
… í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð
Fimmtudaginn 21. október kl. 10 – 12
Foreldramorgnar eru skemmtilegt tækifæri fyrir kríli, krútt og foreldra þeirra að njóta sín í góðu umhverfi. Foreldramorgnar eru á fimmtudögum kl. 10 – 12 í safnaðarheimilinu okkar, 3. hæð. Þar er nóg pláss fyrir börn að leika og foreldra að spjalla. Einnig verða léttar veitingar í boði.
Á dagskránni á morgun verður fræðsla um fæðu og málþroska barna.
Gestur: Sonja Magnúsdóttir, talmeinafræðingur
Umsjón: Bryndís Böðvarsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Og hægt er að fylgjast með foreldramorgnum á FACEBOOK undir Foreldramorgnar í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ
Bogi Benediktsson
20. október 2021 10:13