Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir

Aðventukvöld Lágafellssóknar verður 8 desember kl. 20

Aðventukvöld Lágafellssóknar verður haldið sunnudaginn 8. desember næstkomandi kl 20:00. Ræðumaður kvöldsins er Einar Már Guðmundsson, skáld. Kveikt verður á aðventukransinum og kirkjukór Lágafellskirkju syngur fallega jólamúsík undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3.hæð. Allir hjartanlega velkomnir!

By |2019-12-03T14:16:34+00:003. desember 2019 14:14|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðventukvöld Lágafellssóknar verður 8 desember kl. 20

Kyrrðardagar á aðventu í Mosfellskirkju

Áralöng hefð er fyrir því hér í Lágafellssókn að haldnir séu stuttir kyrrðardagar á vorin, á haustdögum og fyrir jólahátíðina. Nú er komið að kyrrðardögum á aðventu og við komum saman til íhugunar, kyrrðar og útiveru í fallegu umhverfi og kirkju í Mosfellsdal. Eins og ávallt þessu sinni eru kyrrðardagarnir tveir, Laugardagana 7. desember og 14. desember  kl. 9:00 – 11:00

Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Undirstaða kyrrðardaganna er iðkun Kyrrðarbænar sem er einföld hugleiðslubæn úr arfi kirkjunnar. Umsjón með dögunum hafa Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Allir velkomnir – þátttaka ókeypis.

Upplýsingar og skráning er á Skrifstofu Lágafellssóknar 566 7113 og i gegnum netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

By |2019-12-03T10:51:03+00:003. desember 2019 10:49|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrrðardagar á aðventu í Mosfellskirkju

Fræðsla á Foreldramorgnum um nánd og samlífi para eftir barnsburð

Kynfræðingurinn Sigga Dögg kemur í heimsókn á Foreldramorgna í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 28. nóvember. Hún mun fjalla um nánd og samlífi para eftir barnsburð. Foreldramorgnar eru í safnaðarheimilinu Þverholti 3 á annarri hæð alla fimmtudaga milli 10 og 12. Verið hjartanlega velkomin

By |2019-11-26T15:34:38+00:0026. nóvember 2019 15:34|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fræðsla á Foreldramorgnum um nánd og samlífi para eftir barnsburð

Guðsþjónusta á fyrsta sunnudegi aðventu

Nýtt kirkjuár hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu. Af því tilefni verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju sunnudaginn 1. desember kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihald, Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar.

Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón Sigurður og Þórður.

By |2019-11-26T13:36:39+00:0026. nóvember 2019 13:36|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta á fyrsta sunnudegi aðventu

Jólatónleikar í Lágafellskirkju mánudaginn 25. nóvember

Reg og Andreas er tvíeyki frá Danmörku sem ferðast um þessar mundir um kirkjur landsins með fádæma skemmtilegt jólaprógram þar sem þeir syngja og spila jólatónlist af mikilli snilld. Þeir hafa spilað í öllum Norðurlöndunum sem og Færeyjum og Kanada við mikinn fögnuð.

Þeir ætla að koma við í Lágafellskirkju þann 25. nóvember næstkomandi kl 20:00. Seldir verða miðar við innganginn. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Miðaverð aðeins 2.500kr

By |2019-11-24T12:39:54+00:0024. nóvember 2019 12:39|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólatónleikar í Lágafellskirkju mánudaginn 25. nóvember

Lágafellssókn auglýsir eftir 50 % stöðu rekstrarstjóra

Sóknarnefnd Lágafellssóknar auglýsir lausa 50% stöðu rekstrarstjóra.

Starfssvið:  Daglegur rekstur sóknarinnar eftir nánari lýsingu, þ.m.t. bókhald.
Kostur er að viðkomandi sé viðurkenndur bókari eða með reynslu í færslu bókhalds og launaútreiknings í DK. Einnig að viðkomandi þekki til safnaðarstarfs.

Vinnutími er frá mánudegi til föstudags kl. 9-13 auk mögulega tilfallandi starfa.  Í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf.

