Páskahelgihald í Lágafellssókn
2022

Skírdagur 14. apríl
Fermingarguðsþjónusta kl. 10:30 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Bryndísi Böðvarsdóttur, guðfræðingi og fermingarfræðara. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Birkir Blær Ingólfsson, leikur á saxafón. Kirkjuvörður: Bogi Benediktsson.

Föstudagurinn langi 15. apríl
Guðsþjónusta kl. 17 í Mosfellskirkju. Píslargöngu og krossfestingar Jesú Krists minnst í tónum og lestri biblíutexta. Sr. Arndís Linn leiðir stundina. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sellóleikari: Kristín Lárusdóttir.

Páskadagur 17. apríl
Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgni kl. 8 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Fiðluleikari: Sigrún Harðardóttir. Páskakaffi í skrúðhúsinu að athöfn lokinni.

Bogi Benediktsson

13. apríl 2022 09:00

Deildu með vinum þínum