, Þórdísi Karlsdóttur til að syngja í athöfninni. Þar að auki leiddi kirkjukórinn safnaðarsöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Skráningin er nú vel á veg komin og er þegar fullbókað í tvær athafnir af 10. Fullbókað er í guðsþjónustu 22. mars kl. 10:30 og fyrri athöfnina á skírdag 9. apríl kl:10:30. Hægt er að skoða skráningardagana og finna skráningareyðublöð undir fermingar skráningarbæklingur 

 

 

By |2019-05-09T15:14:33+00:009. maí 2019 15:14|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Velheppnuð skráningarguðsþjónusta í Lágafellsskóla

Fermingum lokið og hefðbundið helgihald tekur við með guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Nú er fermingum að mestu lokið og við tekur almennt helgihald í kirkjum Lágafellssóknar. Næsta guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, sunnudaginn 12. maí kl.11.00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2019-05-08T13:45:37+00:008. maí 2019 13:45|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingum lokið og hefðbundið helgihald tekur við með guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Skráningarguðsþjónusta í LÁGAFELLSSKÓLA

Nú styttist í fermingarár barna sem fædd eru 2006. Af því tilefni kalla prestar og starfsfólk Lágafellssóknar öll verðandi fermingarbörn Lágafellssóknar sem fermd verða vorið 2020 og foreldra/forráðamenn þeirra til kvöldguðsþjónustu í Lágafellsskóla sunnudaginn 5. maí. Hefst athöfnin kl. 20:00. Í guðsþjónustunni hefst jafnframt skráning fyrir fermingarfræðslu og daga næsta vetrar. Með síðasta safnaðarblaði Lágafellssóknar fylgdi skráningarblað þar sem hægt var að velja dag fyrir fermingu og skrá þátttöku í fermingarfræðslunni.

Hægt er að nálgast skráningarbæklinginn með því að smella á þessa línu. 

 

By |2019-04-24T14:49:00+00:0029. apríl 2019 14:40|Categories: Fermingarfréttir, Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Skráningarguðsþjónusta í LÁGAFELLSSKÓLA

Sumarnámskeið í Lágafellskirkju

Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í byrjun sumars. Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu. Hver dagur byggist upp af rólegum leik, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.

Dagskrá yfir daginn

Rólegir morgnar.
Spil, föndur og spjall.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er tekin ein biblíusaga og unnið með hana.

Fjör/útivera
Ævintýraferð, íþróttir, danskennsla, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, leikir, rugldagur, gönguferð, hjólaferð, ævintýraferð og buslferð og margt fleira.

Umsjón með Námskeiðinu hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bella@lagafellskirkja.is

Smellið hér fyrir skráningu á námskeiðin.

By |2019-04-24T14:33:43+00:0024. apríl 2019 12:09|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sumarnámskeið í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju síðasta sunnudag í apríl

Þá er fermingum að mestu leyti lokið hjá okkur i Lágafellssókn og hefðbundið helgihald tekur við. Að venju verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju síðasta sunnudaginn í mánuðinum, 28. apríl kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir dyggri stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2019-04-23T16:01:49+00:0023. apríl 2019 16:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju síðasta sunnudag í apríl

Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju á páskadagmorgun

Kl. 8:00 á páskadagsmorgun, 21. apríl verður hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Með hjálpari er Lilja Þorsteinsdóttir. Að athöfninni lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum í  léttan morgunverð í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3 á þriðju hæð.

By |2019-04-17T13:02:22+00:0017. apríl 2019 13:02|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju á páskadagmorgun

19 börn fermast í Lágafellskirkju á Skírdag

Á Skírdag, 18. apríl kl. 10:30 fermast 19 börn í Lágafellskirkju. Að venju leiða báðir prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn athöfnina. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Jón Magnús Jónsson syngur einsöng. Meðhjálpari er Lilja Þorsteinsdóttir.

By |2019-04-17T11:06:47+00:0017. apríl 2019 11:06|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við 19 börn fermast í Lágafellskirkju á Skírdag

Stabat Mater – tónleikar á föstudaginn langa í Mosfellskirkju

Föstudagurinn langi er dagur íhugunar. Lágafellssókn býður á tónleika í Mosfellskirkju þann 19. apríl næstkomandi, Föstudaginn langa. Flutt verður Stabat Mater eftir Pergolesi, stórkostlegt barokk-stykki samið upprunalega fyrir sópran, alt og litla strengjasveit. Þórður Sigurðarson organisti Lágafellskirkju leikur á orgel, en með Þórði syngja þær Erla Dóra Vogler, mezzósópran og Lilja Guðmundsdóttir, sópran.

Aðgangur ókeypis.

By |2019-04-16T13:35:01+00:0016. apríl 2019 13:35|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Stabat Mater – tónleikar á föstudaginn langa í Mosfellskirkju

Fermingar í Lágafellskirkju 14. apríl og sunnudagaskóli í safnaðarheimili

Tvær fermingarguðsþjónustur verða í Lágafellskirkju sunnudaginn 14. apríl, sú fyrri kl. 10:30 og sú síðari kl.13:30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn þjóna í athöfnunum. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsson organista. Jón Magnús Jónsson syngur einsöng. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman. Í fyrri athöfninni fermast 14 börn og í þeirri síðari 12.

Sunudagaskólinn verður áfram í Safnaðarheimilinu á 2. hæð kl.13 á sunnudag. Umsjón hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi

By |2019-04-10T10:30:52+00:0010. apríl 2019 10:30|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingar í Lágafellskirkju 14. apríl og sunnudagaskóli í safnaðarheimili