Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í ágúst. Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu. Hver dagur byggist upp af rólegum leik, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.

Námskeiðin verða 6.-9. Ágúst og 12-16 ágúst. 

Námskeiði verður frá 9-15 yfir daginn.

Dagskrá yfir daginn

Rólegir morgnar.
Spil, föndur og spjall.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er tekin ein biblíusaga og unnið með hana.

Fjör/útivera
Ævintýraferð, íþróttir, danskennsla, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, leikir, rugldagur, gönguferð, ævintýraferð og buslferð eru dæmi um dagskráliði sem hægt er að búast við yfir vikurnar.

Umsjón með Námskeiðinu hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi og Þórður Sigurðarson organista. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bella@lagafellskirkja.is

Smellið hér til að skrá barn á námskeiðin

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

25. júlí 2019 16:55

Deildu með vinum þínum