Hjá Lágafellskirkju er hægt að panta minningarkort með minningagjöf til Lágafellskirkju.  Greiðsla er innt af hendi með gíróseðli fyrir upphæð að eigin vali.

Upphæð minningagjafa til Lágafellskirkju rennur í Kirkjubyggingarsjóð

Hér að neðan er sýnishorn af minningarkortunum og þær upplýsingar sem koma fram.

Vinsamlega sendið beiðni um minningargjöf á netfangið lagafellskirkja@lagafellskirkja.is.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að liggja fyrir:

  • Nafn hins látna
  • Nafn/nöfn sem rita skal undir minningarkortið
  • Nafn, heimili og póstfang móttakanda
  • Nafn, heimili og póstfang sendanda

minningarkort3