Fimmtudaginn 27. október kl. 14 kemur Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði í heimsókn með trékallana sína og segir okkur sögu þeirra. Dr. Gunnlaugur hefur lengi safnað þessum áhugaverðu tréköllum sem eru tálgaðar eftirlíkingar af ýmsum þekktum (og óþekktum) einstaklingum víða að.

Allir hjartanlega velkomnir, lofum góðri skemmtun og alltaf heitt á könnunni.

Í vetur mun Lágafellssókn vera í samstarfi með félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ, taka þátt og vera hluti af starfinu Gaman Saman. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir guðfræðingur mun leiða starfið fyrir hönd Lágafellssóknar. Við fáum í bland áhugaverða fyrirlesara, tónlistarfólk og aðra góða gesti í heimsókn. Samverurnar okkur mun fara fram annanhvern fimmtudag í safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3, þriðju hæð frá kl. 14-16 til skiptis við samverurnar að Eirhömrum.

Næstu Gaman saman samverur

Bogi Benediktsson

25. október 2022 12:00

Deildu með vinum þínum