Næsta sunnudag 28. apríl verður haldið upp á hinn árlega PLOKKDAG út um allt land. Í tilefni af því viljum við hvetja aðstandendur leiða í Lágafells, eldri- og nýja Mosfellskirkjugörðum að taka til hendinni á leiðum ástvina sinna aðallega og mögulega í kringum garðinn eftir hentugleika. Margar hendur vinna nefnilega létt verk og eftir veturinn hefur margt fokið til í garðinum. Og þetta er líka kjörið tækifæri til að líta á leiði ástvina sinna.

Við kirkjugarðana okkar eru flokkunartunnur fyrir: lífrænan garðaúrgang (brún), blandað/almennt (grá), pappír/pappa (blá) og plast (græn) sem hægt er að henda í. Aðstandendur bera svo sjálf ábyrð á því að taka með sér heim eða fara með í Sorpu annan úrgang t.d. gler, málm, kerti ofl.

Kirkjugarðar Lágafellssóknar

Bogi Benediktsson

26. apríl 2024 09:00

Deildu með vinum þínum