Þá er úthlutunum úr Hjálparsjóði Lágafellssóknar lokið sem fram fór dagana 13. og 14. desember. Úthlutanir úr hjálparsjóðnum voru í formi inneignar í matvöruverslanir og verslunarmiðstöðva. Margir nutu góðs af enda umsóknirnar margar fyrir jólin.

Við í Lágafellssókn viljum þakka styrktar- og velunnurunum kærlega fyrir að styrkja hjálparsjóðin en án þeirra er okkur ekki kleift að aðstoða þau sem minna mega sín um jólin. Þau samtök í Mosfellsbæ sem hafa styrkt hjálparsjóðin með framlögum eru: Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ, Kiwanisklúbburinn Mosfell, Soroptimistaklúbbur Mosfellsbæjar, Kvenfélag Mosfellsbæjar, Félagstarf aldraðra í Mosfellsbæ, fyrirtæki og einstaklingar í Mosfellbæ. Takk.

Við óskum öllum íbúum Mosfellsbæjar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Bogi Benediktsson

16. desember 2022 09:00

Deildu með vinum þínum