Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Hefð er fyrir því hjá okkur í Lágafellssókn að hafa guðsþjónustu síðasta sunnudags hvers mánaðar í Mosfellskirkju. Í samræmi við þá hefð verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00. Þetta er jafnframt fyrsta guðsþjónustan sem kirkjukórinn tekur þátt í eftir sumarfrí. Organisti safnaðarins, Þórður Sigurðarson leiðir tónlistina og sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari.

By |2019-08-21T12:03:26+00:0021. ágúst 2019 12:03|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

GÓSS í Lágafellskirkju í túninu heima

Lágafellskirkja í samstarfi við bæjarhátíðina Í túninu heima bjóða til tónleika í Lágafellskirkju miðvikudaginn 28. ágúst kl 20:00. Hljómsveitin GÓSS kemur fram og syngur hugljúf lög af nýútkominni plötu sinni, Góssentíð sem var einmitt tekin upp í Lágafellskirkju á vormánuðum 2019.

Tónleikarnir eru styrktir af bæjarhàtíðinni og því er frítt inn á tónleikana. Hér er viðburðurinn á Facebook.

Hljómsveitin Góss er tríó, skipað þeim Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Óskari Guðmundssyni. Er nafn sveitarinnar einmitt sett saman úr fyrstu stöfunum í nöfnum meðlima.

Þau Sigríði Thorlacius og Sigurð Guðmundsson þarf vart að kynna en þau hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvurum þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti og fjölhæfasti bassaleikari landsins en hann hefur leikið með ótrúlegum fjölda hljómsveita, auk þess að vinna sem upptökustjóri fyrir fjölmörg verkefni.

Sveitin tengist sterkum fjölskyldu- og vináttuböndum en Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður, Sigríður og Guðmundur eru saman í Hjaltalín og öll þrjú hafa þau unnið saman í fjölmörgum mismunandi verkefnum. Það má því segja að það hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt þegar hljómsveitin GÓSS varð til sumarið 2017. Þá lét sveitin draum verða að veruleika og hélt í tónleikaferð um landið. Sveitin endurtók förina árið eftir og hefur jafnframt spilað við alls kyns tilefni um allt land.

Hvar sem sveitin hefur stigið á stokk hafa móttökurnar verið gríðarlega jákvæðar, og því fannst meðlimum sveitarinnar ekki annað hægt en að drífa sig í upptökuverið og reyna að fanga þann góða og ljúfa anda sem skapast hefur á tónleikum sveitarinnar.

By |2019-08-20T13:19:23+00:0020. ágúst 2019 13:11|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við GÓSS í Lágafellskirkju í túninu heima

Barn borið til skírnar í guðsþjónstu

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 18. ágúst kl. 11:00. Barn verður borið til skírnar. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og Þórður Sigurðarson organisti leiðir safnaðarsöng.

By |2019-08-13T13:56:31+00:0013. ágúst 2019 13:56|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Barn borið til skírnar í guðsþjónstu

Verslunarmannahelgin gengur í garð

Við hjá Lágafellssóknar óskum ykkur gleði og fagnaðar um verslunarmannahelgina sem nú er gegnin í garð. Um leið bendum við á að engar athafnir eða guðsþjónustur verða í kirkjum sóknarinnar þessa helgi.

By |2019-08-02T11:23:58+00:002. ágúst 2019 11:23|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Verslunarmannahelgin gengur í garð

Sumarnámskeið hjá Lágafellskirkju í ágúst

Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í ágúst. Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu. Hver dagur byggist upp af rólegum leik, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.

Námskeiðin verða 6.-9. Ágúst og 12-16 ágúst. 

Námskeiði verður frá 9-15 yfir daginn.

Dagskrá yfir daginn

Rólegir morgnar.
Spil, föndur og spjall.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er tekin ein biblíusaga og unnið með hana.

Fjör/útivera
Ævintýraferð, íþróttir, danskennsla, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, leikir, rugldagur, gönguferð, ævintýraferð og buslferð eru dæmi um dagskráliði sem hægt er að búast við yfir vikurnar.

Umsjón með Námskeiðinu hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi og Þórður Sigurðarson organista. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bella@lagafellskirkja.is

Smellið hér til að skrá barn á námskeiðin

By |2019-07-25T16:57:27+00:0025. júlí 2019 16:55|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sumarnámskeið hjá Lágafellskirkju í ágúst

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju 14. júlí

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 14. júlí kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og Þórður Sigurðarson leikur á orgel.

By |2019-06-07T13:15:26+00:008. júlí 2019 13:10|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju 14. júlí

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju 7. júlí

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 7. júlí kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihald og Þórður Sigurðarson leikur á orgel. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |2019-06-07T13:07:00+00:001. júlí 2019 13:02|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju 7. júlí