Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

,,Sterk í núinu“ Sjálfstyrking fyrir stelpur

Lágafellssókn býður nú sérsniðið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stelpur á aldrinum 15 – 17 ára.  Námskeiðið er haldið 5.nóvember – 3.desember í safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3 á 2.hæð.
Námskeiðið fer fram á mánudögum, kl. 19:30-20:45 í 5 skipti og verðið er 5.000.-  Í fyrsta tíma er tekin fyrir Sjálfsmynd, Líkamsmynd, Fyrirmyndir og Vinahópurinn. Annar tími fjallar um Tilfinningar,  Hugleiðslu, slökun og trú. Í þriðja tíma er rætt um Sjálfstraust,  Jákvæðni og Þakklæti. Fjórði tími fer í að velta fyrir sér  Hvernig hugsa ég vel um sjálfan mig ? , Ánægjau í lífinu og Samskipti. Að lokum er tekin fyrir Framsögn
hugað að þægindarammanum, framtíðarplönum, áætlunum og markmiðum.  Skráning fer fram með því að senda fullt nafn og fæðingarár þess sem sækir námskeiðið auk kennitölu og nafns greiðanda.  á netfangið rut@lagafellsskoli.is. Þar má einnig fá nánari upplýsingar.

By | 2018-10-19T10:34:27+00:00 19. október 2018 10:34|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ,,Sterk í núinu“ Sjálfstyrking fyrir stelpur

Þriðji Kynningarfundur 12 sporastarfsins vinir í bata

Í vetur, veturinn 2018 – 2019 verður eins og undanfarið boðið uppá andlegt ferðalg í anda Tólf sporanna í Mosfellsbæ. Sporin eru unnin eftir kerfi þar sem tekist er á við óuppgerðar tilfinningar. Flestum okkar hættir til að dragnast með slíkt í gegnum lífið með tilheyrandi þjáningum og ójanfvægi. Ekki er horft á fíkn sérstaklega. 3. Kynningarfundur verður FIMMTUDAGINN 18. október  2018 kl. 19:00 og í framhaldi verður 1 kynningarfundir næsta fimmtudaga á eftir. Eftir það er hópunum lokað en það er eðlis þess starfs að það er unnið í lokuðum hópum þar sem trúnaður myndast til að takast á við óuppgerðar tilfinningar. Fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu á fimmtudögum.  Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér á síðu kirkjunnar: https://www.lagafellskirkja.is/fullordnir/12-spor-andlegt-ferdalag/

Hægt er að finna meiri upplýsingar um samtökin vinir í bata á heimasíðu samtakanna: www.viniribata.is

By | 2018-10-17T14:11:21+00:00 17. október 2018 14:11|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þriðji Kynningarfundur 12 sporastarfsins vinir í bata

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju – ferming

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 21. október kl. 11:00. Í guðsþjónustunni verður drengur fermdur. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og leiðir helgihaldið. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 13. Umsjón hafa Berglind æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti.

By | 2018-10-17T10:33:56+00:00 17. október 2018 10:33|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju – ferming

Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju 14. október

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 14.október kl. 11. Léttir söngvar og sálmar, bíblíusögur og hugvekja.  sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir stundina og þjónar fyrir altari.Berglind Hönnudóttir, æskulýðsfulltrúi,  aðstoðar.  Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir okkur í söngnum og Þórður Sigurðarson, organisti, spilar undir. Hvetjum mömmur og pabba, afa og ömmur, frænkur og frændur að mæta með börnunum.

Sunnudagaskóli verður á sínum stað  kl. 13.  Umsjón hefur Berglind og Þórður

By | 2018-10-11T20:19:42+00:00 10. október 2018 21:24|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju 14. október

Fundir fyrir foreldra fermingarbarna 10. október

Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu verður í safnaðarheimilinu á 3.hæð miðvikudaginn 10. október. Á fundinum verða veittar ýmsar upplýsingar um fermingarfræðsluna, efni hennar og áherslur. Þá verður einnig gerð grein fyrir ferð fermingarbarnanna í Vatnaskóg sem stendur fyrir dyrum í lok mánaðarins.

Foreldrar barna í Varmárskóla mæti kl. 17:30  og  Lágafellsskóla mæti kl. 18:30.

