Safnaðarbréf Lágafellssóknar kemur út um þessar mundir og ljóst er að safnaðarstarfið þetta haustið verður blómlegt.

Í fyrsta skiptið í vetur verður haldið núvitundarnámskeið fyrir börn 8 – 11 ára.

Þá verða á ný haldin námskeið sem byrjað var með á síðasta vetri  og nutu mikilla vinsælda. Það er annars vegar námskeiðið Sterkar og öflugar stelpur, námskeið í sjálfseflingu fyrir 10 – 12 ára stelpur og hins vegar námskeið fyrir drengi á aldrinum 13 – 15 ára sem ber nafnið Ungir menn á uppleið.

Einnig verður haldið námskeið í Kyrrðarbæn, kristinni hugleiðslu og íhugunarhópur fer af stað í kjölfarið.  Tólfspora starfið, Andlegt ferðalag –  Vinir í bata hefst í október.

Hefðbundið safnaðarstarf fyrir unga jafnt sem aldna sem hefur fest sig í sessi í gegnum árin er að sjálfsögðu líka til staðar eins og t.d. Foreldramorgnar, Prjónakaffi, Hefðbunið barnastarf eins og Sunnudagaskóli,  TTT barnastarf og æskulýðsfélagið er að sjálfsögðu á sínum stað og Kirkjukór Lágafellssóknar býður nýja söngvara velkomna. Við hvetjum alla Mosfellinga til að kynna sér öflugt starf sóknarinnar.

 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

18. september 2019 10:55

Deildu með vinum þínum