Sumarið 2024 verður í boði 4 vikur af sumarnámskeiði fyrir 6 – 9 ára krakka (1. – 4. bekkur, fædd 2014-2018) eins og síðustu ár. Við í Lágafellssókn auglýsum því eftir sumarstarfsfólki og í boði eru tvær tímabundnar stöður, C & D:

Sumarafleysingastarfsmaður C
Ráðið er frá 1. júní til 16. ágúst en með sveigjanleika og eftir samkomulagi. Um 100% sumarvinnu að ræða í 3 mánuði. Æskilegt er að umsækjandi sé með bílpróf.

Helstu verkefni:

  • Starfsmaður á sumarnámskeiði (4 vikur, sjá vinnutíma og nánari upplýsingar neðar)
  • Viðvera á skrifstofu safnaðarheimilis á sumaropnunartíma frá 1. júlí til 12. ágúst. Helstu verkefni: Símsvörun, svara tölvupóstum ofl. verkefni í samráði við annað starfsfólk. Vinnutími: frá kl. 10 – 12 þriðjudaga til föstudaga (samkomulagsatriði ef til mikillar helgarvinnu kemur).
  • Afleysing kirkjuvarðar við athafnir í Lágafellskirkju og Mosfellskirkju. Vinnutími: Helgar og einhverjir virkir dagar vegna æfinga og aðra athafna. Helstu verkefni: Undirbúningur, viðvera og þrif.
  • Möguleg afleysing umsjónarmanns kirkjugarða Lágafellssóknar. Helstu verkefni: Bóka jarðsetningar, samskipti við grafarverktaka og gróðurverktaka.

Sumarstarfsmaður D
Ráðið er í 4 vikur yfir sumartímann á námskeiðin. Hægt er að semja um að vinna bæði heilan og hálfan vinnudag yfir þessar 4 vikur.

  • Starfsmaður á sumarnámskeiði (4 vikur, sjá vinnutíma og nánari upplýsingar neðar)

Námskeiðin verða starfrækt að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ.
Vinnutími starfsfólks verður á bilinu kl. 8:30 – 16:30 með sveigjanleika eftir vinnuskipulagi.

Vika 1: 10. – 14. júní
Vika 2: 18. – 21. júní (4 daga námskeið)
Vika 3: 24. – 28. júní
Vika 4: 12. – 16. ágúst

Hver vika inniheldur gleði, ferðalög frá starfsstöð í nærumhverfi eða með strætó, söngur, ævintýri og leikir! Umsjón með námskeiðunum hefur Bogi Benediktsson æskulýðsfulltrúi og Andrea Gréta Axelsdóttir kirkjuvörður.

Umsækjendur fyrir stöðu C & D þurfa að vera orðnir 18 ára að aldri. Æskilegast er ef umsækjendi hafi starfsreynslu eða áhuga á að vinna með börnum- og unglingum og starfi sem fer fram í kirkjum. Við leitum að góðum einstaklingum sem er jákvæð, þjónustulipur og góð í mannlegum samskiptum. Við ráðningu er gerð krafa um að umsækjendur mæti á skyndihjálparnámskeið sem verður skipulagt fyrir starfsfólk þegar nær dregur sumri. Námskeiðið verði haldið að kvöldi eða part af degi. Umsóknarfrestur er til 10. apríl og með umsókn skal fylgja ferilskrá, umsóknarbréf og samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá (sjá eyðublað neðar). Gerð er krafa um skimum á sakavottorði við ráðningu eða framvísun á sakavottorði við umsókn sbr 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 – eyðublað er hægt að nálgast hér til að fylla út. Hvetjum alla áhugasama til þess að sækja um, óháð kyni. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Bogi æskulýðsfulltrúi: bogi@lagafellskirkja.is s: 6906766, sr. Arndís Linn sóknarprestur s: 8668947, Ólína Margeirsdóttir formaður sóknarnefndar Lágafellssóknar s: 8981795.

Umsóknir sendast á: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Bogi Benediktsson

5. mars 2024 09:00

Deildu með vinum þínum