Síðustu helgi, 16. – 17. október var haldið sameiginlegt fjar-gistipartý hjá æskulýðsfélögunum ósoM (Lágafellskirkja) og æskulýðsfélaginu Örkin (Hallgrímskirkja). Gistipartýið hófst með hóphristingi í íþróttasalnum í Lágafelli sem við vorum svo heppinn að fá í láni fyrir þetta tilefni. Og svo var í boði fyrir þau sem vildu að fara í sund eða í sturtu. Eftir það fjör var haldið í safnaðarheimili Lágafellssóknar þar sem búið var að panta bæði ítalska flatböku og MFC (Mosfellska útgáfana af KFC). Svo var bæði tekið þátt í LÆF dagskrá ÆSKÞ og safnaðarheimilið undirlagt af karíókígræjum, kósýhornum fyrir spil, spjall og epla sjónvarps glápi. Rétt fyrir miðnætti var helgistund sem Bogi æskulýðsfulltrúi og Kristný Rós æskulýðsfulltúi Hallgrímskirkju stýrðu ásamt leiðtogum. Frá kl. 02.00 var svefnfriður, vakning kl. 8, þá tók við morgunmatur og frágangur.

Sökum mikils fjörs var lítið tekið af myndum en þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Gaman að fá vina-æskulýðsfélag frá Hallgrímskirkju í heimsókn!

Takk fyrir samveruna!

Bogi Benediktsson

19. október 2021 15:38

Deildu með vinum þínum