Við Lágafells, eldri-og nýja Mosfellskirkjugarð var nýlega sett upp sorptunnuskýli með flokkunartunnum. Nú er möguleiki fyrir aðstandendur leiða í kirkjugörðum og fyrir starfsemi kirkjunnar að flokka í eftirfarandi: Lífrænan garðaúrgang, blandað/almennt, pappír/pappa og plast. Einnig biðjum við líka fólk vinsamlegast um að fjarlægja sjálf með því að fara með heim eða í sorpu ef um annan sorpúrgang er að ræða t.d. málma, kerti ofl.

Lágafellssókn er á grænni leið!

Kirkjugarðar Lágafellssóknar

Bogi Benediktsson

11. maí 2023 09:00

Deildu með vinum þínum