Í vetur verður kirkjustarf, Kirkjukrakkar í samsvinnu við frístundasel bæði í Varmárskóla og Lágafellsskóla. Starfið í Kirkjukrökkum er svipað og í Sunnudagaskólanum, þar er sungið, farið í leiki, rætt um lífið og tilveruna, hlustað á sögur og farið með bænir. Kirkjukrakkar eru fyrir 1.,  2. og 3. Ekki er nauðsynlegt að vera í frístundaseli til að taka þátt.

  • Tímasetningar verða auglýstar þegar  nær dregur haustið 2018                          

Umsjón með kirkjukrökkum hefur Berglind Hönnudóttir . Hægt er að fá upplýsingar í gegnum tölvupóst:  bella(hjá)lagafellskirkja.is