Þann 5. maí síðastliðinn var haldin velheppnuð skráningarguðsþjónusta í Lágafellsskóla fyrir börn sem hyggja á fermingu á vori komanda. Vel var mætt og fengum við unga og upprennandi söngkonu, Þórdísi Karlsdóttur til að syngja í athöfninni. Þar að auki leiddi kirkjukórinn safnaðarsöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Skráningin er nú vel á veg komin og er þegar fullbókað í tvær athafnir af 10. Fullbókað er í guðsþjónustu 22. mars kl. 10:30 og fyrri athöfnina á skírdag 9. apríl kl:10:30. Hægt er að skoða skráningardagana og finna skráningareyðublöð undir fermingar skráningarbæklingur 

 

 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

9. maí 2019 15:14

Deildu með vinum þínum