Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir

Marta og María koma við sögu í prédikun í Mosfellskirkju

Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju sunnudaginn 24. september kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og prédikar út frá texta dagsins sem er um þær systur Mörtu og Maríu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Verið öll hjartanlega velkomin!

By | 2017-09-20T16:02:32+00:00 20. september 2017 16:02|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Marta og María koma við sögu í prédikun í Mosfellskirkju

Fyrirbænastundir á mánudögum í Lágafellskirkju

Fyrirbænastundir eru alla mánudaga í Lágafellskirkju kl. 17:30. Gengið inn í skrúðhúsinu. Þar kemur fólk saman og biður saman fyrir öllu því sem á hugann leitar. Í hópnum er einnig tekið við fyrirbænum og bænarefnum. Þú ert hjartanlega velkomin/n á fyrirbænastund í Lágafellskirkju. Í Jakobsbréfi 5:16 segir:”Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.” Það höfum við reynt á fyrirbænastundunum. Umsjón með fyrirbænastundunum hefur Þórdís Ásgeirsdóttir djákni. Nánari upplýsingar um fyrirbænastundir má fá hér á heimasíðu Lágafellssóknar. Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirbænir.

By | 2017-09-19T11:41:58+00:00 20. september 2017 11:36|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrirbænastundir á mánudögum í Lágafellskirkju

Kirkjukrakkar

Kirkjukrakkar

Barnastarf fyrir 1. og 2. bekk haustið 2017

 

Lágafellskirkja býður uppá Kirkjukrakka, kirkjustarf fyrir börn í 1. og 2. Bekk. Kirkjukrakkar eru í samvinnu við Frístundasel Lágafellsskóla á Höfðabergi og Varmárskóla. Ekki er nauðsynlegt að vera í Frístundaseli til að taka þátt og fer starfið fram í skólanum. Kirkjukrakkar eru einu sinni í viku á föstudögum frá 22. september til og með 8. desember.  Tímarnir eru sem hér segir:

 

Lágafellsskóli (Höfðaberg) frá kl. 13:20 til kl. 13:55  Varmárskóli  frá kl. 14:10 til kl. 14:45

 

Kirkjukrakkar er kristilegt starf fyrir börn í 1. og 2. bekk, þar fræðast þau um kristna trú og kærleika , syngja og leika sér.  Börnin læra bænir, heyra helstu sögur Biblíunnar og velta fyrir sér siðferðisboðskapnum sem í þeim býr. Engin greiðsla er tekin fyrir kirkjukrakka.

Umsjón með kirkjukrökkum í vetur hefur Guðjón Reynisson, æskulýðsleiðtogi.

Hægt er að skrá börnin í kirkjukrakka með því að senda tölvupóst á netfangið: hreidar@kirkjan.is  Taka þarf fram nafn, bekk og skóla barnsins.

By | 2017-09-19T15:08:42+00:00 19. september 2017 15:08|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kirkjukrakkar

12 spora starf hefst í byrjun október í Lágafellssókn

Viltu bæta lífsgæðin og lifa í núinu? Þá eru Tólf spor VINA Í BATA fyrir þig.                                           Um árabil hefur Lágafellssókn haldið úti 12 spora starfinu Vinir í Bata og svo verður einnig þennan veturinn. Fyrsti kynningarfundur verður í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 miðvikudagskvöldið 4. október kl. 18:30-20:30. Næstu þrjá miðvikudaga þar á eftir verða þrír opnir fundir. Allir velkomnir og ekki þarf að skrá sig. Nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu okkar með því að smella á línuna. 

By | 2017-09-19T11:32:34+00:00 19. september 2017 11:32|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við 12 spora starf hefst í byrjun október í Lágafellssókn

Sunnudagskóli alla sunnudaga í Lágafellskirkju

Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju alla sunnudaga kl. 13:00 yfir vetrartímann. Létt stund fyrir alla fjölskylduna þar syngjum við öll skemmtilegustu sunnudagaskólalögin. í vetur verða sýnd myndbrot með þeim Hafdísi og Klemma. Öll börn fá mynd með sér heime ftir hverja samveru. Umsjón með sunnudagaskólanum í vetur hafa þeir Hreiðar Örn og Þórður Organisti.

By | 2017-09-13T12:14:47+00:00 13. september 2017 12:14|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagskóli alla sunnudaga í Lágafellskirkju

,,Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér“ Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Heilunarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju föstudaginn 15. september kl. 20 í tengslum við Heimsljós. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, þjónar fyrir altari og leiðir heilunarguðsþjónustuna. Organisti er Þórður Sigurðarson og Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona leiðir söng og syngur einsöng. Í athöfninni verður söngur, bæn, handaryfirlagning og smurning. Vigdís Steinþórsdóttir leiðir hóp heilara sem koma sér fyrir á nokkrum stöðu í kirkjunni og leggja hendur yfir kirkjugesti og smyrja þau með blessaðri olíu í lokin. Verið öll velkomin !

 

By | 2017-09-13T12:07:17+00:00 13. september 2017 12:03|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ,,Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér“ Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta og Sunnudagaskóli næsta sunnudag

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju sunnudaginn 17. september kl. 11:00. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Fermingarbörn og foreldra þeirra boðin sérstaklega velkomin.
Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13:00. Söngur, sögur og skemmtilegheit fyrir yngri börnin. Umsjón Hreiðar Örn og Þórður.

By | 2017-09-12T14:41:21+00:00 12. september 2017 14:41|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta og Sunnudagaskóli næsta sunnudag

Skyndihjálp barna – Foreldramorgnar hefjast með trompi !

Foreldramorgnar hjá okkur hér í Lágafellskirkju byrja á fimmtudaginn , 14. september kl. 10:00 og verða í allan vetur á fimmdögum milli 10:00 og 12:00. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir djákni og kennari og Hildur og Lilja húsmæður safnaðarheimilisins.

Þann 14 kemur Guðmundur Ingi Rúnarsson í heimsókn og kennir réttu handbrögðin við skyndihjálp barna. Fræðsla á hasutönn verður meðan annars:

  • Fræðsla frá Heilsugæslunn um umönnun ungbarna.
  • Svefnvenjur barna – svefnráðgjafi kemur í heimsókn.
  • Ungbarnanudd – nuddari kemur og kennir réttu handtöin.

Þá verða farnar heimsóknir í nærumhverf  á bókasafnið og á  skiptifatamarkað Rauðakrossins.

By | 2017-09-12T14:34:33+00:00 12. september 2017 14:34|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Skyndihjálp barna – Foreldramorgnar hefjast með trompi !

Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Við byrjum hauststarfið í Lágafellssóknar með fjölskylduguðsþjónustu í Lágafellskirkju sunnudaginn 10. september kl. 11:00. Fjölskylduguðsþjónustan er með léttu yfirbragði og  miklum söng. Báðir prestar safnaðarins sr. Arndís Linn og sr. Kristín Pálsdóttir þjóna í guðsþjónustunni. Organistinn, Þórður Sigurðarson verður á píanóinu og stýrir söngnum okkar. Við hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra til að mæta í fjölskylduguðsþjónustuna og hefja þannig fermingarveturinn ! Verið öll hjartanlega velkomin  !

Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju kl. 13:oo. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Þórður organisti.

By | 2017-09-08T13:58:50+00:00 8. september 2017 13:40|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Námsleyfi sóknarprests – afleysing

þann 1. september síðastliðinn fór sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur í námsleyfi til 31. maí 2018.
Þennan tíma mun sr. Arndís Linn leysa hana af sem sóknarprestur. sr. Kristín Pálsdóttir mun leysa Arndísi af sem prestur safnarins. Kristín er ekki söfnuðinum ókunn, en hún leysti hér af um nokkurra mánaða skeið árin 2015-2016. Bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa

By | 2017-09-06T12:03:26+00:00 6. september 2017 12:03|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Námsleyfi sóknarprests – afleysing