Foreldramorgnar
Fimmtudaginn 17. febrúar kl. 10 – 12
Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð

Hrönn Guðjónsdóttir (www.nalarognudd.is) kemur og kynnir ykkur fyrir ungbarnanudd og af hverju það er til góðs að nudda barnið sitt reglulega. Hún mun kenna ykkur nokkrar nuddstrokur sem þið getið svo notað á barnið ykkar.

ATH! Það þarf að koma með þykkt mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu. Hrönn kemur með ungbarnanudd olíu.
🌸🍼🌸🍼🌸🍼🌸

Einnig verður í boði að kaupa litla flösku af nuddolíu á kr. 1.200. Ef þú átt ungbarnanudd oliu sem er barninu skaðlaus þá máttu endilega koma með hana með þér. En lesa á innihald, gott að miða við að barnið megi fá oliuna upp í sig. Td má nota kókosoliu eða lífræna hágæða olive oliu.

Hún kemur með kennslugögn handa öllum sem þið megið eiga. 🌸

Hún verður með tilboð fyrir ykkur ef þið viljið læra meira. Val um fjögurra vikna námskeið með þremur öðrum börnum og foreldri/foreldrum eða tveggja tíma kennslu með einu öðru barni. Einnig er fjarkennsla í boði.

Hér getur þú lesið meira: (https://www.nalarognudd.is/ungbarnanudd)

EInnig er hún með fésbókar síðu & Instagram: Ungbarnanudd.is

Ég minni á að fræðslan er opin öllum. 🥰

Bogi Benediktsson

16. febrúar 2022 10:18

Deildu með vinum þínum