Fermingarguðsþjónustur sunnudaginn 26. mars kl. 10:30 og 13:30 í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn og sr. Henning Emil Magnússon þjóna. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur organista. Fiðluleikari: Sigrún Harðardóttir.
Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir.

Sunnudagaskólinn er kominn í frí en hefst aftur 16. apríl kl. 13 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. (sjá dagskrá fyrir neðan)

Fermingar verða 26. mars, 1. apríl, 15. og 16. apríl og 28. maí í kirkjunum okkar. Alls 11 athafnir!
Við óskum fermingarungmennum innilega til hamingju með fermingardaginn sinn og óskum þeim Guðs blessunar út í lífið.
Takk fyrir skemmtilegan fermingarfræðsluvetur! Með kærleikskveðju frá sóknarnefnd og starfsfólki Lágafellssóknar.

Bogi Benediktsson

22. mars 2023 11:23

Deildu með vinum þínum