By | 2018-10-09T16:59:30+00:00 9. október 2018 16:59|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fundir fyrir foreldra fermingarbarna 10. október

Prjónakaffi Lágafellssóknar

Nú er prjónakaffi Lágafellssóknar byrjað aftur. Prjónakaffi eru samverur sem öllum eru opnar og sameinar fólk krafta sína í saumaskap. Hópurinn hefur prjónað fyrir hjálparstofnun kirkjunnar og hefur Ístex verið þeim innan handar og gefið garn til að prjóna úr. Hópurinn kemur saman annaðhvert fimmtudagskvöld á 2. hæð safnaðarheimilisins að Þverholti 3. STundirnar hefjast kl. 19:30 og lýkur um 22:00. Næsta kaffi er fimmtudagskvöldið 4. október. Þá hittist hópurinn 18. október, 1., 15., og 29 nóvember. Afrakstur prjónakaffisins hefur verið afhentur hjálparstarfi kirkjunnar á aðventukvöldi Lágafellssóknar hvert ár. Öll þau sem áhuga hafa eru velkomin í prjónakaffi.

By | 2018-10-03T15:48:25+00:00 3. október 2018 15:48|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Prjónakaffi Lágafellssóknar

Unnsteinn Manuel syngur í kvöldmessu 7. október

Kvöldmessa verður í Lágafellskirkju sunnudagskvöldið 7. okótber kl. 20:00. Í messuna fáum við í heimsókn ungt fólk frá verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda. Þau heita  Douglas og Trudy og starfa fyrir samstarfsaðila hjálparstarfsins. Annar gestur verður er Unnsteinn Manuel sem syngur frumsamin lög í bland við dægurlaga perlur og íslensk þjóðlög. Þórður Sigurðarson organisti hefur umsjón með tónlistinni og Sr. Arndís Linn leiðir athöfnina.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón hafa Berglind æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti.

By | 2018-10-04T12:23:46+00:00 3. október 2018 13:04|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Unnsteinn Manuel syngur í kvöldmessu 7. október

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju, Mosfellsdal

Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju sunnudaginn 30. september kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Verið öll velkomin !

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13. Umsjón Berglind og Þórður.

By | 2018-09-26T20:01:19+00:00 26. september 2018 20:01|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju, Mosfellsdal

Tólf sporin hefjast í Mosfellsbæ 4. október – Kynntu þér málið!

Í vetur, veturinn 2018 – 2019 verður eins og undanfarið boðið uppá andlegt ferðalg í anda Tólf sporanna í Mosfellsbæ. Sporin eru unnin eftir kerfi þar sem tekist er á við óuppgerðar tilfinningar. Flestum okkar hættir til að dragnast með slíkt í gegnum lífið með tilheyrandi þjáningum og ójanfvægi. Ekki er horft á fíkn sérstaklega. Kynningarfundur verður FIMMTUDAGINN 4. október  2018 kl. 19:00 og í framhaldi verða opnir kynningarfundir næstu 3 fimmtudaga á eftir. Eftir það er hópunum lokað en það er eðlis þess starfs að það er unnið í lokuðum hópum þar sem trúnaður myndast til að takast á við óuppgerðar tilfinningar. Fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu á fimmtudögum.  Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér á síðu kirkjunnar: https://www.lagafellskirkja.is/fullordnir/12-spor-andlegt-ferdalag/

Hægt er að finna meiri upplýsingar um samtökin vinir í bata á heimasíðu samtakanna: www.viniribata.is

By | 2018-10-02T14:38:57+00:00 26. september 2018 16:15|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tólf sporin hefjast í Mosfellsbæ 4. október – Kynntu þér málið!

Sunnudagaskóli á sunnudag kl. 13:00

Í sunnudagaskólanum Í Lágafellskirkju næsta sunnudag kl. 13:00  ætlum við að heyra um eitt af kraftaverkunum sem að Jesús gerði. Við ætlum líka að syngja saman og ýmislegt skemmtilegt!  Límiðarnir verða á sínum stað og auðvitað hægt að fá þá límiða sem að þið gætuð hafa misst af. Sjáumst í Sunnudagaskólanum – Kveðja Bella og Þórður

By | 2018-09-14T14:39:50+00:00 14. september 2018 14:39|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskóli á sunnudag kl. 13:00