Stundaskrá
Fermingarfræðsla veturinn 2018 – 2019 verður kennd í húsakynnum Lágafellssóknar , Þverholti 3, á 2. hæð. Börnin koma með sínum bekk eftir skóla. Fermingarfræðslan hefst 11. , 12. og 13. september. Tímataflan er sem hér segir:
Þriðjudagur
- 8. GAS og 8. IO kl.14:45 – 15:25 (Lágafellsskóli)
- 8. ÁB kl. 15:45 – 16:25 (Varmárskóli)
Miðvikudagar
- 8. KÁ kl.14:45 – 15:25 (Varmárskóli)
- 8. VS kl.15:45 – 16:25 (Varmárskóli)
Fimmtudagur
- 8. HH kl.14:45 – 15:25 (Varmárskóli)
- 8. SG kl. 15:30 – 16:10 (Lágafellsskóli)
Kennsluáætlun
Í vetur verður stuðst við nýtt fermingarefni sem fræðslusvið Biskupsstofu hefur gefið út. Heftið heitir AHA ! og er námsefnið byggt á hugmyndafræði og rannsóknum jákvæðrar sálfræði og er rauði þráðurinn í efninu hafður eftir orðum Jesú Krists: ,,Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig “ Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur ákveðið að gefa fermingarbörnunum heftið.