Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Ferming í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Í guðsþjónustu í Lágafellskirkju næstkomandi sunnudag, 24.  JÚNÍ kl. 11:00 verður Júlíus Jóhann fermdur. Félagar úr kirkjukór Lágafellssóknar syngja undir stjórn organistans Þórðar Sigurðarsonar. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir guðsþjónustuna. Allir eru velkomnir í kirkju. Athygli er vakin á að hefðbundin guðsþjónusta í Mosfellskirkju fellur niður.

By | 2018-06-22T17:23:14+00:00 22. júní 2018 17:23|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ferming í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Hátíðarguðsþjónusta á 17. júní

Hátíðarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, sunnudaginn 17. júní kl. 11:00. Dagbjört Brynjarsdóttir skáti sem um árabil hefur staðið heiðursvörð fyrir utan Lágafellskirkju á þessum degi kemur nú innfyrir og flytur hugvekju. Jóhannes Freyr Baldursson syngur einsöng og Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.  Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari.  Allir velkomnir.

By | 2018-06-17T09:56:52+00:00 12. júní 2018 12:42|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hátíðarguðsþjónusta á 17. júní

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, sunnudaginn 10. júní kl. 11:00. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir söng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr.  Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og þjónar fyrir altari.

By | 2018-06-07T13:08:59+00:00 7. júní 2018 13:08|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Ungbarnanudd á foreldramorgnum

Fimmtudaginn 31. maí verður síðasti hittingurinn á foreldramorguninn á þessum vetri. Hrönn Guðjónsdóttir kemur og kennir okkur réttu handttökin í ungbarnanuddi. Það er gott að koma með teppi og handklæði til að láta barnið liggja á. Verið hjartanlega velkomin !

By | 2018-05-30T10:03:38+00:00 30. maí 2018 10:03|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ungbarnanudd á foreldramorgnum

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á sjómannadag

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju á sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Verið öll hjartanlega velkomin.

By | 2018-05-29T14:55:55+00:00 29. maí 2018 14:55|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju á sjómannadag

Síðari Kyrrðardagur í Mosfellskirkju

Síðari Kyrrðarstundin á sumri undir yfirskriftinni “Gríptu daginn” –  í kyrrð verður í Mosfellskirkju laugardaginn  2. júní. Á þessum kyrrðarstundum er Kyrrðarbæn (Centering Prayer) iðkuð, gengið er í fallegu umhverfi Mosfellsdals og lýkur stundinni með samveru og altarisgöngu í kirkjunni.

Allir velkomnir – þátttaka ókeypis. Umsjón hefur Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Upplýsingar og skráning:  Í Safnaðarheimili Lágafellssóknar síma 5667113, á netfangið arndis.linn@lagafellskirkja.is eða hjá Arndís í síma 8668947

Nánari upplýsingar um kyrrðarbænina má finna hér á síðu sóknarinnar

By | 2018-05-29T12:18:14+00:00 29. maí 2018 12:18|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðari Kyrrðardagur í Mosfellskirkju

Síðasta íhugun vorsins í Lágafellskirkju

Kristin hugleiðsla / íhugun hefur verið stunduð og opin öllum á miðvikudögum í vetur í Lágafellskirkju milli 17:30 og 18:15. Nú verður síðasta stundin á næsta miðvikudag, 30 maí. Hlé verður gert á íhugunarstundunum í sumar en þær hefast aftur með haustinu og verða auglýstar sérstaklega þá.

By | 2018-05-26T20:08:39+00:00 26. maí 2018 20:08|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðasta íhugun vorsins í Lágafellskirkju

Árleg hestamannareið hestamannafélagsins Harðar til Mosfellskirkju

Sunnudaginn 27. maí er hin árlega hestamannareið hestamannafélagsins Harðar til Mosfellskirkju. Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju kl. 14:00.  Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni og hestakona prédikar.  Prestur er sr. Kristín Pálsdóttir. Karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttir. Organisti er Þórður Sigurðarson

By | 2018-05-24T10:02:21+00:00 24. maí 2018 09:45|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Árleg hestamannareið hestamannafélagsins Harðar til Mosfellskirkju

Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Heilunarguðsþjónusta undir yfirskriftinni ,,Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér“ verður í Lágafellskrikju miðvikudaginn 16. maí kl. 20. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, þjónar fyrir altari og leiðir heilunarguðsþjónustuna. Organisti er Þórður Sigurðarson og Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona leiðir söng og syngur einsöng. Í athöfninni verður söngur, bæn, handaryfirlagning og smurning. Vigdís Steinþórsdóttir leiðir hóp heilara sem koma sér fyrir á nokkrum stöðu í kirkjunni og leggja hendur yfir kirkjugesti og smyrja þau með blessaðri olíu í lokin. Verið öll velkomin !

By | 2018-05-16T19:13:51+00:00 16. maí 2018 19:13|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju