Vinsæla sjálfstyrkingarnámskeiðið verður aftur á haustönn 2019

Skráning á námskeiðið hér að neðan

Lágafellsókn býður nú einni námskeið í sjálfseflingu og sjálfsöryggi fyrir 10-12 ára stelpur.

Á námskeiðinu verða kenndar leiðir til að efla sjálfsmynd, unnið verður með tilfinningagreind og æfðar verða aðferðir sem stuðla að bættri líðan, sjálfsöryggi og hamingju. Námskeiðið fer fram á þriðjudögum kl. 17:00 í fimm skipti í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Verð aðeins 5.000 kr

Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 1. október Kl.17:00.
Kennari á námskeiðinu er Rut G. Magnúsdóttir, kennari og djákni.