Við fögnum því innilega að hefðbundið helgihald getur nú farið fram í kirkjum okkar í Lágafellssóknar. Að sjálfsögðu verður öllum leiðbeiningum almannavarna fylgt út í ystu æsar. Fyrsta guðsþjónustan verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 17. maí kl. 11:00. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari, Þórður Sigurðarson organisti leiðir söng og tónlist og kórfélagar úr Kirkjukór Lágafellssóknar stíga fyrstu varnfærnu sporin í söng síðan í febrúar. Við hlökkum öll til og bjóðum þig velkomna, velkominn í hugljúfa stund.