Sunnudaginn 13. mars verður bæði guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Lágafellskirkju. Kl. 11:00 er guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Prédikun dagsins flytur Bryndís Böðvarsdóttir guðfræðingur. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari. Kl. 13:00 er sunnudagskóli og verður þema dagsins litir og föndur. Það eru Bryndís Böðvardóttir og Þórður Sigurðarsson sem taka á móti börnunum þennan sunnudaginn. Söngvar og gleði. Verið öll velkomin til helgihalds Lágafellssóknar þessa helgina.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

10. mars 2022 12:30

Deildu með vinum þínum