Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir

Upphaf sunnudagaskólans 20. september kl. 13 og síðustu fermingarguðsþjónusturnar

Upphaf sunnudagaskólans verður í Lágafellskirkju 20. september kl. 13 og verður ávallt á sama tíma í vetur. Þar ætlum við að syngja, dansa, heyra sögu, sjá brúðuleikrit og myndband og leikir! Krakkarnir fá fjársjóðskistu og mynd í gjöf frá kirkjunni. Umsjón: Bogi, Petrína og Þórður.

Allir velkomnir! Og að sjálfsögðu gætum við að sóttvörnum.

Hins vegar fyrr um daginn í Lágafellskirkju verða síðustu fermingarguðsþjónusturnar fyrir fermingarungmenni ,,vorsins“. Vegna sóttvarnar ástæðna eru fermingarguðsþjónusturnar aðeins ætluð fermingarungmennunum og fjölskyldum þeirra.

Sem þýðir að hefðbundið helgihald í Mosfesllsprestakalli byrjar aftur sunnudaginn 27. september kl. 11 og þá samkvæmt venju er guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Hlökkum til að sjá ykkur þar!

By |2020-09-17T16:20:26+00:0017. september 2020 16:19|

Þriðji presturinn til starfa í Mosfellsprestakalli

Á myndinni er starfsfólk Mosfellsprestakalls 2020 – 2021. Á myndina vantar Rut G. Magnúsdóttur, djákna. Með þessari mynd viljum við sýna að við, starfsfólk Mosfellsprestakalls, erum til þjónustu reiðubúin að þjóna mosfellingum nær og fjær. Kirkjan tekur vel á móti ykkur!

Sigurður Rúnar Ragnarsson mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellprestakalli frá september til júní 2021. Hann er fyrrverandi sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli og mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellprestakalli fram í júní 2021. Hann vígðist til Mosfellsprestakalls og Lágafellssóknar sem prestur vorið 1998 og starfaði við Lágafellssókn frá vígslu fram til júní 1999, er hann fékk Norðfjarðarprestakall. Hér í Mosfellsbæ var hann búsettur frá árinu 1978 til ársins 1999. Hann hefur undanfarið ár vegna breytinga á prestaköllum á Austfjörðum verið í sérþjónustu á Biskupsstofu og gegnt ýmsum störfum við prestaköllin á Austurlandi. Eiginkona Sigurðar Rúnars er Ragnheiður Hall og eiga þau þrjú börn; Ragnar Árna, Þóru Kristínu og Katrínu Halldóru. Sr. Sigurður Rúnar verður með viðtalstíma eftir samkomulagi á opnunartíma kirkjunnar og hægt að hafa samband við hann í s: 896 9878 og í netfanginu: sigurdur.runar.ragnarsson@kirkjan.is

By |2020-09-16T13:14:14+00:0016. september 2020 13:00|

Fermingarfræðslan fer að hefjast!

Fermingarfræðsla veturinn 2020 – 2021 verður kennd í húsakynnum Lágafellssóknar, Þverholti 3, á 2. hæð. Börnin koma með sínum bekk eftir skóla. Fermingarfræðslan hefst 22., 23. og 24. september. Tímataflan er sem hér segir:

Þriðjudagur

8. HMH kl. 14:40 – 15:20 (Varmárskóli)

8. AÁ     kl. 15:30 – 16:10 (Varmárskóli)

Miðvikudagar

8. EJÚ og ÓJS kl. 14:30 – 15:10 (Varmárskóli)

8. GG               kl. 15:15 – 15:55 (Lágafellsskóli)

Fimmtudagur

8. EE og LH kl. 13:45 – 14:25 (Lágafellsskóli)

8. ÓKJ/MLE kl. 14:45 – 15:25 (Lágafells/Varmárskóli)

8. SÓ           kl. 15:30 – 16:10 (Varmárskóli)

By |2020-09-09T16:31:44+00:009. september 2020 16:11|

Splunkunýr æskulýðsfulltrúi bætist í hópinn

Það er okkur hér í Lágafellssókn sönn ánægja að tilkynna að nýr æskulýðsfulltrúi hefur verið ráðinn til starfaHann heitir Bogi Benediktsson og tók við starfinu 1. september.

Bogi Benediktsson er 31 ára gamall/ungur, giftur, á tvö börn og búsettur í Kópavogi. Hann hefur starfað lengi við barna- og æskulýðsstörf hjá Þjóðkirkjunni og KFUM&K, bæði við sumarbúðir á sumrin, fermingarnámskeið í Vatnaskógi og sumarbúðunum við Eiðavatn, sunnudagaskóla, TTT hópa, unglingastörf hjá ýmsum kirkjum. Hann hefur setið fjölda af námskeiðum er snúa að æskulýðsmálum bæði erlendis og innanlands og hefur gaman að vinna með ungu fólkiSíðustu 5 ár hefur Bogi starfað sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju en hefur samhliða því tekið að sér ýmis verkefni í æskulýðsstörfum og hefur meðal annars setið í stjórn Kristilegu Skólahreyfingarinnar (KSH) og verið í sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju þar sem hann bjó áður.  

Í starfi sínu sem æskulýðsfulltrúi mun hann hafa yfirumsjón með sunnudagaskólanum í Lágafellskirkju kl. 13 á sunnudögum og æskulýðsstarfinu ósoM fyrir unglinga í 8. – 10. bekk sem verður á þriðjudögum kl. 20 í safnaðarheimilinu í veturEinnig mun Bogi koma til með að hafa umsjón með kirkjugörðum Lágafellssóknar, vinna í heimasíðu og samfélagsmiðlum.  

Við bjóðum Boga hjartanlega velkominn!
 

By |2020-09-04T14:20:28+00:004. september 2020 14:20|

Fermingar hefjast með óhefðbundu sniði í Lágafellskirkju

Fyrstu fermingar þessa síðsumars verða í Lágafellskirkju laugardaginn 22. ágúst og sunnudaginn 23. ágúst. Segja má að fátt sé hefðbundið við athafnirnar. Í stað tveggja athafna eins og gert var ráð  fyrir verða fimm athafnir.  4 – 8 börn fermd í hver athöfn og foreldrum og gestum sniðinn þröngt stakkur og fáir fá að fylgja hverju barni. Það verður þó engu að síður gleði þegar börnin ganga fram fyrir altarið og segja já við því að fylgja Jesú Kristi. Báðir prestar safnaðarins sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn þjóna í athöfnunum og Þórður Sigurðarson organist sér um tónlistina. Sigrún Harðardóttir spilar á fiðlu. Byndís Böðvarsdóttir er meðhjálpari og Hákon Darri Egilsson úr æskulýðsstarfi kirkjunnar aðstoðar.

By |2020-08-19T16:22:09+00:0019. ágúst 2020 16:21|

Helgihald í júlí og ágúst

Helgihald í júlí og ágúst verður eftirfarandi:

19. júlí Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 – sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari.

26. júlí Göngumessa á Mosfell eða um Mosfellsdal kl. 11:00. – sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihald.

2. ágústs Messufrí

9. ágúst Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Ragnheiður þjónar fyrir altari.

 

By |2020-07-10T12:55:57+00:0014. júlí 2020 12:51|

Lágafellssókn auglýsir eftir Æskulýðsfulltrúa í 50 %

Lágafellssókn í Mosfellsbæ auglýsir lausa til umsóknar stöðu æskulýðsfulltrúa. Um er að ræða nýtt 50%  starf,  frá og með 15. ágúst 2020.

Æskulýðsfulltrúi tekur þátt í mótun, skipulagningu og annast barna og æskulýðsstarf í Lágafellssókn.

Æskilegt er að æskulýðsfulltrúi hafi uppeldis-, leiðtoga-, djákna- eða guðfræðimenntun og/eða haldgóða reynslu sem nýtist í starfi. Jákvætt viðhorf til kirkjustarfs er forsenda fyrir velgengni í starfi. Umsækjandi þarf að geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt.

Með umsókn veitir umsækjandi Lágafellssókn heimild til að afla sakarvottorðs.

Nánari upplýsingar um starfslýsingu æskulýðsfulltrúa er að finna með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rafn Jónsson, formaður sóknarnefndar í síma 896 8916 og/eða   sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur safnaðarins, í síma 869 9882.

Umsóknir ber að senda rafrænt á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2020

By |2020-07-09T11:46:02+00:0011. júlí 2020 20:43|