Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í byrjun sumars fyrir 1. – 4. bekk. Fyrrihluta sumars eru tvö  námskeið: Það fyrra frá 11. – 14. júní og hið síðara 18. – 21. júní. Tvö námskeið verða í ágúst og skráning á þau hefst þegar nær dregur. Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu og er hámarksfjöldi þátttakenda 18. Hver dagur byggist upp af rólegum leik, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.

Dagskrá yfir daginn

Rólegir morgnar.
Spil, föndur og spjall.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er tekin ein biblíusaga og unnið með hana.

Fjör/útivera
Ævintýraferð, íþróttir, danskennsla, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, leikir, rugldagur, gönguferð, hjólaferð, ævintýraferð og buslferð og margt fleira.

Umsjón með Námskeiðinu hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bella@lagafellskirkja.is

Skráning á Sumarnámskeið: