Haustið 2021 verða tvennir Kyrrðardagar 25. september & 2. október. Þá verða einnig kyrrðardagar á Aðventu, 4. og 11. desember (nánar auglýst síðar).

Laugardagur 2. október kl. 9:00 til 12:00  í Mosfellskirkju. Iðkuð verður kyrrðarbæn, gengið um Mosfellsdalinn og Lectio Divina, biblíuleg íhugun.


“Gríptu daginn” – Íhugun – kyrrð – útivera. Kyrrðardagar í Mosfellskirkju
Á þessum laugardögum verður dagskrá frá 9:00 til 12:00 í og við Mosfellskirkju
Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn.
Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Uppbygging er þannig að byrjað er á íhugun að hætti Kyrrðarbænarinnar, þá er gengið um í dalnum og að lokum er samverustund í kirkjunni þar sem farið verður í Biblíulega íhugun.
Umsjón með deginum hafa prestar safnaðarins og veita þær gjarnan upplýsingar. Skráning er ekki nauðsynleg en hvetjum áhugasama um að mæta tímanlega. Nánari upplýsingar um kyrrðardaga er hægt að fá á netfangi safnaðarins: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is eða hafa beint samband við prestana.

Ekkert gjald er tekið fyrir Kyrrðardaga og eru allir sem áhuga hafa velkomnir.

Bogi Benediktsson

30. september 2021 12:00

Deildu með vinum þínum