
Í stað landsmóts ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) sem hefði átt að vera haldið á Sauðarkróki helgina 15. – 17. október þá verður skipulagt: Fjar-gisti(mót)partý laugardaginn 16. október frá kl. 16, mæting uppúr kl. 15. Þetta ósoM fjargistipartý verður haldið í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.
…Og æskulýðsfélagið ósoM sem er með fundi fyrir 8. – 10. bekk á þriðjudögum kl. 20 tekur að sjálfsögðu þátt í því! Fjar-gistipartýið hefst formlega laugardaginn 16. október kl. 16 en planið er að bjóða vinum okkar úr Örkinni, Hallgrímskirkju með okkur á þennan viðburð. Dagskráin verður fjölbreytt, bæði ,,LÆF“ og á okkar vegum með mat og fjöri! Á slaginu kl. 22 læsist húsið og gistipartýið heldur áfram til kl. 9 um morguninn á sunnudeginum.
Skráning er nauðsynleg og kostnaður verður í lágmarki. Hér fyrir neðan er hægt að sækja leyfis -og upplýsingabréf sem þarf að skila næsta þriðjudag, 12. október í ósoM en í síðasta lagi föstudaginn 15. október.
Hér er hægt að hala niður leyfis- og upplýsingabréfi vegna ósoM fjargistipartýs
Bogi Benediktsson
12. október 2021 09:00