Búninga- og náttfatasunnudagaskóli í Lágafellskirkju
Sunnudaginn 27. febrúar kl. 13

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann í Lágafellskirkju og við hvetjum öll til þess að mæta í (grímu)búning eða náttfötum þar sem styttist í öskudaginn. Við ætlum að hafa gaman og aldrei að vita nema að verðlaun verða veitt fyrir flottasta búningin og náttfötin!

Söngur, leikur, biblíusaga og skemmtileg stemning. Endilega lítið á dagskrá sunnudagaskólans fyrir vorönnina – nóg um að vera fyrir alla.

Sjáumst í sunnudagaskólanum!

Bogi Benediktsson

24. febrúar 2022 12:34

Deildu með vinum þínum