Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Breytingar á opnunatíma safnaðarheimlis Lágafellssóknar

Á fundi sóknarnefndar Lágafellssóknar 19. febrúar var tekin ákvörðun um breyttan opnunartíma í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Safnaðarheimilið verður framvegis lokað á mánudögum. Þriðjudaga til föstudaga verður safnaðarheimilið opið frá 9:00 til 13:00 yfir vetrartímann.

By |2019-02-21T20:23:28+00:0021. febrúar 2019 20:23|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Breytingar á opnunatíma safnaðarheimlis Lágafellssóknar

Fræðsla um svefnvenjur barna á foreldramorgnum

Fimmtudaginn 21. febrúar kemur Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í svefni ungbarna á foreldramorgna og verður með fræðslu um svefnvenjur ungar barna. Foreldramorgnar eru  haldnir í safnaðarheimilinu alla fimmtudaga milli 10 og 12. Þar er hætt á könnunni, léttar veitingar og frábær aðstað fyrir ungabörn bæði til að leika og sofa á svölunum okkar. Umsjón með foreldramorgnum hefur Rut G. Magnúsdóttir.

By |2019-02-20T17:01:48+00:0020. febrúar 2019 17:01|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fræðsla um svefnvenjur barna á foreldramorgnum

Kirkjan þín í Mosfellsbænum á 130 ára vígsluafmæli

Næstkomandi sunnudag, 24. febrúar kl. 11, höldum við upp á 130 ára afmæli Lágafellskirkju með guðsþjónustu í kirkjunni og bjóðum í kirkjukaffi að athöfn lokinni í Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls að Þverholti 3.

Frá þessum kristna helgistað verður að þessu tilefni horft til framtíðar. Hjá prédikara dagsins, Arnfríði Guðmundsdóttur, prófessor í guðfræði verða umhverfismál í öndvegi og framtíð okkar og komandi kynslóða. Diddú syngur ásamt kórnum okkar og Íris Torfadóttir og Selma Elísa Ólafsdóttir, spila á fiðlu. Prestar og djákni safnaðarins, sr.Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn Bernhardsdóttir og Rut G.Magnúsdóttir,  þjóna fyrir altari og Þórður Sigurðarson, organisti stjórnar söng og spilar undir. Komdu fagnandi með þínu fólki!

By |2019-02-19T14:07:36+00:0019. febrúar 2019 14:07|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kirkjan þín í Mosfellsbænum á 130 ára vígsluafmæli

Skemmtileg ferð æskulýðsfélagsins í Vatnaskóg

Síðastliðna helgi fór Æskulýðsfélagið Sound í skemmtilega ferð í vatnaskóg á febrúarmót ÆSKR. Á mótinu voru 140 manns úr ýmsum æskulýðsfélögum af stór höfuðborgarsvæðinu og nágreni. Á mótinu var boðið uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, til dæmis má taka spurningakeppni, leiki, spil, hoppukastala, heita potta ball, kvöldvökur og góðan frjálsan tíma til að kynnast hvort örðu og eiga gott samfélag. Erna Kristín áhrifavaldur og prestnemi var með fræðslu á mótinu um jákvæða líkamsímynd og mikilvægi hennar, einnig var efnið vel litað af kristnum boðskap og gildum. Við erum öll undursamleg sköpun Guðs, hvernig sem að við lítum út.

By |2019-02-19T13:35:24+00:0019. febrúar 2019 13:35|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Skemmtileg ferð æskulýðsfélagsins í Vatnaskóg

Safnaðarheimili Lágafellssóknar lokað mánudaginn 18. febrúar

Safnaðarheimili Lágafellssóknar verður lokað mánudaginn 18. febrúar vegna veikinda.

By |2019-02-15T16:53:23+00:0015. febrúar 2019 16:53|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Safnaðarheimili Lágafellssóknar lokað mánudaginn 18. febrúar

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju – breytt staðsetning

Guðsþjónusta næsta sunnudags, 17. febrúar verður að þessu sinni í Mosfellskirkju þó ekki sé síðasti sunnudagur mánaðarins. Ástæðan er sú að þann 24. febrúar á Lágafellskirkja 130 afmæli og til stendur að fanga þar!. Guðsþjónustan þann 17. febrúar verður kl: 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Meðhjálpari er Hildur Backman.

By |2019-02-12T12:30:11+00:0013. febrúar 2019 09:19|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju – breytt staðsetning

Heilunarguðsþjónusta í kærleiksviku

Í tengslum við kærleiksviku í 11 – 17. febrúar í Mosfellsbæ verður heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:00. Heilunarguðsþjónustur hafa verið haldnar í kirkjunni í nokkur ár undir yfirskriftinni , Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér. Vigdís Steinþórsdóttir leiðir hóp heilara og er hún einn af skipuleggjendum kærleiksvikunnar. Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona og Þórður Sigurðarson organisti sjá um hugljúfa og nærandi tónlist. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið og Hildur Backman er meðhjálpari. Í guðsþjónustunni leggjum við hvort annað og okkur sjálf í hendur Guðs með tilbeiðslu, handayfirlagningu, söng og smurningu. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |2019-02-12T12:10:42+00:0012. febrúar 2019 12:10|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Heilunarguðsþjónusta í kærleiksviku

Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju 10. febrúar

Kvöldguðsþjónusta kl.20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Rut Magnúsdóttir, djákni aðstoðar. Kirkjukór Lágafellskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Kirkjuvörður Kolfinna Rut Schjetne.
Velkomin
Sunnudagaskóli kl.13 undir stjórn Berglindar og Þórðar. Komið fagnandi!

By |2019-02-07T13:00:43+00:007. febrúar 2019 13:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju 10. febrúar

Fermingardagar vorsins 2020 hafa verið settir niður í Lágafellssókn

Þá höfum við í Lágafellssókn sett niður fermingardaga fyrir þarnæsta vor, vorið 2020 og eru það börn sem fædd eru 2006 sem fermast það árið. Skráning fermingarbarna hefst eins og undanfarin ár í sérstakri skráningarguðsþjónustu sem verður 5. maí 2019 í Lágafellsskóla.Fermingarfræðslan hefst svo um miðjan september og fá foreldrar skráðra barna upplýsingar um það. Við skráningu er ákveðinn dagur og í 99% tilfella er hægt að ganga út frá því vísu að sú dagsetning standist. Ekki verður þó tekið við skráningum fyrr en 5. maí. Dagsetningarnar er líka að finna hér.

Fermingardagsetningar 2020

22. mars 2020
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13:30

29. mars 2020
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13:30

5. apríl 2020 – Pálmasunnudagur 
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 13:30

9. apríl 2020 – Skírdagur
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30
Fermingarguðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 13:30

19. apríl 2020
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30

31. maí 2020 – Hvítasunnudagur
Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00

By |2019-02-07T12:00:05+00:007. febrúar 2019 11:53|Categories: Fermingarfréttir, Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingardagar vorsins 2020 hafa verið settir niður í Lágafellssókn