Fréttir

Þú ert hér: :Home/Fréttir

Hugljúf guðsþjónusta á aðventu

Hugljúf guðsþjónusta í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 11:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir stundina og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.

 

By | 2017-12-13T15:44:22+00:00 13. desember 2017 15:44|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hugljúf guðsþjónusta á aðventu

Jólaandakt – Íris Guðmundsdóttir

Sunnudagskvöldið 17. desember stendur Íris Guðmundsdóttir fyrir JÓLAANDAKT í Lágafellskirkju kl. 20:00

Ljúfir jólatónar, jólasögur og samsöngur fyrir þá sem vilja vinda ofan af sér og ganga inn í lokavikuna fyrir jól, með frið í hjarta, ró og eftirvæntingu. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir! 

Með Írisi verður Sveinn Pálsson á gítar.

By | 2017-12-13T12:53:14+00:00 13. desember 2017 12:53|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólaandakt – Íris Guðmundsdóttir

Jólakósýstund á foreldramorgnum

Jólakósýstund verður á  foreldramorgnum,fimmtudaginn  7. desember  kl 10-12 í safnaðarheimili  Lágafellskirkju, Þverholti 3, 2.hæð. Þar verður boðið uppá  Heitt kakó, vöfflur og jólatónlist í góðum félagsskap annarra foreldra í Mosó. Verið öll velkomin.

By | 2017-12-05T14:08:36+00:00 5. desember 2017 14:06|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólakósýstund á foreldramorgnum

Aðventukvöld Lágafellssóknar

Annan sunnudag í aðventu, 10. desemberr klukkan 20:00 verður hið árlega aðventukvöld í Lágafellskirkju. Fjöldi tónlistafólks kemur fram, þar á meðal Hópur úr Listaskóla Mosfellsbæjar, Berglind Björgúlfsdóttir og dætur, Sigrún Harðardóttir, Einar Clausen og kirkjukór Lágafellssóknar. Organsti er Þórður Sigurðarson organista. Ræðumaður kvöldins er Sigurður Hreiðar, innfæddur Mosfellingur . Prestar safnaðarins, Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og sr. Kristín Pálsddóttir leiða stundina. Sóknarnefnd bíður viðstöddum að þiggja Kaffiveitingar í safnaðarheimili að athöfninni lokinni.

By | 2017-11-29T11:31:53+00:00 4. desember 2017 11:21|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðventukvöld Lágafellssóknar

Fyrsti í aðventu – guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju 3. desember, fyrsta í aðventu kl. 11:00. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur aðventusálma undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskóli er í Lágafellskirkju þennan sama sunnudag kl. 13:00. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Þórður.

By | 2017-11-29T11:54:49+00:00 29. nóvember 2017 11:54|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrsti í aðventu – guðsþjónusta í Lágafellskirkju

“Gríptu daginn” – í kyrrð – Kyrrðardagar í Mosfellskirkju

Kyrrðardagar verða haldnir í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal, laugardagana 2. og 16. desember kl. 9:00 – 11:00. Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og
endurnærast á sál og líkama. Umsjón hafa  Sr. Arndís Linn og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis. Upplýsingar og skráning á skrifstofa Lágafellssóknar í síma 566 7113
eða i gegnum netfangið lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

By | 2017-11-29T10:51:04+00:00 29. nóvember 2017 10:51|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við “Gríptu daginn” – í kyrrð – Kyrrðardagar í Mosfellskirkju

Leiðisljós

Í nóvember hefst undirbúningur við uppsetningu ljósakrossa á leiði í kirkjugörðunum. Sömu aðilar hafa séð um þessa þjónustu í mörg ár.  Til að auðvelda uppsetningu (vegna veðurs) mun fyrirtækið hefja undirbúning fyrr en áður. Ljósin verða svo tendruð  fyrsta sunnudag í aðventu eins og áður. Aðstandendur fá  sendar frekari upplýsingar og greiðsluseðla.

Allar nánari upplýsingar gefa:   Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma 899 2747 og Árni Gunnar Haraldsson í síma 861 4161 í gegnum netfangið:leidisljos@gmail.com

By | 2017-11-09T10:46:49+00:00 9. nóvember 2017 10:46|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Leiðisljós

Fermingarbörn safna fyrir hjálparstarf í Afríku

Fimmtudaginn 9. nóvember taka fermingarbörn í Lágafellssókn þátt í landssöfnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörn í sókninni í hús með innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar og safna fyrir vatnsbrunnum frá kl. 17-20. Fermingarbörnunum hefur verið mjög vel tekið undanfarin ár. Þessi söfnun vegur þungt í fjáröflun Hjálparstarfs kirkjunnar. Fjármununum hefur verið varið í ýmis verkefni í Afríku þar sem Hjálparstarfið hefur átt gott samstarf við heimamenn. Við hvetjum Mosfellinga til að taka vel á móti þessum duglegu börnum sem vilja leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn.

By | 2017-11-08T10:05:51+00:00 8. nóvember 2017 10:05|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarbörn safna fyrir hjálparstarf í Afríku

Guðsþjónusta í minningu látinna.

Í tilefni allra heilgara messu verður látinna minnst í guðsþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00. Kveikt verður á kertum til minningar látinna og tekið verður við fyrirbænum. Vorboðarnir , kór eldriborgara í Mosfellsbæ syngur í messunni undir stjórn Hrannar Helgadóttur sem einnig verður organisti. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og Rut G. Magnúsdóttir leiða stundina og Rut prédikar. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sunnudagaskóli á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13:00

By | 2017-11-04T22:31:48+00:00 4. nóvember 2017 22:31|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í minningu látinna.

Framkvæmdir hafnar við Mosfellskikju

Þessa dagana eru framkvæmdir að hefjast í kringum Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Til stendur að malbika plan og aðgengi að kirkjunni. Framkvæmdirnar munu gjörbreyta aðkomu að kirkjunni og auðvelda umferð en mikið er um bílaumferð í kringum kirkjuna í tengslum við gönguferðir á Mosfell. Hjá Lágafellssókn ríkir mikil eftirvænting og gleði yfir framkvæmdunum.

By | 2017-11-01T10:52:42+00:00 1. nóvember 2017 10:52|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Framkvæmdir hafnar við Mosfellskikju