
Sunnudagurinn 20. nóvember – Lágafellskirkja
Kl. 11: Dans sunnudagaskóli í Lágafellskirkju. Skemmtileg stund í kirkjunni okkar fyrir alla fjölskylduna! Í lokin verður í boði grænar gjafir frá kirkjunni, föndur, litir, djús og ávextir í skrúðhúsi.
Kl. 20: Íhugunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina. Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, þátttöku og kyrrð.
Söngkonan Margrét Árnadóttir syngur ásamt kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti er Þórður Sigurðarson. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir.
Kaffisopi í skrúðhúsi eftir guðsþjónustu.
Verið velkomin!
Bogi Benediktsson
17. nóvember 2022 09:00