Síðastliðið ár hefur sóknarnefnd og umsjónarmaður kirkjugarða Lágafellssóknar unnið við að yfirfara og uppfæra kirkjugarðsreglur Lágafellssóknar. Enda tími til komin, eldri reglurnar voru frá árinu 1989. Sóknarnefnd fól umsjónarmanni ásamt fulltrúa úr sóknarnefnd að vinna að tillögum að tvenns konar reglnabálki:

Umgengni
&
reglur um stærð og frágang minnismerkja.

Það var svo samþykkt að hálfu sóknarnefndar (sem er jafnframt kirkjugarðsstjórn) og reglurnar þurftu svo að fara fyrir Dómsmálaráðuneytið og kirkjugarðasamband Íslands. Að lokum samþykkt og birt í Lögbirtingarblaðinu 14. júní 2021.

Hægt er að lesa yfir reglurnar HÉR.

Bogi Benediktsson

10. ágúst 2021 10:02

Deildu með vinum þínum