Texti og mynd fenginn í láni af facebook síðu Brautarholtskirkju:

Útialtarið við Esjuberg á Jónsmessunni 24. júní kl.17.
Guðsþjónustan er tileinkuð flóttafólki og fjölskyldum frá Úkraínu sem hefur verið boðið sérstaklega að koma í heimsókn á Kjalarnesið og eiga með okkur bænastund og þiggja léttan kvöldverð. Bjarni Sighvatsson varaformaður sögufélagsins Steina flytur ávarp og les ritningalestra og bæn ásamt Þorvaldi Friðrikssyni og Sigríði Pétursdóttur.
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prestur innflytjenda predikar.
Sr. Arndís Bernharðsdóttir Linn prestur Mosfellsprestakalls og sr.Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiða stundina ásamt kirkjukór Reynivallaprestakalls og Maren Barlien kórstjóra og organista.
Börnin munu tına blóm og leggja á altarið á meðan á guðsþjónustunni stendur!
Á eftir verður haldið í Fólkvang þar sem guðsþjónustugestum er boðið að þiggja súpu og brauð. Farið verður í leiki með börnunum og lagt verður upp úr að njóta samvista og samfélags.
Sögufélagið Steini, Sóknarnefnd Brautarholtssóknar, prestur innflytjenda, prestur Mosfellsprestakalls og sóknarprestur Reynivallaprestakalls standa að skipulagningunni.
Verið hjartanlega velkomin.

Bogi Benediktsson

22. júní 2022 09:00

Deildu með vinum þínum