Nánari upplýsingar veita: Ida Hildur Fenger rekstrarstjóri Lágafellssóknar (ida@lagafellskirkja.is) og
Rafn Jónsson (rafn.jonsson@gmail.com) formaður sóknarnefndar

Umsóknarfrestur er til 29. nóvember og miðað við að viðkomandi hefji störf 1. desember eða eftir samkomulagi.

 

By |2019-11-22T11:33:53+00:0022. nóvember 2019 11:33|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Lágafellssókn auglýsir eftir 50 % stöðu rekstrarstjóra

Predikun Vilborgar Bjarkadóttur 17. nóvember 2019 í Lágafellskirkju

Góðan daginn, gaman að sjá ykkur í hér Lágfellskirkju á þessum fallega degi

Þegar ég var beðin um að halda þessa ræðu, fór ég að velta því fyrir mér hvaða orð úr Biblíunni höfðu haft mest áhrif á mig. Upp í hugann kom endurminning frá fermingarfræðslu minni. Ég sat við gluggann hér í Lágafellskirkju og presturinn las upp úr Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna, hinu svokallaða kærleiksbréfi:

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.

Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,

Hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Það var eitthvað ógleymanlegt við þessa stund, því ég varð yfir mig heilluð af lýsingunni á kærleikanum. Bréfið náði með tungumálinu einu að vekja kærleika og ég fann eitthvað hafði breyst innra með mér eftir lesturinn. Kærleikurinn lá ekki lengur í orðunum heldur fann ég hann seytla innra með mér.

Tilefni þessarar ræðu er að í gær var dagur íslenskar tungu og einnig afmælisdagur skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Á þessum degi vakna upp hjá mörgum spurningar um stöðu íslenskunnar. Spurningar eins og hversu lengi mun íslenskan sem er töluð af svona fáum lifa áfram? Íslenskan er menningararfur, hún hefur ekki eingöngu verið notuð af fólki í samtímanum, heldur einnig af fyrri kynslóðum. Sérhver kynslóð heldur áfram að bæta við og þróa tungumálið. Flest orðin sem við segjum eru ekki notuð í fyrsta skipti, þau voru jafnvel notuð fyrir mörgum öldum. Við bindumst fyrri kynslóðum þegar við notum gömul orð, en þróum einnig tungumálið með nýyrðum og nýjum nálgunum.

Það er vandasamt að smíða orð. Og Jónas Hallgrímsson var mikill frumkvöðull á því sviði. En það er einnig vandasamt […]

By |2019-11-20T13:55:32+00:0020. nóvember 2019 12:59|Categories: Fréttir, Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Predikun Vilborgar Bjarkadóttur 17. nóvember 2019 í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju sunnudaginn 24. nóvember kl. 11:00. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið. Verið öll velkomin.

Sunnudagaskóli er í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón hafa Sigurður, Petrína og Þórður.

By |2019-11-20T11:52:36+00:0020. nóvember 2019 11:52|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á degi íslenskrar tungu

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju á degi íslenskrar tungu 17. nóvember kl. 11:00. Vilborg Bjarkadóttir þjóðfræðingur og skáld verður ræðumaður dagsins og Vorboðarnir, kór eldriborgara í Mosfellsbæ syngja undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihaldið.

Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13. Umsjón Berglind og Þórður.

By |2019-11-07T14:18:41+00:0011. nóvember 2019 14:15|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á degi íslenskrar tungu

Leiðisljós í kirkjugörðum Lágafellssóknar

Í nóvember hefst undirbúningur við uppsetningu ljósakrossa á leiði í kirkjugörðunum. Sömu aðilar hafa séð um þessa þjónustu í mörg ár.  Til að auðvelda uppsetningu (vegna veðurs) mun fyrirtækið hefja undirbúning fyrr en áður. Ljósin verða svo tendruð  fyrsta sunnudag í aðventu eins og áður. Aðstandendur fá  sendar frekari upplýsingar og greiðsluseðla.

Allar nánari upplýsingar gefa:   Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma 899 2747 og í gegnum netfangið:leidisljos@gmail.com

By |2019-11-06T20:01:57+00:006. nóvember 2019 20:01|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Leiðisljós í kirkjugörðum Lágafellssóknar