Barna- og æskulýðsstarf Lágafellssóknar er að hefjast og nýjungar í starfinu.

Barnakór Lágafellssóknar (skráning hafin)
10 – 12 ára krakkar: Kóræfingar á mánudögum kl. 15:15 – 16:00 (hefst 19. september)
6 – 9 ára krakkar: Kóræfingar á mánudögum kl. 16:15 – 17:00 (hefst 19. september)
Staðsetning: Safnaðarheimilið Þverholti 3.

Kórstjóri: Valgerður Jónsdóttir, söngkona og tónmenntakennari. Undirleikari: Þórður Sigurðarson, organisti.
Nánari upplýsingar og skráning bakvið þessa SMELLU.


Foreldramorgnar

Verða í vetur á MIÐVIKUDÖGUM kl. 10 – 12 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð og hefjast . Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri. Heitt á könnunni og meðlæti ávallt í boði.


Sunnudagaskólinn

…er alla sunnudaga yfir veturinn kl. 13:00 í Lágafellskirkju. Foreldrar og börn sameinast í söng og gleði í kirkjunni. Fræðslan miðast við þarfir barnanna en allir geta notið með. Eftir hvern sunnudagaskóla eru grænar gjafir, litir, föndur, kex, ávextir og djús í boði í skrúðhúsinu.


Æskulýðsfélagið ósoM

Hefst þriðjudaginn 6. september kl. 20 – 21:30 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. ósoM er ókeypis starf sem býður upp á leiki, flipp og fjör. Á hverju ári er farið í tvær ferðir, á haustönn (í vinnslu) og í febrúar/mars er farið yfir helgi á æskulýðsmót ÆSKR í Vatnaskógi með unglingum á öllu landinu.

Bogi Benediktsson

4. september 2022 15:37

Deildu með vinum þínum