Kirkjugarðar

Þú ert hér: :Home/Kirkjan/Kirkjugarðar
Kirkjugarðar2020-09-04T14:39:59+00:00

Umsjón með kirkjugörðum Lágafellssóknar hefur Bogi Benediktsson. Hann hefur aðstöðu í safnaðarheimili Lágafellssóknar á skrifstofutímum í síma 5667113 og er með netfangið: bogi@lagafellskirkja.is.

Þjónustu við að rétta af legsteina er hægt að fá hjá verktakanum Freysteini B. Barkarsyni. Hægt er að hafa samband við hann í gegnum netfangið: leidretta@gmail.com

Þjónusta við hreinsun og annað viðhald á legsteinum og leiðum er einnig hægt að fá hjá verktakanum Hafsteini. Hægt er að ná hann í síma 8621311 og netfang: hreinsunaleidum@gmail.com 

Í nóvember ár hvert hefst undirbúningur við uppsetningu ljósakrossa á leiði í kirkjugörðunum. Sömu aðilar hafa séð um þessa þjónustu í mörg ár. Til að auðvelda uppsetningu (vegna veðurs) mun fyrirtækið hefja undirbúning fyrr en áður. Ljósin verða svo tendruð  fyrsta sunnudag í aðventu eins og áður. Aðstandendur fá sendar frekari upplýsingar og greiðsluseðla.

Allar nánari upplýsingar gefur Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma 8992747 og í gegnum netfangið: leidisljos@gmail.com

Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

 

Reglur um umgengi í kirkjugörðum Lágafellssóknar

1.gr
Kirkjugarður er friðhelgur staður. Þar er bönnuð öll óþarfa hávaði. Umferð vélknuinna farartækja og reiðhjóla er bönnuð í kirkjugarði, nema með sérstöku leyfi hverju sinni.
2. gr
Ekkert má vinna í kirkjugörðunum nema í samráði við sóknarnefnd, eða kirkjugarðsvörð fyrir hennar hönd. Gróðurhirðing á leiðum er þó undanskilin.
3.gr.
Aðstandendur skulu ganga frá leiðum í samráði við kirkjugarðsvörð. Frágangur skal vera í samræmi við reglur garðsins.
4. gr.
Óheimilt er að hlaða upp leiði, heldur skulu þau vera slétt við jörð, þannig að hirða garðsins geti orðið sem auðveldust og heildarsvipur sem samfelldastur. Mælst er til að þau leiði sem hlaðin hafa verið upp fyrir dagsetningu þessara reglna, verði sléttuð.
5. gr.
Sóknarnefnd er heimilt að láta slétta og tyrfa í samræmi við reglur þessar þau leiði sem ekki hafa verið lagfærð innan sex mánaða frá jarðarför. Á sama hátt er kirkjugarðsstjórn heimilt að láta lagfæra, slétta og fulltyrfa þau leiði, sem ekki hafa verið hirt í samræmi við reglur þessar í þrjú ár samfleytt.
6. gr.
Gróðurreitir á leiðum skulu ekki vera stærri en 40×75 sm á einu leiði og snúa langsum en 75×75 sé einn gróðurreitur á tveim samliggjandi leiðum. Gróðurreitir skulu liggja fram af legsteinum.
7. gr.
Ekki má skilja eftir á leiðum eða á götum í görðunum neitt er óprýðir eða veldur óþrifum. Allt slíkt skal láta í ílát sem til þess eru ætluð. Sóknarnefnd er heimilt að láta fjarlægja allt drasl sem óprýðir garðinn að hennar dómi, svo sem úr sér gengnar skreytingar á leiðum, fúna krossa og annað þvíumlíkt.
8. gr.
Grafhýsi er óheimilt að gera. Ekki má heldur setja girðingar úr steini, málmi, timbri eða örðu efni um einstök leiði eða grafreiti. Það sem uppi er af þvílíku frá eldri tíma má þó standa, sé því sómasamlega við haldið að mati sóknarnefndar. Annars áskilur sóknarnefnd sér rétt til að láta fjarlægja þessi mannvirki.
9. gr.
Ekki má sá eða gróðursetja neins staðar í görðunum eða við þá jurtir sem með sjálfsáningu, rótarskoti eða á annan hátt fjölga sér til skaða og valda þannig óeðlilega miklu starfi við hirðu. Tré má ekki gróðursetja á leiði, nema í samráði við kirkjugarðsvörð, sem hefur úrslitavald um hvort heimilt skuli að gróðursetja tré á viðkomandi leiði, hvaða trjátegund og hvar tréð skuli standa í leiðinu. Rísi upp ágreiningur skal kirkjugarðsvörður ráðfæra sig við sóknarnefnd áður en hann kveður upp endanlegan úrskurð. Tré sem þegar eru í garðinum hefur sóknarnefnd leyfi til að snyrta eða fjarlægja svo sem heildaráferð garðsins krefst.
10. gr.
Ekki má gróðursetja skrautjurtir eða annað slíkt á leiði, þannig að þessi gróður skyggi á áletrun á krossum eða legsteinum. Ekki má reisa minnismerki, bautasteina eða annað sem krefst sérstakrar undirstöðu steyptrar, hlaðinnar eða öðruvísi, nema í samráði við sóknarnefnd.
11. gr.
Þegar settur er kross eða legsteinn á leiði skal þess ávallt gætt að hann fylgi beinni línu eins og hún er ákveðin í leiðaröð. Í þeim hlutum garðanna, þar sem þessi lína er óljós, skal leita aðstoðar kirkjugarðsvarðar.
13. gr.
Reglur þessar eru gerðar með tilliti til reglugerða sem settar hafa verið með heimild í lögum nr. 21 frá árinu 1963 um kirkjugarða.
Samþykkt á fundi sóknarnefndar 18.05.1989.

