Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir

Passíusálmar í dymbilviku

Við höldum áfram með lestur passíusálma lestur í dymbilviku.

Það er okkur í Lágafellskirkju sönn ánægja að kynna fyrir ykkur samstarf okkar við Leikfélag Mosfellsbæjar.
Á hverjum degi fram að páskum munu leikarar úr leikfélaginu lesa fyrir okkur einn af passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Þriðji lesturinn kemur frá Ingvari og les hann sálm 47.
Við vonum að þið getið notið með okkur.

 

By |2020-04-08T17:22:54+00:008. apríl 2020 17:22|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Passíusálmar í dymbilviku

Passíusálmar í Dymbilviku

Nú eru hafnir dagar sem ganga undir mörgum nöfnum en oftast Bænadagar/dymbilvika.
Það er okkur í Lágafellskirkju sönn ánægja að kynna fyrir ykkur samstarf okkar við Leikfélag Mosfellsbæjar.
Á hverjum degi fram að páskum munu leikarar úr leikfélaginu lesa fyrir okkur einn af passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Annar lesturinn kemur frá Dóru Wild og les hún sálm 46.
Við vonum að þið getið notið með okkur.

 

By |2020-04-06T19:52:27+00:007. apríl 2020 17:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Passíusálmar í Dymbilviku

Helgihald um páska

Helgihaldi verður áfram streymt á vegum sóknarinnar yfir páskahátiðinar. Á föstudaginn langa verður streymt frá Lágafellskirkju kl:20:00. Þar munu sr. Arndís Linn og Þórður Sigurðarson organisti leiða ritningalestur og tónlist. Á páskadagsmorgun kl. 8:00 verður einnig streymt frá Lágafellskirkju. Þá mun sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiða helgihald og Þórður Sigurðarson sjá um tónlistina.

Við bendum svo á helgihald á vegum Þjóðkirkjunnar sem verður á RUV um páskana. Á föstudaginn langa kl. 17 verður sent út á RUV  efni sem er tileinkað þessum degi.  Þar verða fluttar hugleiðingar, ritningarlestur og bænir. Ellen Kristjánsdóttir og KK flytja sjá um tónlist .

Á páskadag verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem biskup Íslands prédikar.  Messunni verður útvarpað á Rás eitt og einnig send út í Sjónvarpinu.

By |2020-04-07T14:11:17+00:007. apríl 2020 14:11|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald um páska

Passíusálmar í Dymbilviku

Nú eru hafnir dagar sem ganga undir mörgum nöfnum en oftast Bænadagar/dymbilvika.
Það er okkur í Lágafellskirkju sönn ánægja að kynna fyrir ykkur samstarf okkar við Leikfélag Mosfellsbæjar.
Á hverjum degi fram að páskum munu leikarar úr leikfélaginu lesa fyrir okkur einn af passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Fyrsti lesturinn kemur frá Herdísi Rögnu og les hún sálm 45.
Við vonum að þið getið notið með okkur.

 

By |2020-04-06T19:52:03+00:006. apríl 2020 19:40|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Passíusálmar í Dymbilviku

Kirkjuklukkum hringt til stuðnings þeim sem hjálpa

Um þessar mundir verður kirkjuklukkum kirkna víðsvegar um landið  hringt kl. 14 á mánudögum í 2 mínútur til stuðnings við heilbrigðisstarfsfólk og þau önnur sem koma að málum vegna covid 19.  Kirkjuklukkum Lágafellskirkju verður næstu vikurnar hringt á mánudögum kl.14 til stuðnings.

By |2020-04-06T13:09:13+00:006. apríl 2020 13:09|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kirkjuklukkum hringt til stuðnings þeim sem hjálpa

Guðsþjónusta á pálmasunnudag 5. apríl 2020

Kæru sóknarbörn

Vegna samkomubanns erum við ennþá að streyma til ykkar stundum úr kirkjunum.
Helgihaldið var í umsjá sr. Arndísar Linn,
Hljóðfæraleikur og söngur Þórður Sigurðarsson
Útsendingu stjórnaði Berglind Hönnudóttir.

Vonandi munu þið njóta komandi viku á þessum fordæmalausu tímum.

By |2020-04-04T22:39:35+00:005. apríl 2020 11:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta á pálmasunnudag 5. apríl 2020

Mosfellskirkja 55 ára

Í dag þann 4. apríl eru 55 ár síðan Mosfellskirkja var vígð við hátíðlega athöfn.

Ragnar Emilsson teiknaði kirkjuna. Þríhyrningsformið er ráðandi í byggingunni og vísar til heilagrar þrenningar, faðir, sonur og heilagur andi.

Stefán Þorláksson, sem ólst upp á Hrisbrú og bjó alla tíð í Mosfellsdal, gaf með erfðaskrá sinni eigur sínar til að endurreisa Mosfellskirkju.

Þannig uppfyllti hann gamla drauma Mosfellinga, sem höfðu séð á eftir kirkju sinni úr dalnum þegar hún var tekin niður 1888 og ný kirkja reist að Lágafelli 1889.

Hafði þá kirkja verið í Mosfelldal frá því að kristni var lög leidd á Íslandi, fyrst á Hrísbrú og frá 12.öld á Mosfelli.

Í tilefni vígsluafmælis settum við hér inn smá fróðleik um kirkjuklukkuna fornu í Mosfellskirkju, sem tekin er úr bók Halldórs Laxness Innansveitarkroniku.

By |2020-04-03T18:52:02+00:004. apríl 2020 13:00|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Mosfellskirkja 55 ára

Myndband frá Guðsþjónustu 29. mars 2020.

Vegna samkomubanns sem er í gildi í þjóðfélaginu er ekki mögluleiki að eiga stundir saman í kirkjunum okkar.
Við reynum þó okkar besta í þessu ástandi og setjum á facebook síðu kirkjunar, heimasíðuna og youtube helgistundir og gullmola.

Hér er hægt að sjá helgistundina síðan seinasta sunnudag.

By |2020-03-31T12:02:57+00:0031. mars 2020 12:01|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Myndband frá Guðsþjónustu 29. mars 2020.

Streymt frá Mosfellskirkju næsta sunnudag

Í stað hefðbundins helgihalds verður guðsþjónustu streymt  á fésbókarsíðu frá Mosfellskirkju næsta sunnudag kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Þórður Sigurðarson organisti sjá um helgihald og tónlist. Fésbókarsíða Lágafellssóknar er: https://www.facebook.com/lagafellskirkja/

Frá og með samkomubanni sem hófst mánudaginn 16. mars hefur öllu hefðbundnu helgihaldi safnaðarins verið aflýst. Einnig hefur öllu hópastarfi sem fram fer í söfnuðinum verið aflýst.

Öllum fermingarathöfnum í mars og apríl var aflýst og festað fram í ágúst og september. Hér er hægt að skrá börn á fermingardaga haustsins.

 

 

 

By |2020-03-27T12:15:36+00:0027. mars 2020 12:15|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Streymt frá Mosfellskirkju næsta sunnudag