Kl. 13: Vináttu sunnudagaskóli (taka með vin) í safnaðarheimilinu, Þverholti 3.
Söngur, gleði, fræðsla og leikir. Í lok stundar verður í boði grænar gjafir, föndur og hressing.

Kl. 20: Íhugunarguðsþjónusta með hljómsveitinni AdHd í Lágafellskirkju.
Þar verður lögð áhersla á að vera í vitund sem er íhugul um leið og hlýtt er á tónlist AdHd.
Hver og einn kirkjugestur fær að upplifa stundina á eigin forsendum.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sr. Henning Emil Magnússon og sr. Hjalti Jón Sverrisson þjóna.
Hljómsveitin AdHd hefur verið starfandi um nokkuð skeið og er skipuð Ómari Guðjónssyni gítarleikara,
Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommara og Tómasi Jónssyni hljómborðsleikara. Eftir stundina verður kaffisopi og samfélag í skrúðhúsinu.

Öll velkomin!

Bogi Benediktsson

18. janúar 2023 10:10

Deildu með vinum þínum