Framhald af reglum er varðar duftgrafstæði:

Í kirkjugörðum Lágafells- og Mosfellskirkju er að finna reiti fyrir duftker.
Samkvæmt reglum um stærð og frágang minnismerkja í umdæmi kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma nr. 892/2009 ber Lágafellssókn að árétta reglur varðandi duftgrafstæði í kirkjugörðunum. Þessar reglur er einnig að finna HÉR.

Garðyrkjustjóri markar duftgrafstæði og línu í þau sem miða skal bakhlið legsteins við. Legsteinar og undirstöður þeirra skulu ávallt vera innan marka grafstæðis.

– Legsteinar á duftgrafstæðum skulu einkum vera púltsteinar. Staðsetja skal púltstein fyrir miðju grafstæðis við hina afmörkuðu línu fyrir bakhlið. Einnig er heimilt að setja náttúrustein eða steyptan púltstein með steyptri málmplötu á duftgrafstæði, enda liggi hann þá flatur og sé innan sömu stærðarmarka og púltsteina. Ef náttúrusteinn er þykkari en 0,2 metrar skal þess gætt við uppsetningu að hæð frá yfirborði sé ekki hærri en reglur kveða á um. Einfalt duftgrafstæði er að lágmarki 0,75 x 0,75 metrar, tvöfalt duftgrafstæði er 0,75 x 1,5 metrar og fjórfalt duftgrafstæði er 1,5 x 1,5 metrar.

– Einungis er heimilt að hafa púltsteina og skulu þeir vera 0,5 x 0,5 x 0,2/0,1 metrar að hámarksstærð. Einnig er heimilt að setja náttúrustein á duftgrafstæði á gröfum, enda liggi hann þá flatur og sé innan sömu stærðarmarka og púltsteinar. Hægt verður að hafa kross eða önnur trúartákn á gröf og verða þau þá að vera liggjandi eins og púltsteinn og takmarkast stærðin við umfang leyfðra púltsteina. Ekki er heimilt að setja upprétt trúartákn á grafir. Á tvöfalt duftgrafstæði er heimilt að setja lengri gerð púltsteins sem er 0,5 x 1,0 x 0,2/0,1 metrar að stærð. Ef um þrefalt eða fjórfalt duftgrafstæði er að ræða þurfa púltsteinar að vera tveir eða fleiri.