Tilvonandi fermingarbörn vorsins 2017 hefja nú brátt fermingarfræðslu hjá okkur í Lágafellssókn. Skráning hófst með guðsþjónustu í Lágafellsskóla í maí og nú þegar hafa yfir 120 börn skráð sig til leiks. Enn er opið fyrir skráningar og má finna skráningarblað hér. Fermingarfræðslan verður í húsakynnum Lágafellssóknar að Þverholti 3 og hefst 13. og 14. september. Börnin fylgja sínum bekk í fræðslunni og hefur stundatafla þegar verið sett upp. Hana má finna hér á heimasíðunni. Einnig eru ýmsar upplýsingar um fermingarfræðsluna á heimasíðunni undir liðnum fermingar. Það er alltaf tilhlökkun að taka á móti nýjum börnum og prestar og starfsfólk safnaðarins bjóða þau öll velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

24. ágúst 2016 12:42

Deildu með vinum þínum